Vesturland - 17.02.1966, Side 1
Fiskiþing var haldið í I
Reykjavík dagana 1. febr. til
12. febr. sl. Sóttu það 22
fulltrúar frá öllum landshlut-
um. Frá Vestfjörðum voru
þessir fulltrúar: Einar Guð-
finnsson, Bolungarvík, Guð-
mundur Guðmundsson, Isa-
firði, Ingimar Finnbjörnsson,
Hnífsdal og Óskar Kristjáns-
son, Súgandafirði.
I upphafi þingsins flutti
Davíð Óiafsson yfirgripsmikla
skýrslu um starf Fiskifélags
Islands og margvísleg hags-
munamál sjávarútvegsins,
sem félagið hefur unnið að.
Þingið tók mikinn fjölda
mála til meðferðar og var
þeim vísað til nefnda, sem
störfuðu að vanda á þinginu,
en þær lögðu síðan fram til-
lögur sínar og gerði þingið
síðan ályktanir í þeim málum.
1 stjóm Fiskifélags Islands
voru kjörnir þessir menn:
Einar Guðfinnsson útgerðar-
maður, Bolungarvík, Emil
Jónsson ráðherra, Hafnarfirði,
Ingvar Viihjálmsson útgerðar-
maður, Reykjavík og Margeir
r 1,111 \
Undirbúið
framboð
Fulltrúaráð Sjálfstæðis-
félaganna á Isafirði hélt
nýlega fund að Uppsölum,
þar sem bæjarmálin og
væntaniegar bæjarstjórnar-
kosningar voru til umræðu.
Framsögu liafði formaður
fulltrúaráðsins, Mattliías
Bjarnason alþingismaður.
Fundurinn var mjög fjöl-
sóttur og urðu þar miklar
umræður.
Fundurinn kaus finnn
manna nefnd til þess að
gera tillögur um skipan
framboðslista floltksins við
bæjarstjórnarkosningarnar,
sem fram eiga að fara 22.
maí n.k.
>•
Jónsson útgerðarmaður Kefla-
vík.
Davíð Ólafsson var endur-
kjörinn fiskimálastjóri með at
kvæðum allra þingfulltrúa og
varafiskimálastjóri var kjör-
inn Már Elísson.
Hér verða birtar nokkrar
ályktanir Fiskiþings 1966, og
vonandi gefst tækifæri til að
birta fleiri síðar.
SIIdarflDtninpar
a. Fiskiþing ítrekar fyrri
samþykktir, vegna vaxandi
síldveiða fyrir Austurlandi,
verði þar örugg og góð af-
skipuniaraðstaða fyrir síld-
veiðiflotann. Verði það bezt
tryggt með endurbótum á
eldri verksmiðjum, ásamt
auknu þróarrými og nýbygg-
ingum, en með allar endur-
bætur og nýbyggingar verði
lögð áherzla á sem hagkvæm-
asta vinnslu er geti orðið
undirstaða að hækkuðu síldar-
verði.
b. Fiskiþing telur að reynslan
af síldarmóttöku hjá veiði-
skipum á miðunum muni
auka möguleika skipanna til
að ná meiri afla, sérstaklega
á þetta við á fjarlægum mið-
um. Síldarflutningaskipin
hafa aðstöðu til flutninga
þangað sem þörf krefur
hverju sinni og ætti starfið að
vera skipulagt samkvæmt því.
Reynsla af síldveiðum undan-
farna áratugi sýnir að síldin
er nokkuð á hreyfingu um-
hverfis landið og verður því
að telja síldarflutninga með
þar til hæfum skipum æski-
lega þróun. Telur Fiskiþingið
nauðsynlegt að gerðar verði
tilraunir með flutning á síld
með síldarflutningaskipum
sem miðist við nýtingu á full
kominni vöru til manneldis.
C. Fiskiþingið telur tímabært
að losa, að meira eða minna
leyti um bann við kaupum á
fersksíld og öðmm fiski, af
erlendum veiðiskipum, t.d.
með gagnkvæmum samning-
um.
Greinargerð.
