Vesturland

Ukioqatigiit

Vesturland - 19.05.1967, Qupperneq 2

Vesturland - 19.05.1967, Qupperneq 2
2 Aukning Miskipailotans... Þórður Jónsson, Látrum: Kynni mín af þorskinum og lifnaðarháttum hans Ég man eftir þorskinum jafn langt aftur í tímann og ég man eftir mér. Fyrstu kynni mín af þorskinum voru af „varaseiðunum“, sem full- orðna fólkið kallaði svo, það ungviði sem kom upp að fjörusteinunum á hverju vori, og barst þar með aðfalli og útfalli, eftir því sem á stóð, en var þó alltaf í svipaðri fjarlægð frá fjöruborðinu, ef brimlaust var, en ef brimaði, héldu þau sig í hæfilegri fjar- lægð, svo brim grandaði þeim mjög sjaldan. Þau hlutu að hafa eitthvað vit, eða sterka eðlishvöt, eitthvað var það sem forðaði þeim frá þessari geigvænlegu hættu, briminu. Það mátti með sanni segja, að þessir smáfiskar væru mjög eftirsótt leikföng okkar strákanna, rassskelling við og við, fyrir blaut föt og svaðil- farir í fjörunni, hafði lítið að segja nema þann daginn. Við strákarnir stóðum úti í sjónum, og veiddum þessi smáseiði á smáfæri með títu- prjón haglega beygðan að öngli, og við veiddum þá upp í smábáta, sem við höfðum gert sjálfir, flestir eintrján- ingar um hálft til eitt fet að lengd, og við höguðum okkur við veiðamar sem næst þvi sem við heyrðum og sáum að þeir fullorðnu gerðu. Enn vorum við minni en svo, að hægt væri að taka okkur með í alvöru róður, eins og við kölluðum það. En við gerðum margar og marg- víslegar tilraunir með þessi seiði, sem ætluðu að vaxa upp og verða alvöru þorskar eins og við ætluðum að vaxa upp og verða alvöru menn, sem veiddu svo þessa þorska síð- ar. Við hugsuðum ekki út 1 það þá, að þessar örsmáu lífverur sem við lékum okkur með, var sá höfuðstóll sem átti að vaxa með okkur, og gefa okkur fæði, klæði og húsaskjól, eða raunar var undirstaðan að því, að við gætum vaxið upp á eðlilegan hátt, andlega og líkamlega. Við komumst að mörgu ein- kennilegu, að okkur fannst, í fari þessara ungþorska, eins og því, að þeir heyrðu mjög illa eða ekki, sáu sæmilega en voru mjög næmir fyrir allri hreyfingu sjávar, eða þrýstingi, og þefskynjun virt- ust þeir hafa í lagi. Mjög var áberandi hvað þessum ör- smáu lífverum leið vel þegar þær bárust með sjónum upp- yfir volgan fjörusandinn, sem sólin hafði hitað. Hæfilegur sjávarhiti, er vafalaust mikil- vægt atriði á fyrstu mánuð- um seiðanna. Eftir því sem þetta ung- viði stækkaði, þurfti það önn- Þórður Jónsson Látrum ur lífsskilyrði, fjarlægðist fjöruborðið, og fór út í þara- grunninn, og hélt þar til við ákjósanleg lífsskilyrði fram á haust, en þá yfirgáfu þessir smáþorskar æskustöðvamar og voru þá orðnir 12—15 sm. að lengd. Það kom fyrir, ef gekk hastarlega í ofsalegt brim, t. d. í október, að þá skolaði nokkru af þessum ungþorski á land, „brimrotaðist“ eins og við strákarnir kölluðum það, en það var afar sjaldan. En kom svo þessi sami ungþorskur aftur á þessar slóðir? Því slógum við strák- amir alveg föstu og merktum suma þeirra upp á það, án þess þó að við vissum nokkuð um það. Nú efast ég ekki um að svo hafi verið, og enginn sér- fræðingur gæti fengið mig ofan af því, nema með áþreif- anlegum rökum, eins og með Tómas forðum. Þegar við þessir strákar, sem alizt höfðum upp með fjöruseiðunum, og gjörþekkt- um allt háttalag þeirra, fór- um svo að veiða fisk sem fullorðnir menn, og fengumst við það í áratugi, þá var svo margt, sem kom kunuglega fyrir í háttum fullorðna fisks- ins, og minnti á háttu seið- anna í fjöruborðinu. Þegar við fórum að fiska sjálfir sem fullorðnir menn, var margt sem þurfti að læra ef árangur átti að nást af veiðunum. Það fyrsta var að kynnast sem bezt lifnaðar- háttum fiskanna, hvaða lífs- skilyrði þeim þætti bezt henta sér, og á hvaða tíma sólar- hringsins þeir væru helzt í fæðuleit og við hvaða skil- yrði þeim þætti bezt að fá fæðuna. Menn urðu að gjör- þekkja botninn á því svæði sem þeir ætluðu að fiska á, svo til hvern stein, hverja mishæð, hverja sandlænu, hvem leirpoll, hverja hlein, hvern þaragrunn, hvert hraun og strauminn eins og sína tíu fingur. Einnig þurfti að þekkja fæðutegundir þorsksins, og viðbrögð hans til þeirra. Ætis göngur flæddu hér yfir grunn- in í stórum göngum. Eins og sandsíli, smásíld og skeri, hann var óholl fæða þorskin- um, því hann át mikið af þessum smákvikindum, en varð svo hastarlega veikur, að hann lá í hálfan mánuð án þess að taka nokkra fæðu, og innyfli hans voru lengur að jafna sig eftir skeraát en nokkra aðra fæðu þótt um ofát væri að ræða. Þessar aðal ætisgöngur þorsksins voru á eftir enn smærri líf- verum, smáátunni, sem síld og síli þurftu sér til viður- væris. 