Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1979, Blaðsíða 17

Vesturland - 24.12.1979, Blaðsíða 17
tyrra 776 atkvæði. Bjarni -.skernmtikraftur" á Núpi. munstr- a^' sig líka á kratafleyið. en ein- Un8's sem matrós. í fyrra var hann J framboði fyrir Samtök frjáls- yidra og vinstri manna. Samtökin engu 85 atkvæði þá. Samtals höfðu þessir þrír heið- Ursmenn. Sighvatur. Karvel og “jarni 31,5 prósent atakvæða, í yrra. Til samanburðar má þess 8e(a að Sjálfstæðismenn fengu að- eins 29,8 prósent atkvæða þá. Fylgio a harðahlaupum Svo virðist sem fylgið hafi farið a harðahlaupum frá þeim kum- Panum. [ þessum kosningum engu þeir, undir merkjaflöggum kratakuggsins, einungis 22 prósent a'kvæða. Höfðu því tapað 9,5 pró- Sentum. — Og var svo nokkur a"nars að tala um sigur? — Til Sdnianburðar skal þess getið að hjálfstæðisflokkurinn fékk nú 32.2 Prósent atkvæða. Þessar ofureinföldu staðreyndir skyldu menn hafa í huga þegar þeir lesa drýldnar yfirlýsingar vestfirsku kratabroddannaHrakfar- ir þeirra voru miklar. þrátt fyrir endanlega „sameiningu Vest- firskra jafnaðarmanna" og þrátt fyrir góðar og frómar óskir Hanni- bals Valdimarssonr. pólitísks feröalangs úr Selárdal. JÓLASVEINAR EINN OG ÁTTA Það sem mestri undrun sætir í þessum kosningum er sigur Fram- sóknarflokksins um land allt. Menn eiga að vonum erfitt með að skýra þennan sigur, en tilgáta Matthíasar Bjarnasonar í Morgun- blaðinu 5. desember síðast liðinn finnst mér ágæt. Hann segir: „Það sem helst vekur furðu mína eins og flestra er þessi mikli sigur Framsóknarflokksins, stefnulaus og ráfandi flokkur í öllum meginmálum. Það er bara ein skýring til á því, það er komið svo nálægt jólum að fólk er að kjósa jólasveina en ekki alvöru stjórnmálamenn." Undanfarnar kosningar hafa Framsóknarmenn vanist á að út- skýra tap sitt. Það er því ekki að undra að þeim farist það heldur illa úr hendi að útskýra góðan árangur sinn. Þeir telja hann í meginatriðum hafa bvggst á eftir- farandi. í fyrsta lagi hafi þjóðin fagnað efnahagstefnu Framsókn- arflokksins. í öðru lagi hafi tals- menn flokksins borið svo höfuð og herðar yfir alla aðra í málatilbún- aði öllum og málflutningi að undr- un sæti. EFNAHAGSSTEFNA ÁN UMRÆÐU Varðandi efnahagsstefnu Fram- sóknrflokksins, þá er þess að gæta að hún var varla til umræðu í kosningabaráttunni. Frambjóð- endur flokksins fluttu smáinngang að stefnunni á fundum. en ekki var um að ræða neina alemnna umræðu um hana. Það má því segja að stefnan hafi verið af- greidd næsta umræðulítið i þessari kosningabaráttu. Þegar ég líl til baka þá tel ég að svo hafi verið miður. Nauðsynlegt hefði verið að ræða efnahagsstefnu Framsóknar- flokksins betur benda á hinar fjöl- mörgu veilur í hugsun hennar og knýja á um svör og hreinar og beinar úrslitanir í stað þess yfir- borðskennda snakks. sem yfirleitt einkenndi efnahagsmálaumræðu Framsóknarmanna. Steingrímur Hermannsson for- maður Framsóknarflokksins selti sig yfirlcitl aldrei úr færi með að minna á að hann væri málefnaleg- ur. Hann atyrti frambjóðendur fyrir skort á alvöru og fetaði krata- sporin frá því i siðustu kosningum og lék siðferðishetju. Eins og menn vita eru frambjóðendur stundum gamansamir á framboðs- fundum. Það fór í taugarnar á Steingrími og þeim fleirum Fram- sóknarmönnum. Það er lika rétt að þeir voru sjálfir sjaldnast spaug- samir. Mig grunar þó að það stafi fremur af húmorsleysi en nokkru öðru. Og allt tal þeirra Framsóknar- manna um að þeir hafi borið af hvað varðar málefnalegan flutning á fundum. er hjóm eitt og fals. Það er að vísu rétt