Vesturland - 19.08.1981, Blaðsíða 1

Vesturland - 19.08.1981, Blaðsíða 1
&jsn® a/kssmnzxsm 83úGFsaræ$»sMZonm 58. árgangur 2. tbl. 19. ágúst 1981 „Ríkisstjórnin hefur valdið vonbrigðum" — Þjóðmálaspjall við Matthías Bjarnason, alþingismann Ýmis tíðindi hafa orðið á stjórnmálasviðinu, frá því að Alþingi var slitið síðastliðið vor. Nú styttist óðum í aö þing verði kvatt saman að nýju. Ýmsir aðrir viðburðir eru líka á döfinni í ís- lenskum stjórnmálum. Fyrir Sjálfstæðismenn ber sennilega hæst landsfundur Sjálfstæðisflokksins sem haldinn verður um mánaðamótin október nóvember. Vesturland, ræddi fyrir skemmstu við Matthías Bjarnason, fyrsta þingmann Vestfjarða, um þjóð- málin, og fer það viðtal hér á eftir. Teiur þú að ríkisstjórnin hafi staðið sig betur en þú gerðir ráð fyrir þegar hún var mynduð, í upphafi árs 1980? „Ég gerði mér nú ekki háar hugmyndir um afrek hennar í upphafi, en þó taldi ég að hún myndi takast á í alvöru við verð- bólguna en ekki velta á undan sér vandanum, eins og hún hefur gert og safna saman erfiðleikum, sem brjóta á okkur einn góðan veður- dag. En nú verð ég að segja að ríkisstjórnin hefur brugðist þeim vonum sem ég þó batt við getu hennar. Ástæðan er augljós. Þar ráða öllu, ábyrgðarlausir komm- únistar. Framsókn hefur verið teymd í bandi og fallið frá sinni stefnu og látið lönd og leið þau loforð, sem hún gaf fyrir síðustu kosningar. Hvað er það sem þér finnst helst að við starf núverandi ríkisstjórnar? f fyrsta lagi það að hún tekur ekki á hlutunum. Það er sagt af stuðningsmönnum ríkisstjórnar- innar að verðbólgan sé minni en hún var áður og slíkt kemur vissu- lega heim og saman við opinberar skýrslur og reikninga. Ástæðan fyrir þessu er þó ekki aðgerðir núverandi rikisstjórnar. Þar er fyrst og fremst að þakka að doll- arinn sem er helsta gjaldeyris- mynt okkar íslendinga, hefur styrkts með tilkomu nýrrar ríkis- stjórnar í Bandaríkjunum. Það má því segja að Reagan-stjórnin hafi verið besti stuðningsmaður núverandi ríkisstjórnar. — Hvort sem henni er það ljúft eða leitt. Hins vegar er því ekki að leyna að allir hljótum við að vera ánægðir yfir því. Því vegna styrkingar bandaríkjadalsins fáum við fleiri krónur fyrir þær vörur sem við flytjum út og greitt er fyrir í þeirri mynt, en það er meirihluti okkar útflutnings. Við megum hins vegar ekki líta fram hjá því að ríkisstjórnin hefur sjálf ekkert gert tii þess að treysta Aldursforsetar ferðarinnar, Gísll HJaltason, 83 ára Bolvfkingur og Hinrik Guðmundsson, 84 ára isfirðingur. Ljósni. Einar K. Guðfinnsson. Ánægjuleg skemmtiferð um Snæf ellsnes Sjálfstæðismenn víðs veg- ar að af Vestfjörðum fóru í skemmtiferð um Snæfeils- nes, helgina 24.—26. júlí s.l. Tókst ferðin með miklum ágætum. Skemmtiferð sem þessi var einnig farin í fyrra og var þá ekið um Strandasýslu, eins og sagt var frá í Vesturlandi. Að þessu sinni var hins vegar ákveðið að fara út fyrir kjördæmið. Tvær rútur fluttu ferðalangana. önnur þeirra var af Snæfellsnes- inu, en hin frá Flateyri. Flateyrar- rútan ók frá Flateyri á föstudag, 26. júlí og fór vestari leiðina svo nefndu yfir heiðarnar. Auk Flat- eyringa flutti hún Barðstrendinga. Hin rútan fór frá fsafirði um Djúp. f Bjarkarlundi var áð sem snöggvast. Síðan var ekið af stað undir leiðsögn Þórarins Sveins- sonar ráðunauts á Hólum. Á sýslumörkum Dalasýslu og Barðastrandarsýslu, í botni Gils- fjarðar fór Þórarinn úr bílnum, en ferðahópurinn hélt áfram að Laugum í Sælingsdal, þar sem gist var um nóttina. Á laugardaginn var ekið um Snæfellsnes. í upphafi ferðarinn- ar voru leiðsögumenn, þeir J'ó- hann Pétursson í Stóru Tungu og Jóhann Sæmundsson, Asi í Búð- ardal. Síðar tóku við af þeim, Páll Pálsson á Borg í Miklholtshreppi og Þráinn Bjarnason í Hlíðarholti. Allir voru þeir afbragðs leiðsögu- menn og kunnu góð skil á því sem fyrir augu bar. Á laugardagskvöldið var slegið upp kvöldvöku, þar sem menn skemmtu hver sem betur gat við vísnakveðskap, sögur og söng. Að því búnu var haldið ball, þar sem Halldór Þórðarson á Breiðabóls- stað, lék á harmoniku ásamt fleir- um, lengi nætur. Daginn eftir ók Halldór ferða- löngunum um Strandir, Fells- strönd og Skarðsströnd, ásamt Jóhanni Péturssyni í Stóru Tungu. Það var einróma álit allra þeirra er tóku þátt í ferðinni