Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 03.01.1945, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 03.01.1945, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUMAÐURINN Prentsmiðja Björns Jónssonar h. f. prentar fyrir yður fljótt og vel. Fjölbreytt úrval af nýtísku letrum. BANN § Allar sprengjur eru baniaðar hér í bænum, enda sýndi það5 sig, að sprengjur þær, sem notaðar voru á gamlárskvöld, < voru hættulegar. Er með öllu bannað að búa slíkaii sprengjur til. jLögreglustjórinn á Akureyri, 2. Janúar 1945. SIG.EGGERZ. » Hvað á að gera? Efns og stendur er lítið að gjöra í bænum. Þetta er ekki óvenjulegt um þenna tíma árs, enda hlýtur tíðárfar alltaf að ráða nokkru um : vihnubrögð úti við að vetrinum til. Allur fjöldinn af verkamönnum, sem ekki bafa stórar fjölskyldur fram að. færa, ættu að þola eins til tvcggia mánaðartíma stopula at- vinnu, eftir atvinnuár, eins og það, •sem síðasta ár var, ef undirbúnar væru framkvæmdir, sem hægt væri að byrja á þegar dagur lengist. Það kemur varla svo góður vet- ur, að veðrátta hamli ekki útivinnu að mestu Des., Jan. og Febr. og með því verður að reikna þegar kaup- gjald er ákveðið. Og sé verkamönn- um tryggð stöðug atvinna og vel borguð 9 mánuði ársins ætti hlutur þeirra að verða sæmilegur. En þeir, sem hafa stórar fjöl- skyldur fram að færa, verða auð- vitað að njóta styrks þann tíma, seni veðrátta hamlar vinnu. Þar á atvinnuleysisstyrkurinn að koma til sögunnar. Verður þetta væntan- lega eitt af þeim málum, sem til greina koma við setningu þeirrar tryggiugalöggjafar, sem á að koma á nú í ár. Auglýsið í „Alþýðum.44 Prentsmiðja Björns Jónssonar h. f. TILKYNNING i f Með tilvísun til tilkynningar Viðskiptaráðsins, dags. 11. \ jokt. s. 1., hefur ráðið ákveðið, að frá og með 15. janúar 41945 skuli vörubirgðir, sem eru eldri en frá 16. október y 1944, verðlagðar samkvæmt ákvörðun tilkynningar þess- parar. Þetta tekur þó aðeins til þeirra vörutegunda, sem \lverðlagsákvæði voru sett um í fyrsta sinni með ofan- Pgreindri tilkynningu. Reykjavík, 27. des. 1944. VERÐLAGSSTJÓRINN. I s 1 | II I li 'i: i B y 1 I TILKYNNING FRÁ SKATTSTOFU AKUREYRAR. Frestur til þess að skila skattframtölum er til 31. janú- ar n. k. Framtölum skal skila í skattstofuna. Aðstoð við að fylla út framtalseyðublöð verður veitt alla virka daga frá kl. 5—-7 e. h. í skattstofunni, Hafnarstræti 85, 3. hæð, frá 2.-—31. janúar, að báðum dögum meðtöldum. Aðstoð verður ennfremur veilt frá kl. 8.30—9.30 e. h. síðustu vikuna í janúar. Þeim, sem eigi hafa skilað framtölum innan þessa frests, verður áætlaður tekju- og eignaskatr- ur. — Samkvæmt ráðuneytisbréfi er öllum, sem greiða laun, skylt að gefa upp þær greiðslur, á þar til gerðum eyðu- blöðum, fyrir 10. janúar n. k. og liggja sektir við, ef þetta er vanrækt. Þeir, sem eigi fá þessi eyðublöð, sknlu vitja þeirra í skattstofuna. Akureyri, 27. desember 1944. SK ATTSTJ ÓRINN.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.