Vesturland

Volume

Vesturland - 27.05.1976, Page 5

Vesturland - 27.05.1976, Page 5
5 Þankar Framhald af bls. 1. írumvörp og til'lögur í þá átt koma fram á þessu þingi. Má þar sérstaklega nefna stjórnarfrumvörp um Rann- sóknarlögreglu ríkisins, sem því miður fékk ekki afgreiðslu líklega fremur fyrir mistök í meðferð málisins en viiljaleysi þingmanna, sem — að ég hygg — allir sem einn óskuðu eindregið eftir, að það næði fram að ganga. Annars má benda, af því að talsvert hefir Verið bjarg- viðrast út af þvi, að frum- varpið varð ekki að lögum nú, að í því er gert ráð fyrir, að lögin tækju ekki gildi fyrr en 1. jan. 1977. Ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu, að svo geti orðið, ef málið verður tekið fyrir aftur strax í haust í byrjun þings. OF STÓRT HLUTFALL TIL HRAÐBRAUTA Síðasta málið, sem afgreitt var á þessu þingi var vega- ásetlun, sem í þetta sinn nær aðeins til eins árs — 1976, með óbreyttum tölum frá því, er áætlað var í fyrra fyrir þetta ár. Það þýðir, að magn- minnkun framkvæmda miðað við s.l. ár nemur um 25% og mun óh j ákvæmi.lega koma hart niður á ýmsum nauð- synlegum framkvæmdum, sem vonazt hafði verið eftir í ár. Við dreifbýlisþingmenn sér- staklega gagnrýndum harð- lega hið óeðlilega háa hlut- fail, um það bil helming heildarfjármagns til nýrra þjóðvega, — sem fer tii hrað- brauta. (Borgarfjarðarbrúin þar innifalin). Ekki vegna þess, að góðir, varaniegir vegir séu ekki í sjálfu sér æskilegir — og það sem við auðvitað stefnum að, heldur vegna hins, að með þesisu móti er haldið í svelti þjóð- brautum og landsbrautum, þ.e. hinum eiginlegu byggða- vegum á milli og innan hinna ýmsu byggðarlaga úti á landi sem enn búa við hina frum- stæðustu gerð vega, er fara á kaf við fyrstu snjóa og valda einangrun viðkomandi byggða í lengri eða skemmri tíma að vetrariagi, eftir duttlungum veðurguðanna. EINFALT EN MIKILVÆGT MÁL. Við sem þekkjum til slíkra staðhátta, teljum þetta í senn ofur einfalt en um leið stórt og mikilvægt mál og við er- um orðnir því vanir, að á okkur sé deilt, ýmist í gamni eða fúlustu alvöru, af sam- þingmönnum okkar úr öilum flokkum, fyrir harða kröfu- pólitík fyrir kjördæmi okkar — í samgöngumálum sem öðrum málum. Hér liggur að baki, ekki iMvi'lji í garð dreifbýlisbúa, heldur í mörg- ■um tilfellum furðulegur ókunnugleiki og takmarkaður skilningur á aðstæðum og sjálfu eðli málanna. Við þurf- um að gæta aukins sparnaðar og aðhalds í fjármálum okk- ar, um það er ekki deilt. Fremur um það, hvernig og hvar við eigum helzt að spara, þannig, að því fjármagni; sem til ráðstöfunar kemur sé deilt í senn af ráðdeild og sanngirni til hinna ýmsu verkefna í þjóðfélaginu. MÖRG ÞARFAMÁL BÍÐA. Mörg þarfamál, sem fram komu á þinginu hlutu ekki afgreiðslu nú en verða Vcentanlega tekin upp á þing- inu í haust ef guð lofar'. Vil ég þar nefna tillögur og frumvörp, sem miða að um- bótum í áfengismálum, um- ferðarmálum og málefnum vangefinna. Allt aðkallandi nauðsynjamál sem hreinlega komust ekki að fyrir hinum timafreku ,,stórmálum”. En koma dagar og koma ráð. Ég hefi hér drepið á nokk- ur helztu mál þessa nýlokna þings og störf þess almennt. Vonandi gefst mér tækifæri til að ræða þau nokkru nánar á þing- og héraðsmálafundum heíma í kjördæminu nú á næstunni. Flugleiðir Aðalfundur Aðalfundur Flugleiða h.f. verður haldinn að Hótel Loftleiðum, í Reykjavík, Kristal- sal, fimmtudaginn 10. júní 1976 og hefst kl. 13:30. DAGSKRÁ 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 10. grein samþykkta f élagsins. