Vesturland

Árgangur

Vesturland - 19.08.1981, Blaðsíða 4

Vesturland - 19.08.1981, Blaðsíða 4
SjSRS) a/esarFwzxxfi saítsFSJiEs»sxaoofa ________ Ný Guðbjörg komin til heimahafnar: „Líst ljómandi vel á skipiðCé — segir skipstjórinn, Ásgeir Guðbjartsson Skipstjórarnir Ásgeir Guðbjartsson t.h. og Guðbjartur Ásgeirsson t.v. Ljósm. Vestfirska fréttablaðið. Sjósókn og aflabrögð í júlí: Misjafn afli hjá togurum — Ágætur línuafli — Sæmilegur færaafli Aflabrögð voru almennt góð í júlí. Þeir togarar, sem voru á jiorskveiðum, fengu ágætan afla í byrjun mánaðarinsog tóku því strax út þá 22 daga, sem togurum eru heimilaðar þorskveiðar á tímabilinu júlí/ágúst á þessu ári. Aðrir voru mest á karfaveiðum og geymdu sér þessa daga fram í ágúst. Afli togaranna var því mjög misjafn í júlí. Þeir línubátar, sem voru á grálúðuveiðum við Kolbeinsey, fengu einnig ágætan afla í mánuðinum og handfæra- afli var víðast allsæmilegur. Heildaraflinn í mánuðinum var 8629 lestir, en var 6.754 lestir á sama tíma í fyrra. Er ársaflinn þá orðinn 60.231 lest, en var 61.486 lestir í lok júlí í fyrra. Verulegur samdráttur hefur orðið í útgerð rækjubáta frá því í fyrra. Nú stunduðu 19 bátar rækjuveiðar og öfluðu 469 lestir í mánuðinum, en á sama tíma í fyrra voru 28 bátar á rækjuveið- um og öfluðu 772 lestir. Botnfiskaflinn í einstökum ver- stöðvum: PATREKSFJÖRÐUR: Guðm í Tungu 200,0 Núpurl. 79,0 20 færabátar 258,8 TÁLKNAFJÖRÐUR: Tálknfirðingur 249,9 BÍLDUDALUR: Sölvi Bjarnason tv. 274,2 Snæberg dr. 38,2 Helgi Magnússon dr. 27,9 Jörundur Bjarnason dr. 12,7 ÞINGEYRI: Framnes I tv. 500,3 Hegranes tv. 139,6 10 færabátar 94,3 FLATEYRI: Gyllir tv. 564,8 4 6 færabátar 37,2 SUÐUREYRI: Elín Þorbjarnard. tv. 509,9 3 Sigurvon 1. 225,5 3 Olafur Friðbertsson 1. 102,3 2 Njáll f. 23,7 7 Jón Guðmundsson f. 13,2 15 Kristinn f. 12,9 15 7 færabátar 32,4 BOLUNGARVÍK: Heiðrún tv. 446,0 4 Dagrún tv. 438,6 4 Óli f. 37,7 Haukur f. 24,8 Flosi f. 23,2 23 færabátar 142,3 (SAFJÖRÐUR: Júlíus Geirmundss. tv. 535,0 3 Guðbjartur tv. 500,3 3 Guðbjörg tv. 491,9 2 Páll Pálsson tv. 445,8 3 Framhald á bls. 3 Matthías Bjarnason - sextugur „Mér Ifst Ijómandi vel á skip- ið“, sagði Ásgeir Guðbjartsson skipstjóri á Guðbjörgu IS. er kom til heimahafnar, Tsafjarðar 5. júlí síðast liðinn." ,,Það sem þó sker á milli þessa skips og hinnar Guð- bjargarinnar, er spilbúnaður- inn“, sagði Ásgeir ennfremur. Þetta er ,,auto“ búnaður. Hann gerir það að verkum að miklu betra er og auðveldara að draga úr festum. Hann á líka að halda trollinu mun jafnara þeg- ar togað er í miklum straumi". Ásgeir nefndi að mjög væri vandað til allrar byggingar hinnar nýju Guðbjargar. Önnur efnisþykkt er í þessu skipi en hinni Guðbjörginnijangt fram yfir kröfur", sagöi Ásgeir. „Viö finnum mun á þessu. Þannig finnst ekki fyrir þó vél sé á keyrslu". Aðalvél skipsins er 3200 hestöfl, en til samanburð- ar má geta þess að vél gömlu Guðbjargarinnar var 1780 hest- öfl. Þetta skilar sér að sjalf- sögðu í auknum togkrafti, auk þess sem þyngd skipsins gerir togið betra. Nýja Guðbjörgin er afbragös sjóskip að sögn Ásgeirs Guð- bjartssonar. ,,Við höfum ein- ungis fengið 7 — 8 vindstig og skipið reyndist prýðilega", sagði hann jafnframt. 