Vesturland

Árgangur

Vesturland - 06.05.1978, Blaðsíða 3

Vesturland - 06.05.1978, Blaðsíða 3
y&mmn__________________:_______3 UNDIR MERKI SJÁLFSTÆÐISMANNA bættri og aukinni aðstööu til móttöku ferðamanna. Sjálfstæðismenn vilja styðja byggingu nýs hótels á Isafirði, og þeir fagna því að bygging þess er hafin undir forustu áhuga- manna. Jafnframt mikilli umferð ferðamanna viljum við leggja áherslu á að bæta umhverfisvernd og minn- um á að umhverfisvernd er orðin stór þáttur í lífi ein- staklinga nú á tímum. Sjálfstæðismenn munu því beita sér fyrir því að unnið verði skipulega að bættum umgengnisháttum á opnum svæðum í bæn- um og bættu hreintæti. Nauðsynlegt er að bæjar- yfirvöld hafi forgöngu um hreinsun bæjarlandsins, en jafnframt er nauðsyn að hvetja bæjarbúa til sam- eiginlegra átaka í hreinsun bæjarins. Sjálfstæðismenn telja verndun gamalla sögu- legra minja mikilsverðan þátt í mótun þeirrar heildar sem að verði stefnt í þess- um efnum, og munu vinna að þvf að þeim verði vel viðhaldið og upprunalegt form þeirra varðveitt. Jafn- hliða verði reynt að nýta gömlu húsin í Neðsta- kaupstað á þann hátt sem lagt er til i tillögun húsfrið- unarnefndar, þannig að þau verði i framtíð bæði fagrar sögulegar minjar og gagnlegir og virtir staðir í bæjarfélaginu. Mennta og menningarmál: Góð skilyrði til almennrar menntunar er ein af for- sendum lífshamingju hvers einstaklings, þvf ber að efla skóla bæjarins og alla menningarstarfsemi. Umfram allt verður að tryggja öllum jafnan rétt og möguleika til náms. Auka þarf fjölbreytni í menntun- araðstöðu, svo að sem allra fæstir þurfi að leita hennar annað. Leita þarf leiða til úrbóta varðandi verkmenntunaraðstöðu, með eflingu kennslukrafta og bættrar aðstöðu í tækj- um og húsnæði. Styrkja ber af alefli þau lista- og menningarfélög, sem starfa í kaupstaðnum og haldið skal áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið, með því að búa þeim varanleg starfsskilyrði. Dagheimili og leikvellir: Sjálfstæðismenn telja að bygging og rekstur dag- vistunarheimila og gæslu- valla sé mjög þýðingarmik- ill þáttur í rekstri bæjarfé- lagsins, og munu þess vegna beita sér ákveðið í þvf að bæta þessa þjón- ustu svo sem kostur er. Undirbúningi að bygg- ingu nýs dagheimilis verði hraðað, og stefnt að því að byggingu þess verði lokið sem fyrst. Hönnun hússins er nú að mestu lokið og ætti að takast aö auglýsa útboð á fyrsta áfanga verksins á næstu vikum. Það er yfirlýst stefna Sjálf- stæðismanna, að fjölga beri gæslu og leikvöllum f bænum. Stefna ber að skipulegri uppbyggingu þessara mála þannig að með samræmdu skipulagi í leikvallarmálum þá verði þeim ætlaður staður innan skipulagðra svæða og heildaráætlun gerð um byggingu þeirra. Sjálfstæðismenn leggja áherslu á að laða til sam- starfs félagasamtök og einstaklinga er vilja leggja þessum málum lið, því al- mennur áhugi og samtök sem þannig myndast geta haft mjög jákvæð áhrif á hraða framkvæmda og í heild á framgang málsins. Æskulýðsmál: Lögð verði áhersla á að efla æskulýðsstarfssemi í bænum, og vænta Sjálf- stæðismenn þess að með ráðningu Æskulýðs og íþróttafulltrúa megi efla þau félagssamtök sem hafa Æskulýðsmál á stefnuskrá sinnl. Skipuiegri vinnubrögð í þessum málum eru væn- legust til árangurs. Sjálfstæðismenn munu beita sér fyrir því, að bæj- arfélagið veiti þessum málum raunhæfan stuðn- ing. íþróttamál: Sjálfstæðismenn leggja áherslu á að uppbygging fþróttamannvirkja í kaup- staðnum verði ekki lengur látin sitja á hakanum, og raunhæft sé að áætla að þar sem leyst séu mörg stórmál sem hafa tekið verulegan hluta tekna bæj- arsjóðs á liðnum árum, geti nú í raun hafist sú uppbygging sem á liðnum árum hefur verið látin vfkja fyrir öðrum almennum framkvæmdum. Iðkun íþrótta er orðin stór þáttur í velferðarþjóð- félagi, og því þarf að efla aðstöðu fyrir hinn almenna borgara jafnt sem keppnis- fólk. Á þessu ári hefur verið ákveðið að verja 20 millj- ónum króna til svæðisins á Torfnesi, og það er stefna Sjálfstæðismanna að nú verði haldið áfram þeirri uppbyggingu, þar til viðunandi aðstæða fæst. Stefnt verði að því að verk- áætlun vegna iþróttasvæð- isins