Vesturland

Árgangur

Vesturland - 03.07.1965, Blaðsíða 8

Vesturland - 03.07.1965, Blaðsíða 8
Ur verstöðvunum mmm Qjsn® 2/eszrF)<RZ7t!RH sdúGFsaræs»smKNH Sfldarafli Vestfjarðabáfa 70 þásnnd mál Mál og tn. Patreksfirði, 2. júlí. Margir trillubátar eru gerð- ir út á handfæri héðan og lief- ur afli verið góður. 6—8 bátar eru á dragnótaveiðum og hafa fengið upp í 3 lestir í róðri og er það eingöngu koli. Gæft- ir hafa verið sæmilegar en ])ó komið nokkrar eyður síðustu dagana. JA Bíldudal, 2. júlí. Þrír bátar stunda dragnóta- veiðar héðan og hafa aflað sæmilega. Er helmingur aflans koli. Fimm handfærabátar róa héðan og hafa fengið dágóðan afla og komizt nálægt einni lest á færi á sólarhring. Vegaframkvæmdir eru hafn- ar á Hálfdán og og vinna þar tvær stórar jarðýtur. Einnig hefur verið unnið að því að bera ofan í veginn og laga verstu kaflana, og sýnist mönnum að vegaviðhaldið mætti vera snyrtilegra en raun ber vitni. HA Þingeyri, 2. júlí. Mjög góður afli hefur verið Allir Iandsmenn fagna sam- komulagi því, sem náðist I deilunni um síldarverðið. Hingað til Isafjarðar komu einir tíu síldarbátar, heima- bátar, og einnig frá Hnífsdal og frá Bolungarvík. Einnig komu bátar til Patreksf jarðar og Suðureyrar. Allir eru bátar þessir nú farnir og komnir á miðin fyrir austan. Fyrsti báturinn, sem komst af stað frá Isafirði, var Guðbjörg, en hinir fóru seint á fimmtudagskvöldið eða að- faranótt föstudags. Páll Pálsson frá Sandgerði, sem hefur verið leigður til síld- veiða af Bolvíkingum í stað Þorláks Ingimundarsonar, hef- ur verið í slipp hér að undan- förnu, en mun fara fljótlega á síld. Þá er búist við að Kán frá Hnífsdal fari á síld ef síldin gengur eitthvað nær landi en undanfarin ár. Vesturland ræddi í íyrra- kvöld við hinn kunna afla- mann Benedikt Agústsson, skipstjóra á Hafrúnu frá Bol- ungarvík. Kvaðst Benedikt vera þeirrar skoðunar, að þetta sumar yrði eitthvert mesta aflasumar, sem komið hefði og taldi hann miklar hjá handfærabátunum, sem róa héðan og hafa þeir fengið allt upp í 2 lestir á færi á sól- arhring. Gæftir hafa verið fremur stopular. Einn bátur er byrjaður á dragnót, en afli hefur verið frekar tregur. JÓ Suðureyri, 2. júlí. Héðan eru sex bátar byrj- aðir á linu, en afli hefur verið misjafn. Stundum hafa bát- amir fengið sæmilegan afla, nær eingöngu ýsu. Handfæra- bátarnir afla vel þegar gefur á sjó og hafa fengið frá 400 til 1000 kg. á færi. Vatnsskortur er hér slæmur og vilja margir kenna það þurrkunum, sem verið hafa í vor og sumar, en ekki er úti- lokað að einhver bilun hafi orðið á vatnsveitu staðarins og er það mál ekki fullrann- sakað. Gróður hefur mjög tekið við sér og spretta batnað, en þó er sláttur hvergi hafinn hér um slóðir. Bændur hafa lokið rúningi. líkur til þess að síldin yrði miklu meira út af Norðurlandi en undanfarin ár. Dagstjarnan (áður Þyrill), sem mun verða í síldarflutn- ingum fyrir síldarverksmiðj- una í Bolungarvík, er nú að flytja olíu til Bolungarvíkur, Súðavíkur og Hnífsdals, en fer síðan aftur til Reykjavíkur og tekur þar olíu til Austfjarða- hafna, en fer þaðan út á miðin til að hefja síldarflutningana. A miðnætti s.l. laugardag höfðu 22 bátar frá Vestfjörð- um fengið síld, samanlagt 70.012 mál og tunnur. Afla- hæsti Vestfjarðabáturinn er Helga Guðmundsdóttir frá Patreksfirði með 8.224 mál og tunnur, en fjórir Vestfjarða- Sl. mánudag kom upp eldur í samkomuhúsinu í Hnífsdal og urðu miklar skemmdir á húsinu af eldi, vatni og reyk. Sölumenn frá verzl. Skeif- unni höfðu fengið húsið til af- nota á mánudagsmorguninn og færðu þá inn varning sinn. Laust