að ræður þeirra sumra virtust hafa yfir sér mál- efnalegt yfirbragð. Þegar betur var skoðað. kom þó í Ijós að málefna- legir voru þeir ekki. Þvert á móti. Skal ég nú nefna tvö dæmi því til stuðnings: DÆMIÐ AF RÍKISFJÁRMÁLUNUM [ málflutningi Framsóknar- manna í kosningabaráttunni mátti ráða. að þeir telja að skattheimta sé komin í hámark hér á landi. Það er ennfremur skoðun þeirra að reka eigi ríkisbúskapinn hallalausan. Á sameiginlegum framboðsfundum stjórnmála- flokkanna á ísafirði vék einn fundarmanna að þessu í frjálsum umræðum. Hann benti ennfremur á að fjárlög fráfarinnar vinstri stjórnar stefndu í milljarða halla. og spurði því næst Steingrím hvað þeir Framsóknarmenn hyggðust skera niður. til að koma í veg fyrir hallabúskap eða frekari skatt- heimtu. Svar Steingrims var dæmigert fyrir það hvernig stjórnmálamenn bera kápuna stundum á báðum öxlum. Svar hans virtist á yfir- borðinu málefnalegt. Þegar betur var að gáð. var það þó argasti útúrsnúningur. DÆMIÐ AF RÍKISFJÁRMÁLUNUM í málflutningi Framsókn- armanna í kosningabaráttunni mátti ráða. að þeir telja að skatt- heimta sé komin í hámark hér á landi. Það er ennfremur skoðun þeirra að reka eigi ríkisbú- skapinn hallalausan. Á sameigin- leguni framboðsfundi á Isafirði vék einn fundarmanna að þessu í frjálsum umræðum. Hann benti ennfremur á að fjárlög fráfarinnar vinstri stjórnar stefndu í milljarða halla, og spurði því næst Steingrím hvað þeir Framsóknarmenn hyggðust skera niður, til að koma í veg fyrir hallabúskap eða frekari skattheimtu. Svar Steingríms var dæmigea fyrir hvernig stjórnmálamenn bera kápuna stundum á báðum öxlum. Svar hans virtist á yfirborðinu málefnalegt. Þegar betur var að gáð, var það þó argasti úrúrsnún- ingur. Steingrímur Hermannsson sagði og veifaði fjárlögum ríkisins reig- ingslega. að það væri rangt. Fjár- lög stefndu ekki í halla. Þvert á móti væri gert ráð fyrir tekjuaf- gangi á þeim. „HÁLFSANNLEIKUR OFTAST ER...“ Auðvitað er þetta rétt hjá for- manni Framsóknrflokksins, eins langt og þetta nær. En þetta svar nær bara svo ósköp stutt. Það er hálfsannleikur og „hálfsannleikur oftast er /óhrekjandi lygi". eins og einu sinni var kveðið. Við lýsingu Steingríms þarf að bæta eftirfarandi, svo við fáum raunsanna mynd: 1. Það er álit sérfræðinga ríkis- stjórnarinnar að þó í fjárlögum sé gert táð fyrir tekjuafgangi. þá slefni það í margra milljarða Ljónið vörumarkaöur AUGLÝSIR Á JÓLABORÐIÐ: Verö pr. kg. Svínalæri, ný.................................2.673 Svínalæri, reykt..............................4.216 Svínahryggir, nýir ...........................4.634 Hamborgarahryggir ............................6.279 Svínabógsteikur ..............................2.766 Svínakótelettur ..............................5.089 Svínahnakkar, reyktir ....................... 4.880 Svínahnakkar, nýir ...........................3.874 Nautalundir..................................7.911 Nautafilé ...................................7.911 Margar gerðir af nautasteikum, verð frá ......2.980 Hangilæri heil (söguð í bita) ................2.639 Hangilæri, úrbeinuð ..........................5.246 Hangiframpartar, niðursagaðir ................1.743 Hangikjöt, frampartar úrbeinaðir..............3.975 Svið, óhreinsuð................................ 960 Rjúpur .........................