Vesturland

Ukioqatigiit

Vesturland - 17.02.1966, Qupperneq 4

Vesturland - 17.02.1966, Qupperneq 4
Fréttir úr imiiiilviiiiiini - Flt'slir að hælta á línn nti fara á nt'l Suðureyri 16. febr. í síðustu viku voru ágætar gæftir og afli línubáta góður, eða 10—15 lestir í róðri. Var það góður og fallegur fiskur og var róið hér út af um 5 mílur út. Hélzt þessi góði afti fram á laugardag, en síðan hefur verið mjög rýr afli, eða 3—6 lestir í róðri og telja sjó- menn að áta hafi gengið yfir grynninguna. Ólafur Friðbertsson er á netum og hefur að undan- förnu lagt vestur í Víkurál. Hefur hann oftast getað dregið daglega og fengið 10 til 16 lestir í róðri. Fjölmargir netabátar eru nú á veiðum í Víkurál og kvarta sjómennimir mjög undan ágangi togara, einkum íslenzkra togara. Er sam- komulag ekki gott og telja togaraskipstjórarnir sig hafa fyllsta rétt til veiða á þessum slóðum; íslenzkir togarar hafi veitt þar frá því um aldamót, og eigi sögulegan rétt til veiða þarna, en þykja skeyta Iítið um netin og hafa neta- bátarnir orðið fyrir talsverðu tjóni af þeim sökum. Reynt hefur verið að fá gæzluskip á staðinn, en það hefur ekki tekizt enn. Hér hefur margsinnis verið reynt að sprengja klakabung- ur, sem myndazt hafa á veginum út á brimbrjótinn, en það hefur gengið erfiðlega, enda vatnsagi mikill á veg- inum. Hefur þetta valdið erfið leikum og frystihúsin hafa misst af einni afskipun vegna þess að vegurinn hefur ekki verið fær af völdum svella- bólstra. P JÞ Patreksfirði, 16. febr. Það, sem af er þessum mán uði, hafa gæftir verið góðar og afli fremur góður. Bátarn- ir eru allir byrjaðir á netum, en höfðu fengið góðan afla á línu, eða allt upp í 14 lestir, þegar þeir skiptu yfir á netin. Bátamir hafa yfirleitt getað dregið daglega, en þeir leggja innarlega í Víkurálnum. Hafa þeir fengið þetta 26—28 lest- ir í róðri. Gert er ráð fyrir því að tveir 30 lesta bátar byrji á netum héðan um eða upp úr næstu mánaðamótum. Þeir eru Svanur, sem Ingólfur Arn grímsson og Björn Björnsson skipstjóri keyptu hingað í liaust frá Seyðisfirði, og hinn er Sæbjörg II, sem Gunnar Wáge keypti upp úr áramót- unum. Bjöm verður skipstjóri á Svan og Gunnar á Sæ- björgu. Reyndar vantar enn menn á þessa báta og hefur verið leitað eftir því að fá Færey- inga á þá. I því sambandi má geta, þess, að hreppsnefnd Patrekshrepps hefur sam- þykkt að innheimta ekki út- svör af tekjum Færeyinga eða annarra útlendinga, sem ráðnir verða á báta frá Pat- reksfirði eða til framleiðslu- starfa á þessu ári. Þrátt fyrir þetta er allt í óvissu um það, hvort nokkrir menn fást á þessa báta þegar svona er orðið áliðið. Fiskver hf. hefur nýlega fengið mjög fullkomna flatn- ingsvél frá Baader-verksmiðj- unum þýzku og eykur hún mjög afköst við saltfiskverk- un fyrirtækisins. Hjá Fiskveri leggja upp Helga Guðmunds- dóttir og Jón Þórðarson. JA Þingeyri, 16. febr. Hér hefur verið ágætur afli á línu að undanförnu og kom izt upp í 16—17 lestir í róðri. Framnes liefur verið á netum og aflað vel, fengið 15—20 Iestir yfir nóttina. Þorgrímur er nú hættur á línu og kominn á net og lagði í fyrsta skipti í gær. Fjölnir er um það bil að skipta yfir á net. Mikil vinna er hér við verkun aflans. J A Flateyri, 16. febr. Bátar byrjuðu aftur róðra héðan 7. febr. eftir garðinn og var ágætur afli í viku og á þeim tíma jafn góður afli og í allan janúar. Fengu bátar- nir mest upp í 11 lestir, en Hinrik Guðmundsson fer Iíklega fljótlega á net. Hörgull er á fólki að vinna við verkun aflans ef eitthvað berst á land af ráði. Nokkrir útlendingar eru komnir hing- að til starfa og húsmæður vinna stund úr degi þegar þær koma því við. Þá eru unglingar úr unglingaskólan- um að vinna við að beita og vinna nokkuð á kvöldin. R AP Bíldudalur, 16. febr. Sæmilegur afli er nú hjá bátunum, sem héðan róa. Andri hefur að undanförnu fengið 7—9 lestir í róðri á línu, en er nú kominn á net og er í fyrsta róðrinum. Pétur Thorsteinsson er búinn að vera hálfan mánuð á net- | um og hefur fengið ágætan fiæflaleysi og týr afli Vestfjarflabáta í jan. Yfirlit Fiskifélags