Vesturland - 23.09.1966, Qupperneq 2
2
sum& aTes'JFrRzxxn sattoFSjævixmxim
mm^\
sunv aíesjFiRzxnn s3itoFSjœ»)SMxm
Útgefandi
Kjördæmisráð Sjálfstæðis-
1 flokksins í Vestfjarðakjör-
dæmi.
Ritst jóri:
Högni Torfason.
Ritstjórn og afgreiðsla:
Uppsölum. Sími 232.
Prentstofan Isrún hf.
Byoflðastefnan
hefur sigrað
Miklu framkvæmdasumri er
nú að ljúka hér á landi. Dag-
lega má lesa í blöðunum um
stórfelldar framkvæmdir á
ýmsum sviðum, sem ýmist er
verið ;að hefja, eins og t.d.
Búrfellsvirkjun, eða þá að
ljúka, eins og t.d. hinar merku
umbætur í samgöngumálum
Norðlendinga; Múlavegur og
Strákagöngin.
Hér á Vestfjörðum hafa
menn áþreifanlega orðið var-
ir við hinar stórmiklu fram-
kvæmdir í samgöngumálum
kjördæmisins, ekki aðeins á
þessu sumri, heldur á kjör-
tímabilinu öllu.
Ilvert stórvirkið af öðru
hefur verið unnið, og nægir
þar að minna á flugvöllinn
á Patreksfirði, tvo flugvelli
í Vestur-lsafjarðarsýslu, flug-
stöðvarbyggingu og fjarskipta
miðstöð á Isafirði, hafnargarð
á Þingeyri, Patreksfirði, Bíldu
dal og víðar, svo að ekki sé
minnzt á þær miklu fram-
kvæmdir, sem unnið hefur
verið að í vegamálunum, svo
sem í Trostansfirði, yfir Hálf
dán, í Breiðadalsheiði, norður
í Árnes, og svo mætti lengi
telja, þótt hér sé aðeins stikl-
að á því stærsta.
Ríkisstjórnin og þingmenn
stjórnarflokkanna hafa mark-
að eindregna framkvæmda-
stefnu í málum þjóðarinnar
og verklegar framkvæmdir
hafa aldrei verið meiri en ein-
mitt á þessu kjörtímabili.
Hér á Vestfjörðum hefur
þessi þróttmikla stefna vakið
verðskuldaða athygli og ekki
leikur á tveim tungum, að
Vestfirðingar kunna vel að
meta þær öru og stórstígu
framkvæmdir, sem unnið hef-
ur verið að nú á síðustu árum
undir forystu ríkisstjómar-
innar og þingmanna Vest-
fjarða, sem beitt hafa sér af
Sorpbrennsla
á ísafirði
1 sumar hefur verið gerð
athugun á því, hver kostnaður
yrði við að koma upp sorp-
brenns'ustöð fyrir Isafjörð.
Verkfræðiskrifstofa Sigurðar
Thoroddsen hefur athugað
þetta mál og Innkaupastofn-
un ríkisins leitaði upplýsinga
frá fimm erlendum framleið-
endum um verð á slíkum
brennslustöðvum. Bárust svör
frá þremur og er lægst verð-
ið hjá sænsku fyrirtæki, sem
býður brennsluofna fyrir 670
þús ísl. kr. að meðtöldum
tollum og flutningsgjöldum.
Þýzkt firma býður brennslu-
ofna fyrir 690 þús. og enskt
fyrirtæki hefur á boðstólum
brennsluofna fyrir rösklega
2 millj. kr.
Verkfræðingarnir telja
sænska ofninn helzt koma til
greina. 1 kostnaðaráætlun
þeirra er talið að sorpbrennslu
stöð myndi kosta rösklega 2
millj. kr. og árlegur reksturs-
kostnaður verða um 500 þús.
kr.
alefli fyrir því, að uppbygg-
ingin í dreifbýlinu haldist í
hendur við framfarir og við-
gang fjölbýlisins.