846 TONN I FJÓRUM TÚRUM Vesturland sneri sér jafn- framt til Guðmundar Guð- mundssonar útgerðarmanns Guðbjargarinnar. Guðmundur er framkvæmdastjóri Hrannar hf. sem á skipið. Guðmundur sagði að Guð- björgin væri 484 tonn að stærð. Aðalvél skipsins er eins og fyrr Afmæliskveðja frá Vestur- landi. Örlögin, það eru stjórnmálin, er haft eftir Napóleon Bóna- parte hinum Frakkneska. Og víst er um það að örlög manna og stjórnmál eru jafnan saman- tvinnuð. Þessi hefur að minnsta kosti orðið raunin á með líf Matthías- ar Bjarnasonar alþingismanns, sem varð sextugur laugardag- inn 15. ágúst síðast liðinn. Matthías er ísfirðingur, fædd- ur 15.ágúst 1921. Hann er son- ur hjónanna Bjarna Bjarnason- ar sjómanns og síðar vegaverk- stjóra og konu hans Auðar Jó- hannesdóttur. Leið Matthíasar Bjarnasonar lá í Verslunarskól- ann þar sem hann lauk Versl- unarskólaprófi árið 1939. Ekki varð Reykjavíkurdvöl Matthíasar löng. Hann sneri aftur til (safjarðar og haslaði sér þar völl með eftirminnanlegum hætti. Hann varð umsvifamikill jafnt á sviði atvinnureksturs og sviði stjórnmála. Matthías var ráðinn framkvæmdastjóri Djúp- bátsind árið 1942 og gegndi því starfi til ársins 1968. Mér þykir trúlegt að mörgum hafi þótt greinir 3200 hestöfl. Skipið er búið Atlas fiskleitartækjum. 3 Furuno radarar eru í skipinu. Allt rafmagn sem skipið not- ar, er framleitt frá aðalvél skip- sins. Þá er efafgas skipsins not- að til hitunar og varminn til aö eima vatn fyrir ísframleiðslu um borð. Sömuleiðis er afgasið notað ef hita á upp olíu fyrir svartolíukeyrslu. Nýja Guðbjörgin gekk 14,8 sjómílur í reynslusiglingu. Skip- ið hefur reynst ágætlega að sögn Guðmundar. Eins og fram hefur komið í fréttum, er Guöbjörgin búin svo kölluðum,,auto“ trolli. Þessi búnaður ér rafknúinn og gerir þaö að verkum að alltaf er jafnt átak er á báðum togvírum. Eins og fram kemur í viðtal- inu við Ásgeir Guðbjartsson hér á undan er mikill munur á að toga með þessum nýja búnaði. Þegar togað er og beygt með hefðbundnum trollbúnaöi slak- ar á togvírnum á það borð sem beygt er í. Það gerist ekki með auto“ tækninni. Fyrir vikið helst trollið opnara. Guðbjörgin fór sína fyrstu veiðiferð 7.júlí síöast liðinn. Þegar þetta er ritað hefur skipið landað 843 tonnum.í fjórum veiðiferðum og var að mokfiska þegar blaöið fór í prentun. Kaupverð Guðbjargarinnar var 34 milljónir norskra króna. Skipstjórar á Guðbjörgu ÍS 46 eru feögarnir Ásgeir Guð- bjartsson og Guðbjartur Ás- geirsson. 1 .vélstjóri er Pétur Jónsson. Eigandi skipsins er Hrönn hf. á (safirði og útgerðar- maður Guðmundur Guðmunds- son. Matthías nokkuð ungur til starf- ans. Rúmlega tvítugur var hann farinn að veita rekstri Djúpbát- sins forstöðu. En þetta segir vissulega nokkra sögu um manninn. Að eigendur og for- ráðamenn Djúpbátsins skyldu treysta honum fyrir svo ábyrgð- armiklu hlutverki, sýnir auðvit- að svart á hvítu aö menn hafa talið að mikils hafi mátt vænta af hinum unga manni. Sjálfur hefur Matthías sagt mér að störfin við Djúpbátinn hafi verið einkar ánægjuleg. Djúp- báturinn var mikilsvert sam- göngutæki fyrir margar sveitir, og framkvæmdastjórinn var að sjálfsögðu í stöðugu sambandi við fjölda manna, sem nutu þjónustu þessa þarfa sam- göngutækis. En fleiri ábyrgðarsrörf ráku þetta. Matthías varð fram- kvæmdastjóri útgerðarfélagsins Kögurs frá 1959 og gegndi því til ársins 1966, og Vélbátaá- byrgðarfélags ístirðinga árin 1960 — 1974. Hann