(verð pr. stk.) 2.500 Kjúklingar ...................................2.585 Kjörís er kjörinn eftirréttur j viö hverja hátíöarmáltíö. Við verðum með kynningu á KJÖRÍS-tertum og venjulegum KJÖRÍS f vörumarkaðinum á Skeiði fimmtudaginn 20. desember frá kl. 4—6. Komið og smakkið Ijúffengan KJÖRI'S um leið og þið veljið eftirréttinn fyrir jólamatinn. Munið aö leggja inn pöntunarseöilinn fyrir jólaöliö tímanlega. Munið að ef opið er annars staðar, er opið í LJÓNINU. LÍTIÐ VIÐ í LJÓNINU, ÞAÐ BORGAR SIG. króna halla. Því veldur aðvitað dýrtíðin. 2. Fjárlögin eiga enn eftir að hljóta þinglega meðferð og af- greiðslu. Hingað til hafa útgjöld fjárlaga gjarnan aukist í höndum Alþingis frá því sem upphaflega var gert ráð fyrir. Ætlaði ríkis- stjórnin að koma í veg fyrir það núna? Steingrímur upplýsti fund- armenn ekki um það. 3. Opinberir starfsmenn hafa krafist mikilla launahækkana. Launaliður vegur að sjálfsögðu þungt í fjárlagafrumvarpinu. Þess- ar launahækkanir eru ekki teknar með i reikningin í fjárlagafrum- varpinu. Fáist þær fram. þó.ekki sé nema að einhverju leyti. er hætt við að upphaflegur tekjuafgangur fjárlagafrumvarpsins verði lítill. Þá er tvennt til. Skera niður önnur útgjöld en launagreiðslur, fækka opinberum starfsmönnum, eða leggja á nýja skatta. en því síðast nefnda er Steingrímur andvígur. eins og fyrr segir. Þetta dæmi er talandi um það hvernig æfðir stjórnmálamenn sem hafa til þess vilja snúa úr úr. Það er vissulega ekki gert með því að segja kýmnisögur. eða að neita að svara. Slikt er of áberandi. Útufsnúningurinn er í formi hálf- sannleiks og yfirborðskenndrar umfjöllunar. HEILASPUNI UM ATVINNULEYSI Annað dæmi um málflutning af þessu tagi. Líka frá ísafjarðar- fundinum. Verið var að ræða um Leiftur- sókn gegn verðbólgu — efnahags- stefnu Sjálfstæðisflokksins. Þannig stóð á að ekki hafði verið flogið til Isafjarðar i nokkra daga. Blöð höfðu ekki borist og okkur hér vestra því-flestum allsendis ókunn- ugt um hvað Reykjavíkurblöðin höfðu skrifað. Enn var Steingrím- ur Hermannsson í ræðustól. Að vanda spann hann blekkingarvef þann að efnahagsstefna Sjálfst,- flokksins leiddi til atvinnuleysis. Máli sínu til stuðnings sagði hann að Jónas Haralz bankastjóri, sem er einn helsti höfundur efnahags- stefnu Sjálfstæðisflokksins, hefði skrifað grein í Morgunblaðið og sagt að atvinnuleysi myndi óhjá- kvæmilega fylgja í kjölfar á fram- kvæmd efnahagsstefnu Sjálfstæð- isflokksins. Þetta kvaðst Stein- grímur hafa sannspurt að sunnan. Á þessum fundi var að sönnu engin leið að leiðrétta málflutning Steingríms. Mogginn ókominn og innihald greinar Jónasar ókunnugt öllum hér. En sjá. Morgunblaðið barst að lokum til ísafjarðar og þá gat heldur betur að líta. Steingrímur hafði farið með ran; mál. Annað hvort hafði m logið. eða einhver logið I m og Steingrímur trúað. EG ATVINNA VIÐ ARÐBÆR ÓRF“ Jónas Haralz sagði orðrétt í grein sinni: ..Hvorki einstaklingar, verkalýðsfélög né stjórnmála- flokkar geta að því stefnt að lífs- kjör séu á hverjum tima sem best eða atvinna sem mest. Slíkt væri helber heimska og gengi þvert gegn hagsmunum fólks. Skynsam- legt er hins vegar að stefna að þvi að lifskjör geti farið batnandi hægt og sígandi um langan tíma og næg atvinna við arðbær störf standi til boða þeim sem á vinnumarkaðinn koma á næstu árum og áratugum. Það er þetta sem eðlileg fram- leiðniaukning og hagvöxtur leiðir af sér og sem ör verðbólga kemur i veg fyrir". Hér er einmitt komið að þunga- miðjunni i efnahags og atvinnu- málastefnu Sjálfstæðisflokksins, sem Framsóknarmenn, með á- byrgðar og málefnahjalið. lögðu ofurkapp á að afflytja á alla mögulega og ómögulega vegu. NIÐURSTAÐAN Þessar hugleiðingar minar eru tilkomnar af úrslitum kosning- Framhald á 18. slðu.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.