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins samkvæmt 18. grein sam- þykktanna. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum á aðalskrifstofu Flugleiða h.f., Reykjavík frá og með 1. júní n.k. Reykjavík, 7. maí 1976 STJÖRNIN n Afleiðingar verkfalla Framhald af bls. 6. mesta höfðu þörfina fyrir hækkuð laun, bera minnst úr býtum. En hinir, sem hæst höfðu launin fyrir, fá mest í sinn hlut. Svo koma embættis- mennirnir á eftir og heimta sinn hlut bættan og þar verð- ur útkoman sú sama. Þeir sem hæst höfðu launin fá mest í sinn hlut, en hinir sem verst voru settir fá minnst. En dýrtíðarpúkinn hrósar sigri, fitnar og þrútnar allur og er aldrei sprækari. Svo koma afleiðingarnar. Verð- hækkanir dynja yfir ein af annari. Landbúnaðarvörur haðkka á samri stundu, öll opinber þjónusta versiunar- álagning. Sem sagt allt sem kaupgjaldið hefur áhrif á. En — þá er rekið upp rama kvein alveg eins og eklki hefði mátt eiga von á þessu. Þá er um kennt vonsku stjómvalda og árásarhneigð á hinar vinn- andi stéttir. En mér er spurn. Hve lengi ætla hinir 60 kjörnu fulltrúar þjóðarinnar á Allþingi íslend- inga að halda að sér höndum og horfa aðgerðarlausir á þann ljóta og tilgangslausa leik sem hér er hafður í frammi með fjöregg þjóðar- innar, efnalegt og fjárhags- legt sjáifstæði? Hvað eigum við lengi að búa við úrelta vinnulöggjöf, sem þannig er útbúin að örfáir menn geta stöðvað alla aðalbjargræðis- vegi landsins, þegar mest á ríður og jafnvel gjaldþrot vofir yfir. Við getum ekki endalaust tréyst því, að geta gengið í alþjóðagjaldeyris- sjóði til að hafa til næsta máls;. Hvar er nú samheldnin og þroski þjóðarinnar þegar næstum þvi óyfirstígan- legir örðugleikar steðja að? Því miður er hún ekki til staðar. Þegar nokkrar kex- tegundir eru teknar af frí- lista, rís Verslunarráð ís- lands upp á afturlappirnar og mótmælir í nafni frelsisins þessari óhæfu, sem gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar, — „þetta muni svo sem engu 3—4 hundruðum milijónum, hvað er það í svo gjöfulli siláturtíð sem nú er” — Fólk- ið vilji fá þetta og kaupi þetta og kaupmennirnir bara hagnist bara pínulítið í leið- inni”. Því þá að vera með þennan nánasiarhátt. Skiptir það nokkru máli þótt við eig- um ekki fyrir þessu blessaða kexi, en verðum að fá að láni og láta svo þá sem á eftir koma og alls ekki smökkuðu á kexinu borga brúsann. Svona er þetta á mörgum sviðum. Enginn vill missa svo mikið sem einn spón úr sínum aski. Allls konar dóti þörfu og óþörfu er hrúgað inn í landið, þótt enginn eyrir sé til að borga það með. Alla daga glymja auglýsingarnar í útvarpinu, til þess að koma út dótinu sem keypt er fyrir erliend lán, sem eru á góðri leið með að koma þjóðinni á kaldan klakann. Svona myndi enginn einstaklingur með heil- briigða skynsemi haga sér. Hér þarf breiting á að verða. Við verðum einfaldlega að minnka við okkur innflutning- inn. Skera miskunarlaust nið- ur innfliutning á öllu sem við getum án verið, bílum, skelli- nöðrum og alllskonar lítt nauðsynlegum tryllitækjum, sem