Vesturland - 06.05.1978, Blaðsíða 8
Matthfas Bjarnason,
Tjaldnesi 5, Garðabæ.
I Karvelssneplinum,
Vestra, er birt meðfylgjandi
mynd af Matthísi Bjarnasyni
með heimilisfang f Garða-
bæ og önnur af Karvel með
heimilisfangi í Bolungavík.
Þessi myndbirting með
heimilisföngunum á náttúr-
lega að sýna tryggð Karvels
við heimabyggð sína l^arvel
er vafalaust stætt á því, að
hann eigi heima í Bolunga-
vík en margur myndi nú
Óskhyggja
vonar-
peningsins
segja, aö hann ætti helzt
heima í loftinu-.
Sú óskhyggja hefur vafa-
laust læðst að Karvel, þegar
hann birti eða lét birta
myndirnar, að hann væri
laus við Matthías úr hérað-
inu. Það er ekki svo gott hjá
honum og hann á áreiðan-
lega eftir að finna það á
sjálfum sér, að Matthías
Bjarnason er ekki fluttur frá
Vestfjörðum. Hann á lög-
heimili í Hafnarstræti 14,
Karvel Pálmason,
Traðarstr. 12, Bolungarvfk.
isafirði og greiðir sínar
skatta og skyldur því bæjar-
félagi, og er meðmælandi á
lista Sjálfstæðismanna til
bæjarstjórnar.
Kannski hefur Karvel
haldið, að Matthfas væri
fluttur, af því að hann hefur
svo sjaldan hitt hann á ísa-
fjarðarflugvelli. Matthías
hefur þurft að vinna og
sinna erfiðu embætti og
kynna sér þau mál, sem
hann fjallar um. Honum
dugar ekki blaðrið. Sá
hirði sneiðina sem á.
mmm
SjSR3> 2/essrFWzxm S3úBFsarrB$»sxiunm
r
GUÐM. H. INGÓLFSSON:
Framsóknarmaður í
kosningaham
]
ABBir komu þeir afftur,
ísfirzku ljónin (Lions-
klúbbur ísafjarðar) sýndu
hug sinn og dirfzku á dög-
unum, svo ekki um verður
villzt, að þau bera nafnið
með rentu. Ljón eru land-
dýr, en það er sagt, að þau
séu allra dýra hræddust á
sjó og eigi það ti! að deyja
úr hræðslu.
Það fór nú ekki aldeilis
svo um ísfirzku ljónin. Þau
reru langt, fiskuðu mikið og
það sem allra furðaði mest á
- þau komu öll til baka -
enda þakkar skipstjórinn
þeím sérstaklega fyrir að
hafa ekki gert sér það að
detta út.
Ljónin héldu í róðurinn á
laugardagskvöldið 29. apríl
kl. 10 sigldu út
í 6 tíma á fullri ferð og
lögðu línuna í Drang-
álskantinum. Þau
lögðu 192 lóðir og ekki krók-
ar kræktir saman, enda
höfðn ljónin ekki beitt þá
línu. Hinsvegar skiluðu
þau jafnmörgum lóðum
beittum, og það fer engum
sögnum enn af því, hvernig
sú lína fór í sjóinn. Ljónin
lágu yfir í eina 3 tíma og svo
var farið að draga. Það gekk
ágætlega drátturinn, öll
kom línan að minnsta kosti,
og þeir rótfiskuðu.
Þeir komu svo að landi laust
eftir miðnættið 1. maí (kl.
00,30). Aflaverðmætið lagði
sig á 850-900 þús. krónur.
Þeim gekk að vísu illa að
sortera aflann uppí bátinn
eftir lögmáli Kristjáns klæð-
skera í Últíma, en þó var vel
,Atti að vera bæjarprýði’
Þannig fórust frú einni í bænum orð í
samtali við Vesturland. Þegar hún hringdi og
óskaði eftir að blaðið minntist á umhirðuna á
Austurvelli.
-Skrepptu út,‘ skipaði hún ,, og sjáðu,
hvernig umhorfs er á vellinum núna.“ Það var
nú ekki alveg sanngjarnt að leggja málið
svona fyrir, þetta var nefnilega morgunin 2.
maí og eftir hátíðahöld eru opnir garðar oft
illa leiknir, fullir af bréfarusli. En þar sem leið
blaðamannsins lá næstum daglega framhjá
garðinum vissi hann, að konan fór með rétt
mál; garðurinn er greinilega vanhirtur, illa
þrifin og girðingin víða brotin. Konan sagði:
-Það hefur verið lögð mikil vinna í þennan
garð og hann átti að verða okkur til augna-
yndis og bæjarprýði en nú er hann orðinn
okkur til raunar og bænum til skammar...
Reið kona tekur náttúrulega djúpt í árinni,
en ætli þessa sé fjarri lagi ?
Þarna er stefnumál fyrir Sturlunga. Þá eru
komin tvö:
1) Salerni við höfnina
2) Hreinsun Austurvallar
30% stórfiskur cn hitt milli-
fiskur.
Ljónin voru 6, allt þekktir
bæjarbúar. Skipstjóri var
Kristján Jónsson, hafnsögu-
maður og hann var nú ekki í
sínum fyrsta róðri, eins og
allir ísfirðingar geta sagt
sér. Flest voru ljónin reynd-
ar meira eða minna vanir
sjómenn, þótt stirðleikagætti
hjá þeim sumum. Skipshöfn'
var samvalin að dugnaði og
kjarki að hún segir sjálf, en
það reyndi aldrei á þessa
eiginleika - sem betur fer -
það blakti ekki hár á höfði
fyrr en það golaði eitthvað á
landleið. Þeir voru heldur
ekki á neinni smákænu. Bát-
urinn var Guðný eign Búð-
arness h.f., sem hafði lánað
Ljónunum bátinn endur-
gjaldslaust og einn skipverja
(vélamann).
