Vesturland

Árgangur

Vesturland - 03.07.1965, Blaðsíða 7

Vesturland - 03.07.1965, Blaðsíða 7
7 l'ríllir nr Rtykliólasviit Nýlega ræddi Vesturland við Jóhann Jónsson oddvita í Mýrartungu og spurði hann tíðinda úr Reykhólasveit. Jó- hann sagði að sauðburður hefði gengið vel, en kalt hefur verið í veðri og þurfti lengi að gefa fé inni. Kuldar hafa verið og þurrkar miklir mestallan júní og yfirleitt er spretta lé- leg nema á stöku stað, þar sem blettir voru friðaðir og snemma borið á. Selveiði hefur gengið rétt sæmilega og æðarvarp mun hafa verið svipað og undan- farin ár. Eins og undanfarin ár hefur Lúðvík Magnússon frá Bæ leitað eftir mink og tófu. Hefur aðeins eitt tófu- greni unnizt og minnkur virð- ist með minna móti. Kúastofninn í Reykhóla- sveit er heldur að aukast og mjólkursala, en öll mjólkin er seld í Búðardal. Að vísu lögð- ust mjólkurflutningar niður frá því snemma í desember og til janúarloka og stundum eftir það þurfti að ryðja veg- inn í Gilsfirði. Þar eru vegar- kaflar, sem ólokið er og eru oft torfærir að vetrinum. Kafl- anum frá mæðiveikihliðinu í sunnanverðum firðinum er ó- lokið og verður þar strax erfið færð í fyrstu snjóum. Að norðanverðu eru langir kafl- ar, sem eru illa færir, þó mikið hafi verið unnið að endurbót- um á veginum í fyrra hjá Slitrum, við Garpsdal og Gróu- staði. Til þess að tryggja örugga mjólkurflutninga þarf að laga veginn að sunnanverðu og frá Slitrum og út fyrir Gilsfjarð- armúla og reyndar fleiri kafla. Iiefur vegavinnuflokkur að undanförnu verið að vinna að þessu. Jarðrækt byrjaði með seinna móti í Reykhólasveit í vor vegna klaka í jörðu, en nú eru þrjár ýtur og hjóladrátt- arvél með tætara að starfi hjá jarðræktarsambandinu og er ræktun talsvert mikil. Heimsókn Dýrfirðinsafélagsins Þingeyri, 2. júlí. Um síðustu helgi efndi Dýr- firðingafélagið í Reykjavík til hópferðar til Þingeyrar og voru um 110 manns í förinni. Kom hópurinn hingað á föstu- dagskvöld og fór að morgni mánudags. Gestirnir fóru víða um byggðina, enda var veður mjög gott og vel til ferðalaga fallið. Meðal annars var farið að Núpi og á Ingjaldssand og víðar. Hreppsnefnd Þingeyrar- hrepps bauð gestunum öllum til borðhalds í samkomuhúsinu á laugardagskvöldið og bauð Árni Stefánsson oddviti gest- ina velkomna og stýrði hófinu. Þar talaði einnig formaður Dýrfirðingafélagsins í Reykja- vík, Svavar Helgason, sem þakkaði móttökur. Að borð- haldi loknu var stiginn dans fram eftir nóttu. JÓ laiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiu T I L B O Ð óskast í húseignina Stekkj- argötu 33 í Hnífsdal. Allar nánari upplýsingar veittar í síma 598. Tilboð óskast send fyrir 15. júlí til GUÐNA ÁSMUNDSSONAR Hníl'sdal. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiini Stofnað verkstjórafélag Þann 14. júní s.l. var hald- inn á ísafirði stofnfundur Verkstjórafélags ísafjarðar og nágrennis. Voru stofnendur þess 23 að tölu og nær félags- svæðið yfir norðanverða Vest- firði frá Dýrafirði. Tilgangur félagsins er að vinna að hags- munamálum félagsmanna og hefur félagið gerzt aðili að Verkstjórasambandi íslands og lífeyrissjóði þess. Stjórn félagsins skipa þessir menn: Páll Janus Þórðarson, Suðureyri, formaður, Viggó Norðquist, ísafirði, ritari, Jón Kristmannsson, Isafirði, gjald- keri. í varastjórn eiga sæti Guðmundur M. Jónsson, Isa- firði, Guðmundur Páll Einars- son, Bolungarvík og Halldór Pálsson, Hnífsdal. ísfirðingar sigra i skák Sl. laugardag fór fram bæja- keppni í skák á ísafirði og leiddu þar saman hesta sína Isfirðingar og Akumesingar. Var teflt á 14 borðum og fóru leikar þannig, að Isfirðingar sigruðu, hlutu 8 vinninga, en Akurnesingar fengu 6. Um kvöldið var svo hrað- skákkeppni milli bæjanna og var teflt á 13 borðum. Þar urðu úrslit þau, að Akumes- ingar unnu, fengu 88V2 vinn- ing, en Isfirðingar 80 V2 vinn- ing. Hæstur einstaklinga í hraðskákkeppninni var Matt- hías Kristinsson frá ísafirði með 12 vinninga. Gáfu kross á Mýrarkirkju Þingeyri, 2. júlí. Um síðustu helgi var Mýra- kirkju færður kross að gjöf til minningar um hjónin Sig- ríði Gunnjónu og Bjarna Sig- urðsson frá Lambadal og böm þeirra Sæmund og Ámýju. Gefendur krossins eru afkom- endur og venzlafólk þessara hjóna og komu um 30 þeirra í heimsókn til Dýrafjarðar og voru viðstaddir þegar kross- inn var vígður við guðsþjón- ustu í Mýrakirkju s.l. sunnu- dag. JÓ M E S S A verður í Isafjarðarkirkju n.k. sunnudag kl. 2 e.h. ISAFIRBI Pottar, 11/2—16 lítra. 16 lítra suðupottur, aðeins kr. 714,00. Philips-raímagnsþeytararnir komnir aftur Sjómannakonur! Eiginmennirnir eru farnir aftur á síldina. Styttið ykkur stundir og lærið að mála listaverk með „Testor“ olíumálverkakerfinu. Fjölbreytt úrval. Vanti yður tækifærisgjöf, þá lítið inn í NEISTA. Auglýsing frá bæjarstjórn ísafjarðar. Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar er hér með ítrekað, að reikningar á bæjarsjóð ísafjarðar og stofn- anir lians verða framvegis því aðeins teknar til greina, að þeir séu samþykktir af forráðamönnum bæjarstofn- ana. Ennfremur er þeim eindregnu tilmælum beint til þeirra fyrirtækja og einstaklinga, sem viðskipti eiga við bæjarsjóð lsafjarðar, að reikningum verði framvísað a.m.k. mánaðarlega. Isafirði, 1. júlí 1965. BÆJARSTJ ÓRI. Lansar stöðar hér við embættið: Staða fulltrúa III. flokks. Staða ritara (vélritun). Umsóknir sendist í skrifstofuna. Bæjarfógetinn á Isafirði, 30. júní 1965. Síýritnannaskólinn í Vestmannaeyjum Umsóknir um skólavist fyrir næsta vetur skulu sendar sem fyrst og fyrir 1. ágúst til skólastjóra. — (sími 1871 Vestmannaeyjum). ^ Fyrsti og annar bekkur hefjast 1. október. Undirbúningsnámskeið hefst 15. september fyrir þá, sem ætla að taka inntökupróf í 2. bekk. Þeim nemendum, sem þess óska, verður útvegað fæði og húsnæði. Skólinn er búinn öllum nýjustu siglingar- og fiski- leitartækjum eins og: DECCA-ratsjá LORAN-tækjum KODEN -1 j ósmiðunarstöð ATLAS-dýptarmæli SIMRAD-fiskrita SPERR Y-s j álf stýritæki. Auk þess eru í skólanum öll nýjustu viðtæki Lands- símans og miðunarstöðvar. 1 verklegri kennslu í sjómennsku er lögð mikil áherzla á bætingar veiðarfæra og þekkingu á síldarnótum. Hermann Eyjólfsson, skólastjóri.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.