Vesturland

Árgangur

Vesturland - 23.09.1966, Blaðsíða 4

Vesturland - 23.09.1966, Blaðsíða 4
Vatnið óhæft til neyzlu „Vatnið er óhæft til neyzlu“ Þannig hljóðar hinn alvarlegi dómur gerlarannsóknardeildar Fiskifélags lslands um það vatn, sem fsfirðingar verða að leggja sér til munns daginn út og daginn inn. Karl Proppé læknir, sem starfar hér í bæ um þessar mundir, tók í sumar sýnishorn af vatninu í vatnsbólinu hér og sendi til gerlarannsóknar- deildar Fiskifélags Islands. Þar rannsakaði Sigurður Pétursson gerlafræðingur þessi sýnishom og segir í annar. skýrslu hans orðrétt: „í vatninu er mikið af „fecal“, coligerlum og talsverður gróð- ur annar. Vatnið er óhæft til neyzlu“. Ef reynt er að færa þessa skýrslu vísindamannsins yfir á mælt mál, kemur í ljós, að orðið „fecal“ getur náð yfir grugg, botnfall eða jafnvel saur, svo skemmtileg, sem sú tilhugsun er nú. Svonefndir ,,coligerlar“ munu hafa sér það helzt til ágætis, að geta valdið magakveisu, og er blaðinu kunnugt um, af af- spurn, að veruleg brögð hafa verið að þeim' kvilla hér í bæ undanfarnar vikur. Skýrsla gerlarannsóknar- deildarinnar var rædd á fundi bæjarráðs 12. september sl. og var þar samþykkt að fela bæjarstjóra að athuga um málið. Mun hann hafa rætt við Sigurð Pétursson gerla- fræðing, sem væntanlegur er hingað til bæjarins innan skamms, og mun þá kanna þetta mál frekar. ísfirðingar hafa raunar vit- að lengi að neyzluvatn þeirra var langt frá því að vera gott og manna á milli hefur verið sagt, að það væri ekki hæft til neyzlu. Nú hefur það verið staðfest af viðurkenndri rann- sóknarstofnun, og er hér mik- ið alvörumál á ferðinni. Hætta á mengun neyzluvatns er víða fyrir hendi í vatnsbólum hér á landi þar sem víðast hvar er um yfirborðsvatn að ræða. Vandséð er hverjar úrbætur hægt að gera á þessu aðrar en að setja klór í vatnið, sem er mesta neyðarúrræði, en þess verður að vænta, að bæjaryfirvöldin taki þetta mál föstum tökum og vinni að lausn þess hið skjótasta. Borað verði eftir gasi i Neðstakaupstað Á fundi bæjarstjómar ísa- fjarðar sl. miðvikudagskvöld kvaddi Marzellíus Bemharðs- son bæjarfulltrúi sér hljóðs utan dagskrár og lagði á- herzlu á nauðsyn þess, að borað væri í Neðstaksupstað til þess að kanna gasupp- streymi, sem þar hefur orðið vart við. Marzellíus vakti athygli á því, að Vegagerð ríkissins hefði að undanförnu haft í notkun í Breiðadalsheiði jarð- bor í sambandi við athugun á berglögum vegna fyrirhug- aðra jarðgangna í Breiðadals heiði. Bor þessi gæti borað niður á 130 m. dýpi, og taldi Marzellíus æskilegt, að borinn yrði fenginn til þess að bora í Neðstakaupstað, þar sem mikið gasuppstreymi hefur verið nú síðustu árin.. Mætti með þeim borunum ganga úr skugga um, hvort hér væri um verðmætt gas að ræða. Tekin hafa verið sýnis horn af þessu gasuppstreymi og rannsökuð, og er talið að hér sé um svokallað „methan- gas“ að ræða, en fullnægjandi rannsókn á því hefur ekki farið fram. Hlaut tillaga Marzellíusar ágætar undirtekt ir. Agæt síldveiði Vestfjarðabáta Hafa fenglð 41.389 lestir Samkvæmt skýrslu Fiski- félags íslands um síldveiðam- ar fyrir norðan og austan, nam heildarafli Vestfjarða- báta á miðnætti laugardaginn 10. sept. sl. 41.389 lestum, eða tæplega 414 þúsund tunn- um. 21 bátur frá Vestfjörðum hefur fengið afla og er Haf- rún frá Bolungarvík aflahæst með 4.180 lestir. Næsthæst er Helga Guðmundsdóttir frá Patreksfirði með 3.974 1. Hér fer á eftir skrá um afla vest- firzku bátanna, talinn í lest- um: Dan ísafirði 590 Einar Hálfdáns, Bol. 475 Framnes, Þingeyri 2.023 Guðbjartur Kristj. Is. 3.385 Guðm. Péturs, Bol. 3.572 Guðbjörg ís. 2.499 Guðrún Guðleifsd., Hn. 2.745 Guðrún Jónsd., Is. 2.690 Hafrún, Bol. 4.180 Heiðrún II, Bol. 656 Helga Guðm., Pat. 3.974 Hugrún, Bol. 1.992 Jón Þórðars., Pat. 458 Mímir, Hnífsdal 661 Ólafur Friðberts., Súg. 2.945 Pétur Thorsteins., Bíld. 690 Sóley, Flateyri 2.131 Sólrún, Bol. 2.655 Svanur, Súðav. 489 Sæúlfur, Tálknaf. 