Ágóðanum á að verja til
styrktar þroskaheftum börn-
Lítið svar til Jón Á. Jó-
hannssonar vegna dóma
| hans um grein mína í
Vesturlandi 21. apríl s.l.
Hinn gamalreyndi en sí-
ungi Framsóknarmaðurjón
Á Jóhannsson skrifaði mik-
inn ritdóm um grein mína
1 „Uppgjör-Kosningar" sem
i birtist í Vesturlandi 21.
apríl s.l.
í upphafi greinar sinnar,
I eftir að hafa lýst þeim
„Þvættingi og bulli“, sem
IJ.Á.J. segir grein mína
vera tekur hann sem dæmi
um „sjálfshól“ mitt að ég
Iskuli leyfa mér að fjalla
um bæjarmálin, heldur
1 ætti ég að fá einhvern ann-
I an til slíkra verka.
Hvað um bæjarstjórnar-
1 forustu framsóknarflokks-
I ins ? Var enginn frambjóð-
andi framsóknarflokksins
1 reiðubúinn að skrifa um
! bæjarmál ?
Af hverju leyfir ritstjóri
ísfirðings engum fram-
1 bjóðanda framsóknar-
i fiokksins tikbæjarstjórnaað
’skrifa gagnrýni á núver-
|andi meirihluta ?
Hafa frambjóðendur
' framsóknarflokksins ef til
|vill ekkert um bæjarmál að
,segja frekar nú en endra-
'nær ?
Mér finnst það leggjast
lítið fyrir frambjóðendur
Iþína Jón að niðast á þér
700 þúsund
til Styrktarf.
vangefinna
Þann 3. maí afhenti stjórn Lionklúbbs ísafjarðar Styrktarfé-
lagi vangefinna á Vestfjörðum kr. 700 þúsund, sem verja á til
væntanlegrar húsbyggingar félagsins. Séra Gunnar Björns-
son og Kristján J. Jónsson veittu gjöfinni viðtöku fyrir hönd
Styrktarfélags vangefinna.
Megi þetta verða hvatning öllum velunnurum þessa málefn-
is að leggja því lið.
Stjórn Líonsklúbbs Isafjarðar skipa
Óli M. Lúðvíksson
Guðm. Þórðarssom
Ásgeir S. Sigurðsson
um eins og vangcfin börn
eru nú nefnd á nýíslenzku
líkt og það sé eitthvað niðr-
andi fyrir blessað barnið að
vera vangefið af náttúrunn-
ar hendi. I hinu orðinu, sem
nú er notað getur aftur á
móti falizt niðrun fyrir að-
standendur, þeir hafi heft
þroska barnanna.
En hér er nú enginn stað-
ur til að ræða allar málleys-
öldnum manninum
þann hátt að láta þig skrifa
um bæjarmálin nú löngu
eftir að þú ert hættur af-
skiptum af þeirn málum,en
nenna ekki að skrifa sjálfir.
Hinsvegar veit ég að þú |
fylgist ágætlega með fram-
vindu bæjarmála og ert I
betur heima í þeim málum
en margir fiokksmanna
þinna, og er nú reyndar |
ekki mikið sagt með því.
En mér þykir vænna um
gagnrýni þína heldur en
annara framsóknarmanna
sem ekkert hafa lagt til 1
mála og virðast ekki hafa ,
haft manndóm til að koma
með gagnrýni á núverandi
meirihluta á kjörtímabil-
inu. Ég vil nú ekki tíunda
allt, sem vert væri úr grein
„gamla famsóknarmanns-
ins“ en bendi frambjóð-
endum Framsóknarflokks-
ins á að ræða bæjarmálin á
málefnalegum grundvelli.
Persónurógur um mig
eða aðra frambjoðendur,
svo sem fram kom í grein,
þessa gamla Framsóknar-
manns, J Á. J. gerir bæjar-
málum ekkert gagn.
Gagnrýni á störf mín og
annarra bæjarfulltrúa er
sjálfsögð og eðlileg, en
gömlu baráttuaðferðina í
bæjarpólitíkinni, persónu-
níð, skulum við leggja til
hliðar að fullu en ekki
vekja hana upp aftur.
ur sérfræðinganna, heldur
halda áfram að hæla ljón-
unum, sem komu aftur með
hlaðinn bát. Lionshreyfing-
in á íslandi er mjög öfiug og
hefur látið ótrúlega margt
gott af sér leiða á stuttum
ferli.
Það ber vissulega að
þakka þessum hugdjörfu
ljónum framtak sitt í þágu
góðs málefnis.
P.S. Það æxlaðist þannig til,
að ljónin voru flest. ef ekki
öll. af framboðslista Sjálf-
stæðisfiokksins við bæjar-
stjórnarkosningarnar. Þar
sem þau komu öll heil af
húfi (guð sé lof) -tapaðist
góð eftirmælagrein hjá
Vesturlandi um: „þessa
ungu og efnilegu menn, sem
hættu lífi sínu í þágu góðs
málefnis. Allir bæjarbúar
eru harmi slegnir yfir að
missa þá úr bæjarstjórn.
Minnumst félaganna með
að kjósa Sjálfstæðismenn,
þá sem eftir lifa..“