Byggðastefna núverandi
ríkisstjórnar hefur þegar sýnt
ágæti sitt og allur almenning-
ur gerir sér grein fyrir því, að
aldrei hefur framfarasókn
dreifbýlisins verið meiri en
einmitt nú síðustu árin, hvað
sem líður nöldri úrtöluseggja
stjórnarandstöðunnar.
Með lagasetningu á þessu
kjörtímabili hefur ríkisstjórn
in beitt sér fyrir því, að efla
hina ýmsu lánasjóði, sem
gegna því hlutverki að efla
atvinnulíf og afkomu þeirra,
sem í strjálbýlinu búa, og
hún leggur sig alla fram um
að hamla gegn þeirri öfug-
þróun, sem lýst hefur sér
til skamms tíma í stórfelld-
um fólksflótta í fjölbýlið.
Samgönguáætlun Vestfjarða
var upphafið að stórfelldari
framkvæmdum en nokkru
sinni hafa þekkzt hér vestra.
Nú er stefnt að því að aðrir
þættir hennar; — atvinnu-,
félags- og menningarmál,
komi hið fyrsta til fram-
kvæmda.
Þegar að því kemur, hefur
byggðastefna núverandi ríkis-
stjórnar unnið fullan sigur í
málum Vestfjarða, og að því
marki verður unnið af festu
í náinni framtíð.
ÍSRÚN stofnar myndamótagerð
I sumar má segja að bylt-
ing liafi orðið hér í prent-
smiðjunni þegar ISRÚN lif.
festi kaup á myndamótavél
af gerðinni Fairchild Scan-A-
Graver, sem er mjög fullkom-
in, bandarísk vél til að gera
rafmyndamót.
Þau 80 ár, sem liðin eru
frá því að prentlistin kom til
ísafjarðar og hafin var þar
bóka- og blaðaútgáfa, hefur
einatt orðið að sækja til
Reykjavíkur til að fá mynda-
mót, og hefur þetta. valdið
miklum erfiðleikum, einkum
í blaðaútgáfu, þegar samgöng
ur hafa verið stopular. Eru
þeir erfiðleikar nú úr sög-
unni.
f myndamótavél þessari er
hægt að gera hvers konar
myndamót fyrir blöð og
bækur og jaíníramt mynda-
mót af merkjum eða teikn-
uðum myndum fyrirtækja,
sem mjög færast nú í vöxt
í öllum auglýsingum.
Fyrsta verkefnið, sem unn-
ið var í þessari nýju vél voru
inyndamót öll í hinn smekk-
lega bækling, sem afinælis-
liátíðarnefndin gaf út í sumar
með dagskrá hátíðahaldanna.
Þótti hann mjög vel úr garði
gerður af hálfu prentsmiðj-
unnar.
Rafveifnfnnilur
á ísafirði
24. aðalfundur Sambands
islenzkra rafveitna var hald-
inn á Isafirði dagana 19. og
20. ágúst sl.
Auk venjulegra aðalfundar-
starfa voru flutt erindi um
rafvæðingarmál á fundinum.
Takob Gíslason raforkumála-
stjóri flutti erindi um raf-
veitumál Vestfjarða, Jóhann
ndriðason, verkfræðingur,
flutti erindi um frumáætlun
um rafveitu í Barðastranda-
og Rauðasandshrepp og Hauk-
ur Pálmason, verkfræðingur,
flutti erindi um samrekstur
dieselstöðva og vætuafls-
stöðva á Vestfjörðum. Þá
voru umræður á fundinum um
endurskoðun raforkulaga.
í stjórn sambandsins eru
nú Jakob Guðjohnsen, raf-
magnsstjóri, formaður,, Rvík,
Baldur Steingrímsson, diesel-
verkfræðingur, Rvík, Garðar
Sigurjónsson, rafveitustjóri,
Vestmannaeyjum, Gísli Jóns-
son, rafveitustjóri, Hafnar-
firði og Guðjón Guðmundsson,
rekstrarstjóri, Reykjavík.