1 ríki náttúrunnar er dá- samlega séð fyrir því að allar lífverur hafi lífsskilyrði, ef hin eyðandi hönd mannsins kemur ekki í veg fyrir það með vanhugsuðum aðgerðum. Þegar menn höfðu þetta allt á hreinu, þá brást varla árangur af veiðunum, ef fisk- ur var til. Sá fróðleikur sem menn fengu um þá fiska sem þeir veiddu í áratugi, á færið sitt, eða á línu, eða í önnur veið- arfæri, var mjög mikill, þótt nútíma vísindamenn vilji gera lítið úr honum borið saman við þá þekkingu, sem þeir eru að afla um sömu fiska, en á vísindalegan hátt, og dreg ég það ekki í efa, að það er nákvæmari og varanlegri þekking, eða ég vænti þess. Það sem mér fannst merki- legast við þann fróðleik, sem Framhald á 5. síðu. Framhaid af 1. síðu gert ráð fyrir að framlag rík- issjóðs geti orðið vísir að al- mennum verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðarins til þess að jafna verðsveiflur í framtíð- inni. Bein útgjöld ríkissjóðs vegna þessarar aðstoðar munu nema um 240 millj. kr., en undir þeim mun verða staðið án skattahækkana. Ríkissjóður hefur undan- farin þrjú ár lagt fram 126 millj. kr. til fram- leiðniaukningar og annara endurbóta í framleiðslu frystra afurða. Á árinu 1967 mun enn verða varið 50 millj. kr. úr ríkissjóði til framleiðniaukningar í fiskiðnaðinum. Vísindin í þágu útvegs og fiskiðnaðar. Þá hefur ríkisstjómin í samráði við útvegsmenn og sjómenn beitt sér fyrir bygg- ingu nýs sildarleitarskips, sem ber nafn Áma heitins Friðrikssonar. Er það vænt- anlegt til landsins á þessu ári og mun stórbæta aðstöð- una til síldarleitar. Síðar á þessu ári er svo áformað að bjóða út bygg- ingu nýs hafrannsóknaskips, sem notað verður til al- mennra hafrannsókna um- hverfis landið. Rannsóknir og vísindastörf í þágu útvegs og fiskiðnaðar hafa einnig verið stóraukin með nýrri löggjöf um haf- rannsóknarstofnun og og rannsóknarstofnun fiskiðnað- arins. Sjálfstæðisfélag Eyrarhrepps boðaði til almenns stjórnamála fundar í Hnífsdal sl. föstudag. Hófst fundurinn kl. 9 og stóð til kl. 1,30 um nóttina. Þórður Sigurðsson setti fundinn og stjómaði honum og tilnefndi sem fundarritara frú Margréti Halldórsdóttur. Framsöguræður fluttu þrír efstu menn framboðslista Sjálfstæðisflokksins, þeir Sig- urður Bjarnason, Matthías Bjamason og Ásberg Sig- urðsson. Ræddu þeir bæði hagsmunamál hreppsbúa og stjómmálaviðhorfið. Miklar umræður urðu að loknum framsöguræðum og tóku þessir til máls. Helgi Allt þetta sannar að Við- reisnarstjórnin hefur haft glöggan skilning á hagsmun- um útvegs og fiskiðnaðar og gert víðtækar ráðstafanir til eflingar þessum grundvallar- atvinnuvegum landsmanna. Aumur þáttur Framsóknar og kommúnista. Framsóknarmenn og komm- únistar þykjast nú vera mikl- ir vinir útvegsmanna og sjó- manna. En hvað gerðu þeir á valdatímabili sínu fyrir út- veg og fiskiðnað? Efldu þeir lánastofnanir? Nei, þeir létu það undir höfuð leggjast. Stuðlaði efnahagsstefna þeirra að stækkun fiskiskipa- f lotans ? Nei, á valdatímabili þeirra ríkti kyrrstaða. Hins vegar leiddi vinstri stjórnin óðaverðbólgu yfir þjóðina og stökk síðan fyrir borð á einu mesta aflaári, sem yfir íslenzkan útveg hef- ur komið. Framsóknarmenn og kommúnistar hafa líka reynt að torvelda allar ráðstafanir ríkisstjórnar- innar til þess að skapa og viðhalda jafnvægi í ís- len/.ku efnahagslífi. Þeir hafa haldið því fram að hraðfrystihúsin græddu „ofsalega“ Nú segja Fram- sóknarmenn að ríkisstjórn- in og stefna hennar sé að drepa fiskiðnaðinn! Svona er samræmið í orð- um og athöfnum þessara herra. Björnsson, Guðmundur Ing- ólfsson, Ingimar Finnbjöms- son, Jens Hjörleifsson og Þórður Sigurðsson. Að lok- um svöruðu frummælendur framkomnum fyrirspumum. Fundurinn var haldinn í hinu nýja og glæsilega félags- heimili Hnífsdælinga, en hluti þess hefur verið tekinn í notkun. Hafa félagasamtök í Eyrarhreppi staðið frábær- lega vel saman að byggingu félagsheimilisins, sem bætti úr brýnni þörf fyrir betra samkomuhúsnæði. Er það nú eitt helzta áhuga mál hreppsbúa að ljúka bygg- ingunni. —n— Ánægjulegur fundur Sjálf- stæðismanna í Hnifsdal

x

Vesturland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.