á Torfnesi fyrir árið 1978 standist. Sjálfstæðis- menn fagna þeim umræð- um sem fram hafa farið milli bæjarfélagsins og rík- isins, um byggingu nýs íþróttahúss. Bætt aðstaða til íþrótta er öllum til heilla. Heilbrigðismál: Sjálfstæðismenn fagna því að framkvæmdahraði við byggingu nýs sjúkrahúss og heilsugæslustöðvar hefur staðist samkv. áætl- un. Sjálfstæðismenn vilja enn á ný ítreka að mikil nauð- syn er á<að áætlun um næstu verkáfanga verði teknir hið fyrsta og þá tekið tillit til þess alvarlega ástands, sem nú ríkir í heilbrigðis- málum Isafjarðarsvæðis- ins. Sjálfstæðismenn heita því að vinna að bættri heil- brigðisþjónustu eftir því sem tök eru á, og skora á stjórnvöld að veita það fjármagn sem þarf til þess að nýta megi nýju heilsu- gæslustöðina sem allra fyrst. Málefni aldraðra Sjálfstæðismenn fagna því að bygging dvalarheim- ilis aldraða er hafin og tryggt er fjármagn til á- framhaldandi fram- kvæmda. Sjálfstæðismenn leggja áherslu á að þjónusta við aldraða verði bætt, bæði meö aukinni heimilisað- stoð og með bættum að- búnaði á núverandi elli- heimili. Sjálfstæðismenn fagna þeim almennu og já- kvæðu undirtektum sem fram hafa komið síðan bygging dvalarheimilis aldraða hófst, og þakka mjög mikilvægan stuðning fjölmargra aðila við mál- efnið. Bygging íbúðarhúsnæðis: Sjálfstæðismenn leggja áherslu á mikilvægi fé- lagslegra ákvarðana um byggingu íbúðarhúsnæð- is, en telja þó að framtak einstaklinga beri að efla á þessum sviðum sem öðr- um. Sjálfstæðismenn munu beita sér fyrir því að bygg- ingaláfnasjóður Isafjarðar verði efldur, og á þann hátt hvatt til frekari bygginga- framkvæmda og bygginga- hraði aukin. Orkumál: Frambjóðendur Sjálf- stæðisf lokksins fagna þeim áföngum sem náðst hafa í orkumálum fjórð- ungsins á síðustu árum, Bæði á sviði rannsókna, rafvæðingar og skipulags orkumála. Það er álit frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins að heimastjórn Vestfirðinga í orkumálum sé mikilsverð- ur áfangi í lausn þess vanda sem við er að fást. Ábyrg samstjórn heima- manna og ríkisvaldsins er líklegust til leysa úr þeim miklu verkefnum sem framundan eru í orkumál- um fjórðungsins, og því fögnum við stofnun Orku- bús Vestfjarða. Eftirfarandi atriði teljum við þýðingar- mest til lausnar í orkumál- um Vestfjarða: A: Haldið verði áfram skipulegri leit að jarð- varma í námunda við þétt- býlisstaði á Vestfjörðum. Stefnt verði að ajúpborun á þeim svæðum sem jarð- fræðingar telja líkur á að árangurs megi vænta. B: Vesturlína verði lögð svo sem áætlanir Alþingis og ríkisstjórnar segja fyrir um. Orkubú Vestfjarða byggi upp raforkumarkað- inn með skipulegum hætti svo sem með byggingu fjarvarmaveitna þar sem full hagkvæmnni er að, en síðar geti slíkar stöðvar notað raforku tll hitunar ef jarðvarmi fæst ekki. D: Vegna landfræðilegra staðhátta og á vissum tím- um einangrunar ber að stefna aö því að á hverjum þéttbýlisstað á Vestfjörð- um verði til nægjanlegt varaafl er komi í veg fyrir vandræði er skapast þegar flutningur orku bregst hvort heldur er vegna bil- ana eða af öðrum ástæð- um. Frambjóðendur Sjálf- stæðisflokksins heita því að styðja alla víðleitni er fram kemur til að bæta úr orkumálum Vestfjarða, og hvetja alla sveitarstjórnar- menn til þess að standa trúan vörð um þann á- kvörðunarrétt sem nú er í þeirra höndum með Orku- búi Vestf jarða. Hafnarmál Sjálfstæðismenn telja að undirstaða frekari upp- byggingar Isafjarðar séu bætt hafnaraðstaða þannig að hún fylgi örtvaxandi skipastól bæjarbúa. Sjálfstæðismenn leggja því áherslu á að unnið verði að gerð áætlana um framtíðaruppbyggingu ísa- fjarðarhafnar og fram- kvæmdum skipað í áfanga er samrýmast best þörf skipastólsins og fjarhags- getu hafnarsjóðs. Æfingabúningar fyrir unglinga, margir litir verð frá kr. 8.300. Fótboltapeysur í litum ensku liðanna verð frá 3560. Fótboltaskór Stærðir nr. 33 tii 45 verð kr. 2.960 til 11.950. Bókaverslun Jónasar Tómassonar Sportvörudeild — Sími 3123 Aðstoðarmaður óskast í bakarí, einnig afgreiðslumaður. Gott kaup fyrir duglegt fólk Upplýsingar í Gamla bakaríinu

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.