Vesturland - 03.07.1965, Page 4
4
aaat a/esxFwzxxs saftaFs&EsuswvMi
\ / <2ons afeR'jFntzjum s;muFsj£mnrotm
tltgefandi: Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Vest-
fjarðakjördæmi.
Blaðaútgáfunefnd: Finnur Th. Jónsson formaður, Guð-
finnur Magnússon, Jakob Þorvaldsson, Jónas Ölafsson,
Ólafur Guðbjartsson.
Ritstjóri: Ilögni Torfason.
Ritstjórn og afgreiðsla: Uppsölum, sími 232.
Prentstofan Isrún hf., lsafirði.
I,----------------—-----------------------------------1
Franifarasókn á Vestfjðrðnm
Viðreisn Vestf jarða er hafin í stórum stíl. Fyrir atbcina ríkis-
stjórnarinnar og þingmanna eru nú hafnar og í undirbúningi
einhverjar stórfelldustu framkvæmdir, sem um getur í sögu
hinna vestfirzku byggða. Hér í blaðinu liefur að undanförnu
verið sagt frá einni eða annarri nýrri framkvæind hér og þar
um Vestfirði. Það er mikil gróska og vöxtur í athafnalífi
Vestfirðinga um þessar mundir og livarvetna leggjast menn
á eitt um að hrinda I framkvæmd þörfum umbótum. Þessa
gætir mest í samgöngumálunum, enda liefur hin nýja sam-
gönguáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir Vestfirði vakið þjóðar-
athygli. Þar eru vandamálin tekin föstum tökum og unnið
eftir áætlunum til Iangs tíma, en jafnframt tryggt stórlega
aukið fjármagn til að gera stór átök í þessum efnum.
Um áraraðir hefur verið mikið undan því kvartað, að
mjög skorti á það, að Vestfirðingar hlytu þær fjárveitingar
til framkvæmda, sem þeim að réttu lagi bæri. Samgönguáætl-
unin, sem er liður í og upphaf stærri framkvæmdaáætlunar
fyrir Vestfirði, er talandi vottur þess, að á þessar umkvart-
anir hefur verið hlustað og þingmenn stjórnarflokkanna og
ríkisstjómin hefur viljað rétta hag Vestfirðinga.
Undirstaða hinna stórmiklu framkvæmda I samgöngumál-
unum er lántakan hjá Viðreisnarsjóði Evrópuráðsins. Þor-
valdur Garðar Kristjánsson ritar grein hér í blaðið um við-
brögð stjórnarandstæðinga við þessari lántöku og segir m.a.:
„öllum mátti vera fagnaðarefni lántakan hjá Viðreisnar-
sjóðnum. Því bregður kynlega við, að víl og vol skuli heyrast
út af lántöku þessari." Rekur þingmaðurinn viðbrögð stjóm-
arandstæðinga og fleiri og skýrir starf og tilgang sjóðsins.
Hann víkur einnig að fáránlegum staðhæfingum „Tímans“
um „flóttamannasjóð“ og „ölmusur“. I lok greinar sinnar
varpar Þorvaldur Garðar fram þessum spurningum: „Hvers
vegna þessa viðkvæmni gagnvart Viðreisnarsjóðnum? Hvers
vegna að rangtúlka tilgang og starfsemi Viðreisnarsjóðsins?
Varla er þeim mönnum sjálfrátt, sem hafa það eitt til
málanna að leggja, að fjasa um „flóttamenn" og „ölmusur“
þegar hver heilvita maður gerir sér ljósa grein fyrir því, að
með lántökunni úr Viðreisnarsjóðnum og hinni nýju sam-
gönguáætlun hefur verið unnið stórvirki í framfaramálum
okkar landsfjórðungs. Slíkir menn ættu að vara sig á því að
umliyggja þeirra fyrir „flóttamönnum“ beri ekki ofurliði
umhyggju þeirra fyrir hag Vestfirðinga.