1.499 Þrymur, Pat. 1.180 Samtals 21 skip með 41.389 ^estir. Safna myndum fyrir sjónvarpið Sjónvarpsdeild ríkisútvarps- ins fór þess á leit í sumar við bæjarstjómir og sveitarstjórn- ir víða um land, að þær út- veguðu Ijósmyndir úr kaup- stöðum og sveitum landsins, sem notaðar yrðu í sjónvarp- inu þegar um væri að ræða frásagnir af viðkomandi stöð- um í fréttum, en kvikmyndir væm ekki tiltækar. Bæjarstjóm ísafjarðar hefur nú auglýst eftir mynd- um, sem gætu komið sjónvarp inu að gagni og birtist sú aug- lýsing hér í blaðinu. —□— Vilja sameina kanpstaðinn og hiuta Eyrarhrepps Á fundi bæjarstjórnar Isa- fjarðar sl. miðvikudag var kjörin fimm manna nefnd til þess að hefja og hafa með höndum viðræður við hrepps- nefnd Eyrarhrepps um sameiningu ísaf jarðarkaupst. og þess hluta Eyrarhrepps, sem er í Skutulsfirði. 1 ncfndina hlutu kosningu Sverrir Guðmundsson, Guð, bjarni Þorvaldsson, Einar Gunnar Einarsson, Daníel Kristjánsson og Guðfinnur Magnússon. Þetta mál hefur nokkuð verið rætt í blöðum manna á meðal á undaförnum ámm og virðist af beggja hálfu, Isfirðinga og Eyrhreppinga, vera talsverður áhugi fyrir sameiningu sveitarfélaganna, hvort sem þar væri um að ræða að Eyrarhreppur allur eða hluti hans sameinaðist Isa firði, en ýmsir annmarkar em á þessu og má búast við að viðræður og undirbúningur málsins verði nokkuð tíma- frekur. Minna má á, að starf- andi er á vegum ríkisstjórnar innar nefnd til að undibúa nýskipan og sameiningu sveitarfélaga. Hafnargerð að ijúka Um þessar mundir er verið að steypa plötu á hafnargarð- ana á Þingeyri og er þar með komið að síðasta áfanganum við þessa. miklu hafnargerð, sem hófst vorið 1965. 1 sumar hefur verið unnið að því að ganga frá stálþili, steypa kant og koma fyrir vatns- og raf- lögnum, og hefur því verki miðað vel áfram. Er ætlunin að ljúka hafnargerðinni fyrir veturinn. Á Þingeyri hefur verið gerður hafnargarður fyrir inn an gömlu bryggjuna, sem er um 130 metra lankur og gerð mikil uppfylling, en síðan var rekið niður stálþil um 60 m. langt hornrétt á garðinn. Þessi hafnargerð á Þing- eyri er til mikilla hagsbóta fyrir útveginn frá staðnum og mikið stórvirki þar á staðnum. Er talið að með þess ari hafnargerð, sem er liður í samgönguáætlun Vestfjarða, sé vel séð fyrir þörfum út- vegsins frá Þingeyri næsta áratuginn eða meira. Ekkert er róið frá Þingeyri þessa dagana, enda er slátr- un hafin hjá Kaupfélagi Dýr- firðinga og er búizt við að slátrað verði 6—7000 fjár. —□— Viðræður um iækuamiðstoð Hafinn er nokkur undirbún- ingur að stofnun svokallaðrar læknamiðstöðvar á Isafirði þótt enn sé það mál mjög í deiglunni. I suinar fóru fram viðræður milli fulltrúa bæjar- stjórnar og sveitarstjórna Súðavíkurlæknishéraðs um stofnun læknamiðstöðvar fyrir ísaf jörð og nágrenni. Var á þeim fundi rætt um þann möguleika, að sameina Iæknishéruðin Isafjörð og Súðavíkurhérað í eitt læknis- hérað, eins og heimild er fyrir í lögum, og yrðu þá tveir héraðslæknar starfandi liér á Isafirði, sem gegna myndu læknislijónustu í kaupstaðnum og Súðavíkurhéraði. Hefur sú hugmynd síðan verið rædd hjá viðkomandi sveitarstjórnum og nú hefur verið ákveðið að efna til annars fundar með þessum að ilum innan skamms til þess að undibúa þetta mál frekar. o o o Kvikmyndaði bátiðaholdin Kjartan Ó. Bjarnason, kvik- myndari kom hingað til ísa- fjarðar í sumar og var við- staddur hátíðahöldin í tilefni af aldarafmæli kaupstaðarins. Kjartan kvikmyndaði ýms helztu atriði hátíðahaldana, og tjáði hann blaðinu nýlega, að sú mynd hefði heppnazt vel. Kjartan er nú búin að ganga frá myndinni og hefur nú að undanförnu sýnt hana vestur í fjörðum ásamt eldri mynd- um frá Isafirði og nokkrum fleiri kvikmyndum og hefur aðsókn verið ágæt og undir- tek+ir mjög góðar. Kjartan sýnir i kvöld í Hnífsdal og á sunnudag í Bol- ungarvík, en á ísafirði verða sýningar fyrstu dagana í okt- óber.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.