Búnaðarrit - 01.01.1985, Side 233
BÚNAÐARÞING
231
vegar) og hvaða atriði þarf að gera rannsóknir og eða
tilraunir með (hins vegar). Þær tilraunir þarf síðan að
skipuleggja, meðal annars með tilliti til staðsetningar,
og koma koma þeim í framkvæmd hið fyrsta.
2. Gera verður ráð fyrir, að innlend fóðurframleiðsla
verði ríkari þáttur í fóðurnotkun hérlendis á komandi
árum. Má þar nefna gras-og heyköggla, korn, fiskmjöl,
mysu, meltu, úrgang frá sláturhúsum o. fl. Því er brýnt,
að gerðar séu rannsóknir og tilraunir með þessi fóð-
urefni hið allra fyrsta. Til þessa hefur lítil sem engin
aðstaða verið til þess að sinna þessu verkefni, en með
þeirri uppbyggingu, sem nú er unnið að á Möðruvöllum
og Stóra-Ármóti svo og búfjárhúsi á Keldnaholti, má
vænta þess, að aðstöðuleysi hamli því ekki öllu lengur,
að unnt verði að sinna slíkum tilraunum. Stefna ber að
því að gera graskögglaverksmiðjurnar að stöðvum til
framleiðslu á alhliða fóðri úr innlendum hráefnum að
eins miklu leyti og mögulegt er. Því verður að leggja
áherzlu á að leysa það mál faglega og fjárhagslega séð.
3. Á sviði þeirra búgreina og þess jarðargróða, sem
líklegast er, að geti mætt þeirri miklu þörf, sem nú er
fyrir aukna atvinnu í sveitum, er áríðandi, að skilgreind
séu þau verkefni, sem nánast enga bið þolir að hefja
rannsóknir og tilraunir með. Hin brýna þörf fyrir ný
atvinnutækifæri í sveitum kemur til af því, að ekki er
talið fært að auka á framleiðslu í hinum hefðbundnu
búgreinum.
Rannsókna- og tilraunastarfsemin hlýtur að tengjast
þessum breyttu aðstæðum verulega. Hennar hlutverk
verður að leita svara við ýmsurn spurningum, sem
þegar eru komnar fram og hljóta að koma á næstunni.
Val verkefna á þessu sviði er því þýðingarmikið atriði.
Því verður að skilgreina vel þann vanda, sem við er að
fást, hvernig við honum verður brugðizt, og skapa