Vegna göngu síldarinnar á
miðum umhverfis iandið hafa
oft skapazt miklir hagnýt-
ingar-örðugleikar, og þá sér-
staklega til að fá síld á
vinnslustaði, sem góð vara sé
til manneldis. Hér hafa síldar
flutningaskipin stóru hlut-
verki iað gegna, því telja ber,
að vinna eigi síldina sem
mest, að hægt er, til mann-
eldis, eða svo sem markaðs-
möguleikar ýtrast leyfa, og
allra hagkvæmra ráða verði
lað leita, til að ná sem lengst
í þeim efnum og er flutningur
síldarinnár, sem fullkomins
hráefnis til vinnslustöðva,
víðsvegar um landið, undir-
staða þess. Stór hluti af afla-
magni, með núverandi aðstæð
Tekur sæti
á Alþingi
Alþingi kom saman til funda
7. febrúar sl. að afloknu jóla-
leyfi þingmanna. Einar Guð-
finnsson útgerðarmaður í Bol-
ungarvík tók nú sæti á Al-
þingi sem varamaður Sigurðar
Bjarnasonar frá Vigur, sem
verður fjarverandi um skeið.
Einar hefur áður setið á
þingi.
um og afla hlýtur þó að fara
til mjölvinnslu, en hagkvæmar
fjárfestingar á því sviði ráða
ávallt nokkru um bræðslu-
síldarverð. Telja má eðlilegt
að síldarverksmiðjur ríkisins
legðu nokkuð í flutninga á
síld til verksmiðjanna á
Norðurlandi, þegar síld veiðist
ekki norðanlands og þá eins
til verksmiðja sinna austan-
lands, ef veiðisvæðið er fyrir
Norðurlandi. Alt miðast þetta
þó við það, að verksmiðjur
sem næstar eru veiðisvæð-
unum, hverju sinni, anni ekki
vinnslu.
Niðurrif á eldri verksiniðj-
um getur ekki talizt eðlilegt
í þeim tilgangi að flytja þær
eitthvað annað. I fyrsta lagi,
af því þær fullnægja ekki
þeim kröfum sem gerðar eru
til slíkra verksmiðja nú, og
í öðru lagi, að við niðurrif og
flutninga er ærinn kostnaður
og auk þess er margt sem
ekki er hægt að flytja og
síðast en ekki sízt er, að
enginn getur sagt um, nema
að á þeim þurfi að halda á
þeim stað, sem þær eru nú
á, fljótlega, eftir að þær
höfðu verið fluttar, og væri
þá illa farið.
Linuveiðar
Framsögumaður
Guðmundur Guðmundsson:
Fiskiþing bendir á þá stað-
reynd, að þáttur línuveiðanna
í atvinnumálum ýmissa staða
á landinu gegnir mjög þýð-
ingarmiklu hlutverki. Á Vest-
fjörðum og hluta af Norður-
landi hefir línuútgerð verið
aðaluppistaðan í atvinnulíf-
inu 4—6 mánuði á ári.
Leggist sú útgerð niður, svo
sem allt útlit er fyrir nú
þegar, er mikill vandi fyrir
dyrum með atvinnu á þessum
stöðum. Því skonar Fiskiþing
á stjórn félagsins að vinna
að eftirfarandi:
a) Að kanna allar nýjungar
sem miða að því að lækka
beitingakostnað línunnar.
b) Að láta gera tilraunir með
gerfibeitu.
c) Á meðan ekki er fundin
tæknileg lausn, sem
dregur úr útgerðarkostn-
aði línuveiða, þá greiði
ríkissjóður eigi minna en
75 aura á kg af línufiski í
stað 25 aura sem nú er
gert.
Hafnarmál
Framsögumaður
Einar Guðfinnsson:
Fiskiþing minnir á fyrri
samþykktir sínar í hafnar-
málum og skorar því á ríkis-
stjórn og Alþingi að leggja
meira fé til hafnarfram-
kvæmda en verið hefur.
Fiskiþing leggur því til að
Framhald á 3. síðu
Nýr bátur til
Patreksfjarðar
Nýtt 200 lesta stálskip
bætist við bátaflota Patreks-
fjarðar innan skamms. A
morgun (föstudag) hleypur
af stokkunum 200 lesta stál-
bátur , sem smíðaður er hjá
Stálvík lif. Fær skipið nafnið
Þrymur. Skipstjóri verður
Hörður Jónsson, sem síðast
var skipstjóri á Dofra og
stýrimaður verður Pétur
Sveinsson.
1 þessum nýja bát er notuð
véUn, sem var I v.b. Sigur-
fara, sein var eign sama fyrir
tækis og var einn af Svíþjóðar
bátunum. Kom þurrafúi í
bátinn og enginn fékkst á
hann, og dagaði liann uppi í
flæðarmálinu á Geirseyri.
Einnig verða notuð siglinga-
og fiskileitartæki úr Sigur-
fara.
Þrymur mun fara mjög
fljótlega á net. Má þá búazt
við að alls verði 7 bátar
gerðir út frá Patreksfirði.