Islands Gæftaleysi setti svip sinn á alla sjósókn í janúarmánuði, og er afli því einstaklega rýr í mánuðinum. Góður gæfta- kafli kom þó í annari viku mánaðarins, og fengu þá margir bátar ágætan afla. Kom þá víða á land megin- hluti þess afla, sem á land barst í mánuðinum. Síðari hluti mánaðarins einkenndist aftur á móti af stöðugum ó- gæftum. Heildaraflinn lijá 36 línu- bátum og 3 netabátum, sem stunduðu nú róðra, varð 2.384 lestir, en var á sama tíma í fyrra 3.148 lestir. Aflahæstu bátarnir í fjórð- ungnum voru Einar Hálfdáns frá Bolungavík með 126,1 lest í 19 róðrum og Jón Þórðarson frá Patreksfirði með 126,0 lestir í 17 róðrum. afla. Tvívegis hefur hann fengið 34 lestir í róðri, var það sl. fimmtudag og sl. laugardag, og á mánudag fékk hann 20 lestir. Skip- stjóri á Pétri Thorsteinssyni er Pétur Jóhannsson. Hingað hefur verið keyptur 39 lesta bátur, Þórður Jónas- son og eru eigendurnir fjórir allir á bátnum. Skipstjóri er Guðmundur Pétursson. Er hann gerður út á línu og Fært yfir Mlfdán Bíldudad, '16. febr. Fjallvegurinn milli Hálf- dáns og Tálknafjarðiar hefur verið greiðfær að undanfömu. Var vegurinn ruddur viku af febrúar, en hafði þá verið ó- fær um hríð. Er mikið farið um veginn, en hins vegar eru engar áætlunarferðir milli Bíldudals og Tálknafjarðar og hafa Bílddælingar því ekki not af áætlunarfluginu til Patreksfjarðar, en af því hafði fengizt ágæt reynsla í haust. Hins vegar hefur verið mikið um það, að smáflug- vélar lendi hér á vellinum, stundum tvær á dag, og hefur verið mikil samgöngubót að því flugi. Sami bátur, sem þá hét Seley, var aflahæstur í fyrra með 147,3 lestir í 19 róðrum. AFLINN í einstökum verstöðvum: P ATREKSF JÖRÐUR: Jón Þórðarson .. 126,0 1 17 r Dofri .........102,3 - 14 - Sæborg......... 90,4 - 13 - TALKNAFJÖRÐUR: Guðmundur á Sveinseyri .... 62,3 - 10 - BILDUDALUR: Andri ....... 41,3 - 7 - ÞINGEYRI: Fjölnir ..... 84,0 - 11 - Þorgrímur .... 69,6 - 11 - hefur fengið 4—9 lestir í róðri. Síðar er ætlunin að gera bátinn út á dragnót. Hnífsdalur, 16. febr. Dágóður afli var í síðustu viku hjá línubátunum og komst Mímir mest upp í 11 lestir í róðri, en nú er afli miklu tregari. Guðrún Guð- léifsdóttir byrjar á netum um helgina. Framhald á 2. síðu. Loðna til Bolungarvíkur Bolungarvík, 16. febr. Tveir bátar komu hingað í nótt með loðnu, sem fer til hræðslu í síldarverksmiðju Einars Guðfinnssonar hf. Þeir eru Sólrún með 1700 tunnur og Sigurkarfi með 1200 tunnur. Margir bátar eru nú á loðnuveiðum út af Jökli og í Breiðafirði og standa vonir til að loðnan gangi vestur með landinu. Sjómenn telja að búast megi við þremur loðnu- göngum og er hin fyrsta kom in í Breiðafjörð, en önnur gangan er komin norður af Vestmannaeyjum og hefur fengizt góður afli þar. Framnes (net) . . 18,3 - 2 - FLATEYRI: Hinrik Guðmundsson Hilmir 75,0 - 67,1 - 12 - 10 - Ásgeir Torfason 62,2 - 13 - Þorsteinn 26,3 - 7 - Bnagi 18,4 - 6 - SUDUREYRI: Sif 117,7 - 13 - Friðbert Guðmundsson . Stefnir 104,0 - 68,1 - 14 - 14 - Ólafur Friðbertsson (net) .. 40,8 - 4- Barði 29,2 - 6 - Páll Jónsson .. 26,2 - 6 - BOLUNGAVIK: Einar Hálfdáns 126,1 - 19 - Heiðrún 58,9 - 14 - Bergrún (net) .. 48,9 - 16 - Guðrún 32,9 - 13 - Dagrún 16,4 - 5 - HNIFSD ALUR: Mímir 62,6 - 12 - Páll Pálsson .. 54,0 - 10 - Pólstjarnan ... . 38,5 - 10 - ÍSAF JÖRÐUR: Guðbj. Kristján 116,7 - 16 - Guðbjörg 91,8 - 15 - Hrönn 72,1 - 12 - Víkingur II . ... 71,4 - 13 - Guðný 69,8 - 11 - Gunnhildur .... 68,5 - 12 - Dan 57,3 - 11 - Stnaumnes .... 51,0 - 10 - SUÐAVIK: Svanur 58,0 - 13 - Trausti 31,0 - 9 - Freyja 23,0 - 6 - HEILDARAFLINN í HVERRI VERSTÖÐ í JANÚAR 1966 (1965 í svigum) Patreksf j. .. . 319 1 (374 1) Tálknafj. ... . 62 - (194 -) Bíldudalur .. .. 41 - (143 -) Þingeyri . . . . 172 - (320 -) Flateyri . .. 249 - (301 -) Suðureyri . . . 386 - (375 -) Bolungavík . . 289 - (407 -) Hnífsdalur . 155 - (152 -) Isaf jörður . . . 599 - (671 -) Súðavík .... . 112 - (166 -) Hólmavík . . 0 - ( 25 -) Drangsnes . . . . 0 - ( 20 -) 2.384 1 (3.148 1)

x

Vesturland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.