Búnaðarrit - 01.01.1985, Page 169
BÚNAÐARÞING
167
rannsókna og fyrirlestrahalds á alþjóðlegum ráðstefnum.
Halldór ritaði mikið, m. a. doktorsritgerð, sem var gefin út
á ensku: „Meat Qualities in the Sheep with Special Reference
to Scottish Breeds and Crosses“, og birt var í Journal of
Agricultural Science, Vol. 39 and 40. Auk þess er eftir
hann fjöldi greina og skýrslna um búnaðarmál í erlendum
og innlendum blöðum og tímaritum, og má þar nefna Rit
búnaðardeildar Atvinnudeildar Háskóla íslands, Búnaðar-
ritið, Handbók bænda og Frey. Ritstjóri Búnaðarritsins var
hann 1963—1980.
Halldór Pálsson varð einn allra áhrifamestur maður í
íslenzkum landbúnaði á sinni tíð. Hjá honum fóru saman
afburðagáfur, traust menntun og vísindaleg þjálfun og
gagnger kunnugleiki á mönnum og málefnum landbúnaðar
í öllum byggðum landsins.
Sem sauðfjárræktarráðunautur Búnaðarfélagsins átti
hann manna mestan þátt í stórkostlegum framförum í
sauðfjárræktinni, bæði kynbótum og meðferð fjárins.
Hámarksafurðastefnan, sem hann hóf til öndvegis og
predikaði fyrir bændum, bar á skömmum tíma ótrúlegan
árangur.
Sem búnaðarmálastjóri var hann hinn ódeigi og
óþreytandi baráttumaður fyrir hagsmunum bændastéttar-
innar og hélt á málum hennar af lagni og festu gagnvart
opinberum aðilum og í ótölulegum ráðum og nefndum, sem
hann stöðu sinnar vegna hlaut að sitja sem fulltrúi Búnað-
arfélags íslands.
Halldór var maður aflrurða hressilegur og skemmtilegur,
og sem verkstjóri í allfjölmennri stofnun, sem Búnaðarfé-
lags íslands er, var hann vinsæll. Hann lagði mikla áherzlu
á að tryggja Búnaðarfélaginu sem hæfasta starfskrafta,
sóttist eftir ungum, velmenntuðum mönnum í ráðunauta-
stöðurnar og vildi gefa þeim sem frjálsastar hendur um
starfsaðferðir og vinnubrögð, en fylgdist þó grannt með
árangri þeirra í störfum og var óspar á að ræða vandamál og