Stefnan mörknð
Framhald af 1. síðu
Fylgi
S j álf stæðisf lokksins
Við Sjálfstæðismenn á
Vestfjörðum höfum haldið
héraðsmót okkar og aðrar
samkomur í kjördæminu í
sumar með venjulegum liætti.
Þessar samkoinur hafa verið
frábærlega vel sóttar og undir
tektir fólksins góðar undir
mál ráðherra og þingmanna
flokksins. Vitanlega hefur
fólk úr öðrum flokkum einnig
sótt þessi mót. Það er okkur
fagnaðarefni að hafa náð eyr-
um þessa fólks, sem áreiðan-
lega gerir sér flest Ijóst, að
]»ær miku umbætur, sem nú
eru unnar á Vestfjörðum
gerast undir okkar forystu og
fyrir okkar frumkvæði.
Stefnan hefur verið mörkuð.
Framkvæmdir halda áfram.
Meginmáli skiptir að sem
flestir Vestfirðingar skipi sér
nú undir merki liinnar já-
kvæðu uppbyggingar og fram-
farastefnu — byggðastefn-
unnar, sem eyðir einangrun,
tengir fólkið og byggðarlögin
saman og skapar þar með
bætt skilyrði til nýrra átaka
á sviði atvinnu, félags- og
menningarmála.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
NIOURSUQUVERK
SMIOJA DN.0LSEN
Hér á myndinni má sjá næsta óvenjulegt fyrirbæri, en
það eru tveir bílar með sama númeri, 1—721. Það er
ekki alltaf, sem vinstri höndin veit það, sem sú hægri
gerir, og hefur sú raunin orðið á hér. Ole N. Olsen for-
stjóri hér í bæ keypti sér Bronco-bifreið í sumar og fékk
númer 1-721 á hana í Reykjavík. Baldur Sigurbaldurs-
son skipstjóri fékk Opel-bifreið og númer á hana hér
fyrir vestan, einnig 1—721. Voru báðir bílarnir tryggðir
og teknir í notkun og voru þessi númer á báðum nokk-
uð á annan mánuð, en loksins hefur rætzt úr þessum
vanda og bílarnir hafa fengið hvor sitt númer.
Mstur Sandfells hf. gckk vel á sl. ári
Aðalfundur Sandfells hf.,
umboðs- og heildverzlunar,
var haldinn á ísafirði 25. ág.
1966. Fundarstjóri var Einar
Guðfinnsson, Bolungarvík.
Formaður stjómar félagsins,
Bogi Þórðarson, framkvæmda
stjóri, Patreksfirði, flutti
skýrslu stjómarinnar og
skýrði frá rekstri félagsins
síðastliðið ár, sem var fyrsta
starfsár félagsins.
Flest útgerðarfyrirtæki á Vest
fjörðum eiga nú viðskipti við
félagið og sér Sandfell hf. nú
að miklu leyti um útvegun
veiðarfæra fyrir Vestfirðinga.
Einnig hefur Sandfell hf. nú
nokkur viðskipti í öðmm
landshlutum. Hefur félagið nú
komið sér upp erlendum við-
skiptasamböndum í flestum
tegundum veiðarfæra og
eykst starfsemin nú ört.
Formaður félagsins skýrði frá
því að hlutafé félagsins væri
nú 1.200.000,00 kr. Fram-
kvæmdastjóri félagsins, Bragi
Ragnarsson, las upp og skýrði
reikninga félagsins og voru
þeir samþykktir samhljóða.
Síðan urðu nokkrar umræður
um önnur mál og vom hlut-
hafar ánægðir með árangur
félagsins, þann stutta tíma
sem það hefur starfað og
töldu að hér heíði verið far-
ið inn á rétta braut.
Stjórn Sandfells hf. var
endurkjórin, en hana skipa:
Bogi Þórðarson, framkvæmda-
stjóri, Patreksfirði, form.,
Matthías Bjarnason, alþingis-
maður, Isafirði
Rögnvaldur Sigurðsson, kaup-
féiagsstjóri, Þingeyri.