Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1979, Blaðsíða 7

Vesturland - 24.12.1979, Blaðsíða 7
yar/uaiMíi bessari stuttu kosningabaráttu má vera að ekki hafi tekist að túlka á jákvæðan hátt stefnumál Sjálf- stæðisflokksins. Það má furðu gegna að land- búnaðarmálin virðast hafa gefið Framsóknarflokknum aukið fylgi. ^erður því ekki hjá því komist að winnast á fáein atriði þeirra mála. Aldrei hefur landbúnaðarráð- 'ierra á íslandi viðhaft jafnmikinn 'yrirgang og fundahöld meðal bænda og Steingrímur Hermanns- son og áreiðanlega hefir aldrei jafnmikill orðaflaumur ráðherra orðið til jafnlítils gagns. eins og í þrettán mánaða ráðherratíð hans. Fyrir kosningarnar 1978 lágu fyrir tillögur Stéttarsambands bænda um framleiðslutakmarkan- 'r landbúnaðarafurða. Tillögur þessar, sem miðuðu að því að lögfesta heimildir til þess að leggja á fóðurbætisskatt og stighækkandi framleiðslugjald á landbúnaðar- vörur áttu mikilli andstöðu að mæta hjá vestfirskum bændum. í kosningabaráttunni vorið 1978 börðust frambjóðendur framsókn- ar fyrir þessum hugmyndum. en frambjóðendur Sjálfstæðisflokks- >r>s voru á móti fóðurbætisskatti. Sjálfstæðismenn voru líka á móti hví að innheimta framleiðslugjöld af búvörum jafnt hér á Vestfjörð- um sem annarsstaðar. Eftir að vinstri stjórnin var mynduð lagði landbúnaðarráð- herrann Steingrímur fram frumv. um breytingu á Framleiðslu- ráðslögunum þar sem heimilað er að leggja á sérstakt gjald á innflutt kjarnfóður og mismunandi hátt framleiðslugjald á búvöru. Það átti sern sé að leggja fyrst í kostnað við að framleiða en taka svo gjald af bændum til að greiða með útflutn- ■ngi. Steingrímur Hermannsson land- búnaðarráðherra var svo í allan fyrravetur ásamt föruneyti á fund- Urn meðal bænda til að reyna að fá þá til að fallast á þessar óvin- sælu ráðstafanir. Einnig var hann að kynna hina alræmdu þingsá- fyktun sína um stefnumörkun í landbúnaði, sem Alþingi fékkst aldrei til að samþykkja. Það var ekki síst fyrir andóf vestfirskra fulltúa á Stéttarsam- bandsfundum og síðar fyrir and- stöðu sjálfstæðismanna að þessum óvinsælu og gagnlausu ráðstöfun- um var hafnað en markkvótakerfi. sem auglýst var nú í haust, tekið uPp. Hitt er svo annað mál að við fagabreytinguna i vor fengust ekki heimildir til að undanþiggja Vest- firði og Norð-Austurland þeim framleiðslutakmörkunum, sem um ræðir og gerir það framkvæmdina miklu viðameiri en þörf er á. En réttlæti vinstri stjórnarinnar er það að vestfirskir bændur eru látnir greiða fyrir útflutningi á landbún- aðarvörum sem þeir eiga engan Þátt í að framleiða. Rétt er að benda á tillögur sjálf- stæðisþingmanna. Pálmi Jónsson °g Eggert Haukdal í Neðri deild °g Þorvaldur Garðar Kristjánsson °g Jón Ásbergsson i Efri deild fluttu breytingartillögur við af- greiðslu áðurnefndra breytinga á framleiðsluráðslögunum. Meðal annara var eftirfarandi: ••Á árinu 1979 er heimilt að leggja fram nauðsynlegt fé úr ríkissjóði til þess að greiða fyrir sölu á óverðtryggði framleiðslu búvara á þessu verðlagsári og birgðum búsafurða sem til eru í landinu þegar þessi lög öðlst gildi." Þetta vildu framsóknarmenn ehki samþykkja vegna þess að það mátti ekki styggja kratana. Það var makalaus óskamfeilni að vilja ekki ganga til samkomulags við sjálf- stæðismenn um verðtrygginguna, en staglast svo síðan á útgöngunni frægu, sem átti ser stað á sama tima og fjórðungur þingmanna Framsóknarflokksins í Neðri deild var alls ekki viðstaddur. En það gerðist er heildarendurskoðun framleiðsluráðslaganna var loksins til afgreiðslu á síðustu dögum þingsins, en þá voru franisóknar- menn fyrst tilbúnir að fallast á verðtrygginguna. En þó var hún aðeins fólgin í þvi að heimila Framleiðsluráði að taka lán. að upphæð þrjá og hálfan milljarð. ýmsurn hagsmunamálum lands- byggðarinnar. Allir fslendingar eru stoltir af höfuðborg sinni og vilja veg henn- ar sem mestan. Fleslir borgarbúar eiga rætur til landsbyggðarinnar og vilja heimsækja blómlegar byggðir um land allt. Það verður að forðast það framvegis ekki síð- ur en hingað til að fsland verði Mynd frá Reykjavík. Það verður Sjálfstæðisflokknum aldrei til framdráttar, þegar einstakir liðsmenn hans standa gegn