Búnaðarrit - 01.01.1985, Side 17
SKÝRSLUR STARFSMANNA
15
Nefnd til að semja frumvarp til laga um starfsréttindi í
landbúnaði, er skipuð var 1982, skilaði frumvarpsdrögum
fyrir Búnaðarþing og aðalfund Stéttarsambandsins. Hún
mun ljúka störfum snemma á árinu 1985. Fulltrúi Búnaðar-
félags íslands í nefndinni er Steinþór Gestsson.
Nefnd til að vinna að undirbúningi að byggingu reiðhallar í
samræmi við ályktun Búnaðarþings 1984, vann framan af
árinu að áætlunum og undirbúningi félagsstofnunar, er
stæði að reiðhallarbyggingu. Undirbúningsstofnfundur var
haldinn 20. maí og var undirbúningsnefndinni þar falið að
starfa áfram og vinna að félagsstofnuninni. Sjá starfsskýrslu
Magnúsar Sigsteinssonar, sem er fulltrúi Búnaðarfélags
íslands í nefndinni.
Milliþinganefnd til að vinna að bœttri sölu á lambakjöti
var kosin á Búnaðarþingi 1984 í samræmi við ályktun í máli
nr. 30. í nefndina voru kosnir: Egill Bjarnason, ráðunaut-
ur, Hjalti Gestsson, ráöunautur, og Sveinn Hallgrímsson,
ráðunautur. Nefndin hefur starfað nokkuð og mun væntan-
lega skila áliti fyrir Búnaðarþing 1985.
Milliþinganefnd til að vinna að endurskoðun jarðrœktar-
laga o. fl. var kosin á Búnaðarþingi 1984 í samræmi við
ályktun í máli nr. 56. I nefndina voru kosnir: Bjarni
Guðráðsson, bóndi, Nesi, Hermann Sigurjónsson, bóndi,
Raftholti, og Sigurður Þórólfsson, bóndi, Innri-Fagradal.
Nefndin starfaði að tillögugerð um breytingu á jarða-
lögum og skilaði tillögum til landbúnaðarnefnda Alþingis á
s. 1. vori. A þessum vetri hefur hún starfað að tillögugerð
um breytingu á jarðræktarlögum og mun leggja þær fyrir
Búnaðarþing 1985.
Nefnd til að gera tillögur um breytingu á lögum um
útflutning hrossa var tilnefnd af stjórn Búnaðarfélags
íslands í samræmi við ályktun í máli nr. 44 frá Búnaðarþingi
1984. í nefndinni eiga sæti Egill Bjarnason, ráðunautur,
Gísli Ellertsson, bóndi, Meðalfelli, og Sigurður Haralds-