að hún hefði tekist hið besta. Sér- stakar þakkir á Engilbert Ingvars- son, formaður Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörð- um, skildar. Hann hafði veg og vanda af undirbúningnum og stjórnaði ferðinni á sinn lipra og örugga hátt. sölu á öðrum útflutningsvörum til Evrópulandanna. Þar er þó orðið mjög erfitt og alvarlegt ástand. Þetta á við sjávarafurðir sem seld- ar eru á Evrópumarkaði og auð- vitað ekki síður aðrar iðnaðarvör- ur. Þessi fyrirtæki standa öll frammi fyrir rekstrarstöðvun. Þvi að segja má að þó að bandaríkja- dollar hafi hækkað í verði þá hafa sumar Evrópumyntir ekki lækkað gagnvart íslenskri krónu. Hér er því um ranga gengisskráningu að ræða, sem stjórnin grípur til, í því skyni að blekkja almenning til að trúa því að verulega sé dregið úr verðbólgu. Á sama tíma er ríkis- stjórnin að skapa mörgum at- vinnugreinum mikinn vanda. í því sambandi vil ég sérstaklega vekja athygli á rækjuframleiðsl- unni, sem snertir okkur Vestfirð- inga æði mikið. Á sama tíma og þessi þróun hefur orðið á Evrópumarkaði hefur verð á fiskafurðum okkar á mörkuðum í Bandaríkjunum heldur hækkað. Þessi verðhækk- un var nauðsynleg, vegna þeirrar miklu verðbólgu sem hér hefur geisað. Annað er það sem þessi ríkis- stjórn hefur gert. Velflest fyrir- tæki ríkisins, sem eru í B hluta fjárlaga, eru rekin með stórum halla og þar er verið að velta á undan sér síauknum vanda. Hið sama er uppi á teningnum í atvinnurekstrinum sjálfum. Þar er vaxandi hallarekstur sem er færður á milli ára. Þjóðhagsstofn- un framreiknar til dæmis stöðu sjávarútvegsins, en tekur ekki með í reikninginn, það tap sem velt er á milli ára. Að vísu eru vinnslugreinarnar mismunandi Matthías Bjarnason settar. Saltfiskur og skreiðarverk- un hafa gengið vel á undanförn- um árum, vegna hagstæðrar sölu á mörkuðum erlendis, en frysting- in hefur verið mjög bágborin. — Og þrátt fyrir styrkingu dollarans og verðhækkanir erlendis, þá full- yrði ég að þau fyrirtæki sem byggja afkomu sína að verulegu leyti á frystingu, standi illa að vígi. Nú styttist í það að farið verður að undirbúa kjarasamninga, sem Ijóst er að geta skipt sköpum f þróun efnahagsmála á næstu misserum. Hvað vilt þú segja um þau mál? Það er auðvitað ákaflega erfitt að tala um ákveðna stefnu í kjarasamningum. Það byggist mjög á hver er stefna stjórnvalda, hvað atvinnuvegirnir þola miklar launahækkanir og svo auðvitað hvað launþegarnir geta unað við. Framhald á bls. 2 Aðalfundur Kj ördæmisráðsins Aðalfundur Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Vest- fjarðakjördæmi verður hald- inn á Patreksfirði dagana 21. og 22. ágúst næst kom- andi. Fundurinn hefst að kvöldi 21. ágúst klukkan 21. Dag- inn eftir sem er laugardagur verður fundinum framhaldið og lýkur honum þann dag. Efni fundarins er venjuleg aðalfundarstörf. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Vest- fjarðakjördæmi, þeir Matt- hías Bjarnason og Þorvaldur Garðar Kristjánsson munu mæta á fundinn. Þess skal getið að Sjálfstæðismenn, aðrir en kosnir fulltrúar á Kjör- dæmisráðsþing eru jafn- framt velkomnir að mæta til þingsins á föstudagskvöld, en þá verður flutt skýrsla formanns og stjórnar. Að kvöldi laugardags klukkan 22 hefst dansleikur í félagsheimilinu. Hljóm- sveitin Ásar ásamt söng- konunni önnu Vilhjálms munu sjá um fjöríð. Bolvískur karlakór í Færeyjum Karlakórinn ÆGIR, í Bolungarvfk hleyþti heim- draganun um hvitasunnuna í vor. og hélt í söngför til Færeyja. 23 söngmenn voru með í ferðinni og margir þeirra höfðu eiginkonur sín- ar með sér. Söngstjórí var séra Gunnar Björnsson, undiríeikarar Anna Kjart- ansdóttir og Ragnar Jóns- son og einsöngvarar Björg- vin Þórðarson á Flateyri og örn Jónsson. Þá kom og fram karlakvartett, skipaður þeim Pálma Karvelssyni, Einari Jónatanssyni, séra Gunnarí Björnssyni og Hall- grími Kristjánssyni. Kórinn flaug næturflug frá ísafirði til Voga í Færeyjum, þar sem gist var eina nótt. Síðan var haldiö til Austureyjar, þar sem ferðalangarnir dvöldu í heimahúsum tveggja sjávar- plássa, á Ströndum og í Skála. Gestrisni Færeyjinga er við- brugdið og hana fengu Bolvík- ingarnir að reyna eftirminni- lega. Sungnar voru guðsþjón- Framhald á bi». 2

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.