ýmsum hagsmunamálum landsbyggðarinnar. en engin ákvæði um lánskjör eða hver ætti að borga lánið. Forsætis- ráðherra lét svo slíta þinginu áður en þessi mál fengu afgreiðslu. þó honum hefði verið í lófa lagið að beita ser fyrir þingfundum til að leysa þessi mál landbúnaðarins. Það væri hægt að rekja fleira um landbúnaðarmál frá síðasta ári og fyrri stjórnartímum Framsókn- ar á þeim málaflokki og sýna fram á það að átrúnaður sumra bænda á Framsóknarflokkinn er í öfugu hlutfalli við afrek hans. En hér verður staðar numið að sinni. Á síðasta vetri fluttu þingmenn Sjálfstæðisflokksins úr öllum kjör- dæmum „Tillögu til þingsályktun- ar um stefnumörkun landbúnaðar- mála." Með flutningi þessarar þingályktunartillögu tel ég að hafi náðst víðtæk samstaða innan Sjálfstæðisflokksins i landbúnað- armálum. Tillagan var kynnt á meðal sjálfstæðsimanna m.a. á landbúnaðarráðstefnu. sem haldin var 10.-11. mars. Þessi stefnumörkun sjálfstæðis- manna verður ekki rædd frekar hér. En ég tel að það þurfi að endurflytja hana á næsta þingi, kynna miklu betur og tel það mis- tök að henni var ekki haldið betur á lofti í kosningabaráttunni. en raun var á. Margir töldu það ekki óeðlilega útkomu nú að Sjálfstæðisflokkur- inn endurheimti fylgi sitt frá al- þingiskosningunum 1974. Að sjálf- sögðu er ekki rétt að kenna öðrum flokkum eingöngu um miður góð- an árangur. Þegar litið er til flokksins sjálfs, þá tel ég það ekki gæfulegt fyrir fylgi hans að á höf- uðborgarsvæðinu eru sífellt há- værar raddir um að gengið sé á hlut Reykjavíkurkjördæmis og Reykjaneskjördæmis í mörgum málum. Slíkur málflutningur hefir komið frá sjálfstæðismönnum ekki síður en öðrum, jafnt sjálfskipuð- um málpipum og í trúnaðarstöð- um innan flokksins. Kjördæmismálinu hefir verið haldið hátt á lofti og farið fram á fjölgun þingmanna á Faxaflóa- svæðinu, jafnvel svo að það eigi helming þingmanna. Einnig má nefna atvinnu- og byggðamál. samgöngumál, orkumál og þar með talda jöfnun orkukostnaðar og fleira. Þó að ekki sé verið að túlka stefnu Sjálfstæðisflokksins í þessum málum (flokkurinn hefir t.d. enga afstöðu tekið í kjór- dæmamálinu enn) þá eru þessar raddir orðnar svo ábcrandi á höf- uðborgarsvæðinu að áreiðanlega er stór hópur kjósenda í vafa um að veita honum brautargengi, þeg- ar farið er að tala um hreinan meirihluta Sjálfstæðisflokksins á Alþingi. eins og heyrðist fyrir síð- ustu kosningar. Ég er viss um að það verður Sjálfstæðisflokknum aldrei til framdráttar og ekki einu sinni á höfuðborgarsvæðinu þcgar einstakir liðsmenn standa gegn borgríki. enda er það forsenda fyrir því að auðlindir þjóðarinnar verði nýttar. Það hefir verið hart í ári hjá landbúnaði og kostnaðarverð- bólga gerir erfitt um vik að selja landbúnaðarvörur úr landi. Það verður að taka upp nýja búskapar- hætti og byggja upp ný atvinnu- tækifæri í strjálbýlinu. Ef heil landbúnaðarhéruð fara í eyði er víst að nærliggjandi þéttbýlisstaðir standa ekki eins traustum grunni. svo ekki sé meira sagt. Sjávarútvegurinn er algjör for- senda fyrir lilveru og viðgangi landsbyggðarinnar og það þarf að efla iðnað. Rekstrargrundvöllur atvinnuveganna er að bresla vegna verðbólgunnar. Það gelur því skipt sköpum hvernig verður haldið á atvinnu- og byggðamálum. Vestfirðingar sem annað lands- byggðarfólk er sjálfsagt að ýmsu leiti á öndverðum meiði við ibúa á höfuðborgarsvæðinu. um úrlausn sumra mála. En óhætt er að fullyrða það að enginn málefna- legur ágreiningur er á meðal vest- firskra sjálfstæðismanna. Við munum halda áfram að vinna saman að velferð vestfirðinga og Vestfirkra byggða og trúum því að það verði þjóðinni allri til farsæld- ar. Það er athyglisvert og ánægju- legt hversu margt ungt fólk kom til liðs við Sjálfstæðisflokkinn og tók virkan þátt í kosningabaráttunni hér í Vestfjarðakjördæmi, ásamt traustum eldri liðsmönnum flokksins. Við sjálfstæðismenn erum því bjarsýnir að þessum kosningum loknum. Ég óska öllum vestfirðingum og öðrum lesendum blaðsins gleði- legrar jólahátíðar og farsældar á komandi ári. Engilbert Ingvarsson form. Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins f Vestf jarðakjördæmi.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.