við getum verið án. Allar búðir eru enn sneisafullar af alliskonar vörum, sem við get- um ýmist verið án, eða firam- leitt sjálfir í landinu. Það yrði heldur ekki mikill skaði skeður þó að þjóðin yrði að nýta betur ýmsa hluti en hún gerir nú. En þessi sitefna virð- iist ekki eiga upp á pallborðið hjá ráðamönnum þjóðarinnar, þeim sem fara með peninga- málin. Það er bara flutt inn í belg og biðu, þarft og óþarft Lifað á sníkjum um allar jarðir. Jafnvel leitað til ara- bískra olTuokrara. En ein- hverntímann kemur að skuldadögum og þá verður tekið fyrir kverkar okkar eins og í dæmisögunni um hinn skulduga þjón og skuld- in borgast. Hvað er þá til ráða? Það er þrástagast á því að ekki megi skerða kaupmátt launanna, en hvern- ig á þá að snúast við versn- andi viðskiptakjörum og minnkandi útflutningi. Auð- vitað eru ekki önnur ráð til en minnka neysluna og herða mittisólina. Við höfum undan- farið lifað í alsnægtum og ekkert þurft að spara við okk- ur. Jafnvel lifað í óhófssöm- um lifnaði. En við viljum halda því áfiram enn um sinn og bæta við nokkrum mill- jörðum á skuldabaggann, þá þarf varla að efa það að fyrir okkur fer eins og Nýfundna- lands búum, sem misstu sjálf- stæði sitt, fjárhagslegt og stjórnarfarslegt, fyrir þá sök að þeir kunnu ekki fótum sín- um forráð. Til hvers höfum við alla þessa fjármálasnill- inga? Bankastjóra á 13 mán- aða launum, hagsýslustjóra, þjóðhagsstofnun og allskonar sitofinanir? Jú, jú þetta er allt önnum kafið fólk. Ekki má byggja svo hænsnakofa að ekki verði að setja það á skýrslur í að minnsta kosti tví- eða þríriti. Bankastjór- arnir blessaðir hafa nóg að starfa að þeytast um allar jarðir ef einhversstaðar væri hægt að kría út lán fyrir salthnefa út í grautirin. Svo hefur hagsýslustjórinn ærið að stárfa við hagsýsluspárnar og ástand og horfur í efna- hagsmálum. Sem svo ekkert tillit er tekið til. Fyrir ofan allit sitja svo 60 virðulegir alþingismenn, sem þjóðin set- ur alit sitt traust á. En hvað hafast þeir að? Slá sín eigin met í hækkuðum fjárlögum frá ári til árs og önnur í hækkuðum lántökum erlendis. Vissulega væntir þjóðin þess, að alþingismenn vorir leggi sig fram við að finna leiðir út úr ógöngunum. Þeim er það engin afsökun að þingið eigi að vera spegilmynd af þjóðinni, þess vegna megi eiginlega ekki ætlast til neins af því. Alþingi íslendinga ber skýlda til að vera þjóðinni sverð og skjöldur á hættunnar stund og leita þeirra úrræða í vandamálum þjóðarinnar, sem tiltækilegust eru og viturlegust þegar' syrtir í ál- inn. Við hljótum að bera það traust til fulltrúa okkar að það megi verða. Sameinaðir stöndum vér sundraðir föllum vér. Vigur í apríl 1976 FASTEIGNIR TIL SÖLU: Þriggja herb. íbúð í ,fjór- býlishúsi við Hlíðarveg. 4ra herb. íbúð í Túngötu með 2 geymslum og rúm- góðu rislofti. Aðalstræti 11 efri og neðri hæð. Strandgata 3 Hnífsdal. 3ja herb. íbúð í góðu standi. Skólastígur 22, Bolungar- vík. Tveggja hæða raðhús, 6 herb. Bílskúr fylgir. Vitastígur 15, efri hæð, Bolungarvík, 4 herb. nýleg íbúð í fjórbýlishúsi, hag- stætt verð. Fjarðarstræti 20, verk- stæðishúsnæði á góðum stað. Tryggvi Guðmundsson LÖGFRÆÐINGUR Silfurtorgi 1, sími 3940 og 3702 ísafirði -----~----------------J /

x

Vesturland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.