Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1979, Blaðsíða 12

Vesturland - 24.12.1979, Blaðsíða 12
12 Þórður Jóhannsson - minning - Einn af þekktustu og mœtustu borgurum ísafjarðar, Þórður Jóhannsson úrsmiður, lést 13. desember siðast liðinn, tœplega 91 árs að aldri. Þórður hefur verið búsettur á ísafirði frá sextán ára aldri. Þangað fluttist hann til að hefja nám í úrsmiði og hefur hann unnið að þeirri iðn af eljusemi og vandvirkni. Þórður hefur œvinlega verið ötull félags- málamaður. Hann var sannur baráttumaður fynr málstað Góðtemplarahreyfingarinnar. Hann tók þátt i' leiklistarlifi á Isafirði og i starfsemi kóra. Hann var einn af stofnendum Oddfellowreglunnar á ísafirði. Þórður var dyggur sjálfstœðismaður og starfaði innan vébanda Sjálfstœðisflokksins af þeirri sam- viskusemi, sem einkenndi störf hans öll. Eftirlifandi eiginkona Þórðar Jóhannssonar er Kristin Magnúsdóttir. Þau hjónin eignuðust sex börn, þrjá syni og þrjár dcetur. Vesturland sendir ættingjum og aðstandend- um Þórðar heitins Jóhannssonar samúðarkveðj- ur. Hefnd íslendingsins Framhald bera dót sitt út i vagninn. og hjálpaði James Walker honum til þess. Kom þá Mike Sullivan og fylgifiskar hans út líka. Fannst Mike Sullivan að hann þyrfti að hafa meira gaman að ..Skrælingj- anurn", eins og hann kallaði Bárð. Fór hann nú þangað, sem uzarnir stóðu, og sagði að „þetta væru hundar Skrælingjans." Var mikið helgið af því. Svo fór Mike Sulli- van að sparka með fótunum í uxana. Þá sáu menn. að Bárður tók snöggt viðbragð. og áður en menn gátu áttað sig á því, hafði hann hent Mike Sullivan niður og hélt honum með vinstri hendinni svo fast. að hann gat varla hreyft legg eða lið. Með hægri hendinni sleit hann ofan um hann buxurnar og gaf honum svo ósvikna hýðingu með berri hendinni. Bar Mike Sullivan sig illa meðan á hýðing- unni stóð og bað menn að hjálpa sér. svo þessi maður dræpi sig ekki. Þegar Bárði fannst að hann hefði gefið Mike Sullivan þá ráðn- ingu. sem honum fannst hann ætti skilið. sleppti hann honum. og vatt sér í snatri til hinna mannanna og sagði: „Hver er næstur? Ég skal hýða ykkuröll sléttufíflin." Er menn heyrðu þetta. hörfuðu þeir aftur á bak, því engan lang- aði til að lenda í höndunum á Bárði. En svo var þó eins og hetjuandinn kæmi yfir þessa menn aftur, og hrópaði hver í kapp við annan, að þeir skyldu ráðast á þennan mann. allir í einu. og bara hengja hann. án dóms og laga. En það var eins og enginn vildi verða fyrstur til að ráðat á íslendinginn. En þá gekk James Walker fram fyrir þessa menn og hrópaði: „Verið þið hægir. drengir. Látið þennan mann í friði. Það væri lítið fremdarverk af heilum hóp af mönnum að ráðast á einn mann. Mike Sullivan er álitinn tveggja eða þriggja manna maki. Hann ætti að vera fær um að næta manni. sem er miklu smærri vexti en hann er sjálfur. Hann hefir verið að hæða þennan mann og svívirða með öllu hugsanlegu móti. Lét þessi maður sem hann heyrði það ekki eða sæi. eins lengi og þessu var beint að honum sjálf- um: þegar farið var að sparka í saklausar skepnurnar. sem maður- inn átti, þá tók litli maðurinn stóra manninn og gaf honum þá ráðn- ingu. sem honum fannst að stóri maðurinn ætti skiliö. Mike Sulli- van hefur nú fengið að kenna á lúkum íslendingsins og undraði mig ekki þótt honum yrði sár sitjandinn fyrst um sinn. Var þetta maklegt fyrir allt háðið. sem hann gerði að þessum friðsama manni. Þið ættuð allir með réttu að fá sömu ráðninguna. Snáfið þið nú heim til ykkar og blygðist ykkar fyrir framkomu ykkar í dag. En ef þið viljið ekki láta þennan mann í friði, mun ég og þeir, sem mér vilja fylgja. standa við hlið þessa manns og verja hann með oddi og egg“ Við þetta dofnaði hetjundin í þessum sléttubúum. Fóru þeir að tínast heim til sín einn eftir annan. uns enginn var eftir af þeim. Þegar Bárður sleppti Mike Sulli- van, fór hann að reyna að skríða á fætur. Staulaðist hann brátt af stað heim til sín og sýndist heldur stirð- ur til göngu. Ekki er þess getið. að hann hafi leikið ser að því aftur að gera gaman að íslendingum. ÚTGEFANDI: BLAÐNEFND: AFGREIÐSLA: RITSTJÓRI: Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarðakjördæmi. Guðmundur Þóröarson, Isafirði. EinarK. Guðfinnsson, Bolungarvík. Guðmundur Agnarsson, Bolungarvík. Stefán Skarphéðinsson, Patreksfirði. Friðbjörn Óskarsson, (safirði. Að Uppsölum, (safirði. Sími 3232. EinarK. Guðfinnsson. Óskum viöskiptavinum okkar og starfsfólki gleöilegrar jólahátíöar og farsældar á komandi ári, meö þökk fyrir liöiö. Rækjuverksmiðjan hf. Stekkjargötu 11 Hnífsdal, Eggver sf., alifuglabú v/ Leiti Hnífsdal, Verslunin Ljónið sf. Gleðileg jól, heillaríkt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Sparisjóður Súgfirðinga Suðureyri Bjóðum úrval af sófasettum og hinum vinsælu „happy - húsgögn“ Eins og tveggja manna svefnsófa, bókahillur og hillusamstæður fyrir hljómflutningstæki. Gleöileg jól! Húsgagnaverslun ísafjarðar. FYRIR SKRIFSTOFUR OG HEIMILI: Skrifborð og ritvélaborð fyrirliggjandi eða útveguð samkvæmt sérpöntun vðar. Verslunin VIRKINN óskar viöskiptavinum sínum og Vestfirðingum öllum, gleöilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum viöskiptin á árinu NYKOMIN ALLSKONAR GJAFAVARAí FJÖLBREYTTU ÚRVALI Svefnbekkir, fjórar gerðir, kommóður, innskotsborð, símabekkir, eldhúsborð og stólar ásamt hinum vinsælu skápasamstæðum, bæði íslenskum og norskum FRÁ KRISTJÁNI SIGGEIRSSYNI HF. Verslunin VIRKINN Bolungarvík PRENTSTOFAN fSRÚN HF„ fSAFIROI I Hólastíg 2 - 6 og Hafnargötu 83 Símar 7375 og 7377

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.