Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 03.01.1945, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 03.01.1945, Blaðsíða 1
ALÞYÐU XV. ars Miðvikudaginn 3. Janúar 1945 1. tbl. Hetjudáðirnar miklu Núverandi forsætisráðh. hefir skort annað meira um dagana en orðaforða til að lýsa hugsunum sín- um og tilfinningum,en þó lá honum við þrotum á þessu sviði á Gamal- árskvöld þegar hann ræddi um viðburði síðastl. árs. Var hann svo hátt uppi þegar hannn var að lýsa hetjudáðum núlifandi Islendinga í sjálfstæðismálum þjóðarinnar 17. Júní s. 1. er þeir endurreistu ]ýð- veldið á Þingvöllum og Alþingi opinberaði sig þríklofið um val fyrsta valdamanns lýðveldisins. Játaði hann að sig bristi orð til að lýsa þeirri öfiind, sem síðari kyn- slóðir mundu ala í brjósti fyrir það að við, sem nú lifum,skyldum hafa fengið að leysa þetta glœsilega af- rek af höndum; að maður nú talaði ekki um aðdáunina á okkur hjá komandi kynslóðum fyrir það hvernig við hefðum lagt Dauskinn a-ð lokum. (Ráðh. hafði ekki þessi orð, meiningin virtist sú sama). Þá lækkaði ekki hugarflugið í sambandi við endun-eisn lýðveldis- ins . þegar formaður Utvarpsráðs kom í pontuna í árslokin til að þylja annál ársins. Þá varð árið 1944 svo yfirnáttúrlegt og stór- fenglegt í hjarta og huga komandi kynslóða, að börnin mundu blessa það —; jafnvel áður en þau yrðu til. Annars lækkaði útvarpsráðs- form. sig óþægilega mikið síðar í ávarpinu. Þá játaði hann að jafn- vel smákvikindin gætu skyggt á stóra hluti, ef þau væru nógu nærri sjáaldri augna vorra. Líka sansað- ist hann á að líklega hefði stofnun a lýðveldisins 930 slagað nokkuð upp í hetjudáðirnar 17. Júní s. 1. ekki síst þegar það væri athugað að ekki hefði verið hægt að endur- reisa lýðveldið, ef það hefði aldrei verið stofnað. Miklir menn erum við, Hrólfur minn! LEIKVIÐBURÐUR Leikfélag Reykjavíkur hefir boð- ið leikhópi frá Leikfélagi Akureyr- ar að koma til Reykjavíkur og sýna þar sjónleik. Kostar L. R. förina og allt uppihald Akureyringanna á staðnum. Leikfélagið hér hefir þegið boð- ið og verður farið með Brúðuheim- ilið til sýninga þar syðra. Mun þessi för ákveðin í lok þessa mán- aðar. Leikfélaginu er sýndur mikill heiður með þessu boði, en skemti- legast hefði verið að geta farið með leik, sem settur væri á leiksvið og leikinn einvörðungu af Akureyring- um, en á því er enginn kostur með svo stuttum fyrirvara sem hér er um að ræða. ¦ \___________________________________ GEFIÐ FUGLUNUM! Tíðin er harðneskjuleg. Litlu fuglarnir eru, í fyrsta sinn á þess- um vetri, farnir að hópa sig heim að húsunum. Munið að taka þeim vel og gefa þeim eitthvað að borða. Fuglavinur. 1 í ! b (-6 k 3 $ Cí l! I \ d Góðar fréttir Eftirfarandi tilkynning hef ir blaðinu borist frá utanríkismála- ráðuneytinu, varðandi líðan Islend- inga í Danmörku: „Utanríkismálaráðuneytinu hef- ir borist skeyti frá sendiráði Is- lands í Kaupmannahöfn, dags. 20. Desember. Segir þar að öllum Is- lendingum í Danmörku líði vel, hafi góða atvinnu og séu við góða heilsu". JÓLABLAÐ Alþýðublaðsins er að þessu sinni eins og oft áður, mjög vandað að efni og frágangi. Á kápu er for- kunnarfögur mynd af altaristöfl- unni í Strandarkirkju. Blaðið kost- ar 4 krónur og fæst hjá afgreiðs- unni Lundargötu 5, í Kaupfélagi Verkamanna, Bókaversl. Gunnl. Tr. Jónssonar og Versl. Baldurs- hagi. Nýlega eru látnaar hér í bænuna ekkjan Pálína Guðjónsdóttir Lækj- argötu 11 og frú Herdís Finnboga- dóttir, Aðalstræti 76, kona Guð- mundar Guðmundssonar, verka- manns. < Samkvæmt skýrslu Slysavanafél. íslands, drukknuðu 83 menn hér við land s. 1. ár og 17 skip, minni og stærri, fórust. Hjónaband. Ungfrú Ingibjörg Stefánsdóttir og Ingólfur A. Guðmundsson frá Siglufirði. a i 61 u iwztuzi $

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.