eftir kl. 4 fundu þeir torkennilega lykt og þegar að var gáð, kom í Ijós að kviknað hafði í í kverk milli lofts og veggjar. Brunadæla staðarins var kvödd á vettvang og fólk dreif að og tókst að ná út öll- um varningi sölumanna ó- skemmdum áður en vatni var dælt á eldinn. Brunadælan hóf slökkvistarfið mjög fljótt og margir unnu að slökkvistarf- inu því að margir síldarsjó- menn voru heima og veittu aðstoð. Tókst að slökkva eld- inn og brann lítið af húsinu því að eldurinn náði aldrei að magnast. Þrátt fyrir þetta urðu mikl- bátar að auki hafa fengið 5 þúsund mál eða meira og eru þeir Guðbjartur Kristján 5.934 Guðrún Jónsilóttir 5.501, Haf- rún 5.219 og Ólafur Friðberts- son 5.124 mál og tunnur. Hér fer á eftir skrá yfir afla vestfirzku bátanna: ar skemmdir á húsinu af eldi- vatni og reyk, og er t.d. öll raflögn hússins ónýt, gólf efri hæðar að nokkru leyti og með hliðsjón af því að þetta er mjög gamalt hús og úr sér gengið, þykir einsýnt að ekki svari kostnaði að gera við það. Samkomuhúsið í Hnífsdal mun vera um hálfrar aldar og var byggt í þremur áföngum. Eigendur þess eru nú íþrótta- félagið Keynir og Kvenfélagið Hvöt. Mjög bagalegt er fyrir Hnífsdælinga að missa sitt eina samkomuhús, sem enn er talsvert notað og var t.d. s.l. sunnudag er kvikmyndasýning var þar. Félagsheimilið, sem nú er í smíðum í Hníísdal, á enn nokkuð langt I land vegna fjárskorts, þó að vísu sé ætl- unin að ljúka litlum áfanga þess síðla sumars. Shfðlieimar opna Nú um helgina mun Skíða- félag Isafjarðar hefja sumar- starfið í skála félagsins, Skíð- heimum, á Seljalandsdal. Þar geta þeir, sem hafa svefnpoka meðferðis, fengið gistingu og þar verður einnig hægt að fá morgunverð og allan daginn verður hægt að fá kaffi, öl og gosdrykki. Trúlega munu margir Is- firðingar leggja leið sína í Skíðheima á fögrum sumar- kvöldum að fá sér kaffisopa og njóta hinnar miklu náttúru- fegurðar og útsýnis frá skál- anum. Dofri 1836 Helga Guðmundsdóttir 8224 Jón Þórðarson 3920 Sæúlfur 1422 Framnes 1028 Ólafur Friðbertsson 5124 Sif 1342 Guðmundur Péturs 4072 Einar Hálfdáns 2613 Hafrún 5219 Hugrún 4400 Sólrún 3398 Dan 582 Guðbjartur Kristján 5934 Guðbjörg 2108 Guðrún Jónsdóttir 5501 Gunnhildur 1784 Hrönn 1992 Straumnes 1144 Guðrún Guðleifsdóttir 4939 Mímir 2060 Svanur 1370 í afla Dofra frá Patreks- firði eru meðtaldar 998 upp- mældar tunnur, sem báturinn fékk við Vestmannaeyjar. Þess ber að gæta, að í heid- arafla þessum er ekki talin með síld til söltunar, þar sem tölur um hana liggja ekki fyr- ir, og hefur vestfirzki báta- flotinn því raunar aflað meira en hér er sagt. Laxveiði Laxveiði er fyrir nokkru hafin í Langadalsá og hefur veiði verið frekar misjöfn og munu alls hafa veiðzt um 20 laxar það sem af er. 1 byrjun vikunnar fékk Jó- liann Líndal rafveitustjóri í Bolungarvík stóran og falleg- an lax, sem var 20 pund að þyngd og feitur vel. Skömmu áður liafði Magnús Kristinsson fengið 19 punda lax. Eru þetta ineð stærstu löxum, sem veiðst hafa í Langadalsá. Bryijan í iióri lenUd Lokið er nú að setja niður kerið við bryggjuna í Ögri, sem sagt var frá í síðasta blaði. Er nú verið að ganga frá kerinu og steypa ofan á það og jafnframt verður sett trégólf á milli gömlu bryggj- unnar og nýja kersins. Við þetta lengist bryggjan í ögri um 19—20 metra, en ekki 9 metra, eins og misritaðist í síðasta blaði. Vonandi koma síldarbátarnir oft jafn hlaðnir til hafnar og Einar Hálfdáns frá Bolungarvík er á þessari mynd. PJÞ Síldarflotinn kominn á miðin Eldur í samkomuhús inu í Hnífsdal

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.