Vestfjarðaþingmenn stjórnarflokkanna og ríkisstjómin
hafa markað stefnu sína skýrt í þessum málum. Jafnvægi í
byggð landsins er ekki lengur marklaust hjal. Raunhæfar að-
gerðir til úrbóta og lausnar mikilla vandamála hinna Vest-
firzku byggða eru þegar hafnar og eiga eftir að marka djúp
spor í framfarasögu alls byggðarlagsins.
Þessar staðreyndir eru hverjum manni ljósar hér á Vest-
fjörðum og hér um slóðir heyrist ekki þetta víl og vol um
„flóttamenn“ og „ölmusur". Þær miklu framkvæmdir, sem
þegar eru hafnar og fyrirhugaðar em, hafa fengið öflugan
hljómgmnn meðal Vestfirðinga sjálfra og skapað nýja trú
Dr BreiðafjarOarejrjmn
- Rætt viö Aðalstein AOalsteinsson í Lðtrnm
Snemma í síðustu viku átti
tíðindamaður Vesturlands leið
um Skálanes og vildi þá svo
til, að bátur var þar að leggja
að landi. Var þar á ferðinni
bátur Aðalsteins Aðalsteins-
sonar í Hvallátmm og með
honum nokkrir menn úr Skál-
eyjum, auk Aðalsteins. Vest-
urland notaði tækifærið til að
afla frétta úr Breiðafjarðar-
eyjum og fer frásögn Aðal-
steins hér á eftir.
— Þá er fyrst að segja frá
því, að í febrúar í vetur var
keyptur þriggja ára gamall
bátur, 20 tonn, til Flateyjar
í staðinn fyrir flóabátinn
Konráð, sem dæmdur var ó-
nýtur s.l. haust. Þegar þessi
kaup vom gerð, var ákveðið
að breyta tilhögun áætlunar-
ferða við norðanverðan Breiða
fjörð frá því, sem verið hefur,
og ákveðið að þær verði ekki
farnar þegar bílvegir um þessa
landhreppa eru opnir. 1 þess
stað er gert ráð fyrir að bát-
urinn stundi fiskveiðair yfir
sumarmánuðina, bæði til
tekjuöflunar fyrir útgerðina
og til atvinnuaukningar í Flat-
ey.
1 sambandi við þetta flutti
ungur maður með fjölskyldu
sína til Flateyjar og hefur
formennsku á bátnum og ann-
ast framkvæmdastjórn útgerð-
arinnar. Er það Hafsteinn
Guðmundsson, Skáleyingur,
sem seztur var að í Gmndar-
firði.
Báturinn hóf róðra um mán-
aðamótin marz—apríl og var
með net. Reri hann stutt út
fyrir, nokkuð í Lænurnar svo-
nefndu og víðar um Breiða-
fjörð. Var afli bátsins 110
tonn og var unninn í Flatey
í salt og herzlu. Skapaðist við
þetta nóg vinna handa þeim
fáu, sem verkfærir voru þar.
Þessi atvinnutilraun hefur
vakið nokkrar vonir um það,
að byggðin muni ekki fjara
út í bili, en nauðsynlegt er að
fá fleira fólk í stað þess, sem
burt er flutt, ef hægt á að
vera að reka atvinnu í stærri
stíl.
Búskapur hefur gengið
sæmilega og skepnuhöld og
sauðburður í góðu lagi. Vorið
hefur verið afskaplega kalt og
erfitt, bæði með fjárgeymsl-
una og gróður, sem kom seint.
Var fé flutt óvenju seint í
land. Venjulega er lokið við
að flytja fé á land um mánaða-
mótin maí—júní, en ég fór
síðustu ferðina úr Flatey
sunnudaginn 20. júní, eða 3
vikum seinna en venjulega.
Selveiði er langt til lokið,
og eru ekki horfur á að hún
verði neins staðar nema í með-
allagi. Verð á selskinnum er
ekki talað um ennþá, en búizt
Leikflokkur frá Þjóðleik-
húsinu er um þessar mundir
í leikför um vestanvert landið
og hefur verið hér á Vestf jörð-
um að undanförnu. í byrjun
vikunnar hafði flokkurinn
tvær sýningar í Alþýðuhúsinu
á ísafirði, og var hin fyrri, á
mánudagskvöldið, fimmtug-
asta sýning Þjóðleikhússins á
leikritinu „Hver er hræddur
við Virginíu Woolf“ eftir
bandaríska leikritahöfundinn
Edward Albee í þýðingu Jón-
asar Kristjánssonar.