rak verslun á ísafirði 1944 — 1973. Auk þess tók hann virkan þátt í margs konar öðrum störfum sem of langt mál væri að rekja. Þrátt fyrir þetta, eru það stjórnmálin sem skipa stærsta þáttinn í starfssögu Matthíasar Bjarnnasonar. Um margra ára skeið starfaði hann í bæjarmál- unum. Var lengi forystumaður Sjálfstæðisflokksins á ísafiröi og gegndi störfum forseta bæj- arstjórnar á (safiröi árin 1950 — 1952. Hann haföi líka um margra ára skeið afskipti af Vesturlandi og var ritstjóri blað- sins árin 1957 — 1960 ásamt þeim Guðfinni Magnússyni og Sigurði Bjarnasyni. Árið 1963 var Matthías Bjarnason kosinn til setu á AL- þingi og hefur setið þar æ síð- an. Árið 1974 varð hann síðan sjavarútvegs— heilbrigðis og tryggingarráðherra í ráðuneyti Geirs Hallgrímssonar. 1974 — 1978 áranna sem Matthías Bjarnason var ráð- herra verður sennilega fyrst og fremst minnst fyrir eitt, af seinni tíma sagnfræðingum. Á þess- um tíma var landhelgi (slands færð úr 50 í 200 sjómílur. Það er örugglega ekki ofmælt, að sú útfærsla, sem innsigluð var með Oslóarsamningunum, er stærsti stjórnmálasigur sem við (slendingar höfum unnið frá því að, lýðveldið var stofnað. Eng- inn dregur í efa að að þáttur Matthíasar var drjúgur í þessu lífshagsmunarmáli. Stefnufesta hans og einurð var meðal þess sem færði okkur þennan mikla áfanga. Vestfiröingar minnast Matt- híasar Bjarnasonar sérstaklega frá því hann var ráðherra. Sem heilbrigðis og tryggingarráð- herra beitti hann sér fyrir mikilli uppbyggingu heilbrigðiskerfis- ins úti á landsbyggðinni. Þess sér víða merki. Ekki síst á Vest- fjörðum. Nefna má að byrjaö var að smíða hið glæsta fjórð- ungssjúkrahús á ísafirði í ráð- herra tíð hans. Jafnframt var byrjað á heilsugæslustöðvum sem brýnan vanda leystu víða. Það væri synd aö segja að lognmolla fylgdi stjórnmála- manninum Matthíasi Bjarna- syni. Hann þykir fastur fyrir og fylginn sér og lítt gefinn fyrir vol og víl. Hann er afbragðs fund- armaður og ekki er það heigl- um hent að lenda i klóm Matt- híasar Bjarnasonar á harðvítug- um stjórnmálafundi hér á Vest- fjörðum. Samþingsmaður hans og félagi um margra ára skeið, Þorvaldur Garðar Kristjánsson lýsir því svo: ,,Menn geta verið miklir áróðursmenn, fimir í orð- ræðum á málþingum og sótt fram fast í orrahríðum stjórn- málanna án þess að láta verkin tala, En Matthías Bjarnason er jafnvígur á hvort tveggja“. Svip- aða sögu segir Geir Hallgríms- son formaður Sjálfstæðisflokk- sins og samráðherra Matthíasar um fjögurra ára skeið: ,,Matt- hías Bjarnason sýndi sem ráð- herra að hann er ekki aðeins vígfimur í orðræðum heldur ár- angursríkur framkvæmdamað- ur er gengur vel undirbúinn til starfa". Þessi dómur tveggja reyndra og virtra þingmanna segir meira, en mörg orð um mann- inn Matthías Bjarnason. Vestur- land hefur í raun og veru litlu við þau að bæta, en vill einung- is fá að gera þau að sínum. ( tilefni af þessum tímamót- um, sendir blaðið Matthíasi Bjarnasyni, konu hans Kristínu Ingimundardóttur, börnunum Hinriki og Auði tengdabörnum og barnabörnum, alúðarkveðj- ur. Við sem nú vinnum að út- gáfu Vesturlands teljum sér- staka ástæðu til þess að senda forvera okkar afmæliskveðjur með þökk fyrir gott samstarf til margra ára: Fyrir hönd Vesturlands, Einar K. Guðfinnsson.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.