Leikstjóri er Baldvin Hall-
dórsson, en Ieikendur eru f jór-
ir, þau Helga Valtýsdóttir,
Róbert Arnfinnsson, Anna
Herskind og Gísli Alfreðsson.
Leikrit þetta hefur vakið
mikla athygli víða um heim
sem hispurslaus og djörf per-
sónulýsing. Sýning Þjóðleik-
hússins hefur hlotið góða
dóma gagnrýnenda dagblað-
anna í höfuðstaðnum og mun
fyllilega óhætt að taka undir
margt af því, sem skrifað lief-
ur verið og skrafað um þessa
sýningu.
við svipuðu verði og í fyrra.
Lækkaði þá verðið mjög frá
árinu áður og fór niður í 1500
til 1600 krónur.
Líklega verður æðarvarp
undir meðallagi. Öm spillti
varpinu í Hvallátrum í vor í
annað skipti á fáum árum.
Tjónið varð þó minna en í
fyrra skiptið, en nokkrir fugl-
ar fundust dauðir og mörg
hreiður yfirgefin.
Óvenju mikið hefur verið
um ferðafólk í Eyjarnar í vor
og m.a. komið fjórir hópar.
Heimsótti okkur Kvennaskól-
inn á Staðarfelli, húsasmíða-
nemar úr Reykjavík, hópferð
frá Ólafsvík og nýlega voru á
ferðinni læknar úr Reykjavík.
Meginþuugi leiksins hvílir á
herðum þeirra Helgu og
Róberts og bæði skila þau
hlutverkum sinum af miklum
glæsibrag. Helga nær mjög
sterkum tökum á þeirri frem-
ur ógeðfelldu manngerð, sem
höfundur skapar og Róbert
Arnfinnsson sýnir mjög sann-
an og einlægan leik og skapar
hjá áhorfendum samúð með
persónunni, sem þó virðist
skorta viljastyrk og er gædd
ótrúlegri þolinmæði gagnvart
þeim býsnum, sem hin drykk-
fellda og skapmikla eiginkona
leggur lionum á herðar með
eitraðri hugsun og hátterni.
Anna Herskind og Gísli AI-
freðsson fara með minni hlut-
verk í leiknum og virðast frá
höfundar hendi heldur utan-
gátta framanaf, en bæði sækja
í sig veðrið og gera hlutverk-
um sínum ágæt skil. Baldvin
Ilalldórsson leikstjóri á skilið
mikið lof fyrir þessa sýningu
og heíur tekizt að ná fram
hrollvekjandi spennu í fram-
vindu Ieiksins.
Húsfyllir var á báðum sýn-
ingunum hér á ísafirði og voru
undirtektir áheyrenda frábær-
lega góðar. Fylgdust leikliús-
gestir með leiknum af mikilli
athygli og hylltu leikarana
hvað eftir annað og margsinn-
is í leikslok.
Leikferðir Þjóðleikhússins
eru ætíð mikill viðburður úti
á Iandsbyggðinni og þetta eru
miklir aufúsugestir. Hafi þeir
þökk fyrir komuna.
á framtíð byggðarinnar hér. Fyrir aðgerðir ríkisstjórnarinn-
ar á undanförnum árum má heita að fólksflóttinn frá Vest-
fjörðum sé að stöðvast og nú síðustu mánuðina er þróunin
í þessum efnum að verða jákvæðari. Æ færri sýna á sér
fararsnið og þess eru þó nokkur dæmi, að Vestfirðingar, sem
flutzt hafa suður, snúa heim aftur.
Þá þróun vilja stjómarflokkarnir efla með ráðum og dáð
og samgönguáætlunin er skýrasta dæmið um hug og vilja
þeirra í málefnum Vestfjarða og dreifbýlisins í heild.
Þjóðleikhúsið sýnir
á Vestf jörðum