Heilbrigðismál - 01.12.1949, Síða 5
Það er ekki eitrað og engra slæmra aukaverkana varð vart þótt menn
tækju 400 mg. á sólarhring.
(Bull. Johns Hopkins Hospital, maí 1949)
Para-aminosalisylsýra gegn berklaveiki
Þetta lyf er farið að nota töluvert gegn berklaveiki og er enginn
efi á því, að það hefur skað'leg áhrif á berklasýklana. Tveir enskir
læknar, Nagley og Logg, birtu skýrslu um reynslu sína af þessu lyfi
ekki alls fyrir löngu og sýnir hún, að þetta lyf hefur mest áhrif á
fyrstu stigum sjúkdómsins, einkum þegar sjúklingurinn er með sótt-
hita vegna eituráhrifa berklasýklanna. Hitinn lækkar, blóðsökk minnk-
ar og sjúklingnum fer að líða betur löngu áður en batamerki sjást á
röntgenmynd. Með því að nota þetta meðal er oft hægt að flýta fyrir
hjöðnunarmeðferð' á lunganu. Sumir halda að lyf þetta verki á lungna-
vefinn, þannig að liann styrkist í viðureigninni við berklasýkilinn.
Aberandi er hve góð áhrif meðalið hefur á sjúklinginn í þá átt að
bæta líðan hans.
Þetta lyf er mjög lítið eitrað og berldasýklarnir virðast ekki öðl-
ast aukna mótstöð'u gegn því; auk þess er það tiltölulega ódýrt. Þetta
eru allt kostir samanborið við streptomycin. Ekki ætti samt að spara
streptomycin við bráðaberkla, einkum eftir skurðaðgerðir, en nota má
para-aminosalisylsýru með því eða á eftir.
Áfengi
íslendingar og áfengi virðist ekki eiga vel saman. Yegna þess hve
slæm sambúðin var slitnaði upp úr samvistum 1914, en þá þótti ekki
taka betra við, þegar menn fóru að' brugga, smygla, drekka óþverra
og ólyfjan, og þótti ástandið svo bágborið, að loks var tekið saman
aftur. Og nú eru flestir orðnir óánægðir með ástandið, þykir það
aldrei hafa verið verra en nú. Við megum segja við áfengið eins og
Fransmað'urinn við konuna: „Hvorki með þér né án þín get ég lifað“.
Nýlega bað kona mig fyrir son sinn, livort ekki væri unnt að
gera eitthvað fyrir hann, svo að' hann yrði ekki Bakkusi gersamlega að
bráð. Pilturinn kom til mín og ég fór að yfirheyra hann Hann er 26 ára
og hefur drukkið meira og minna síðan hann var 18 ára. Nú er það
orðið svo, að þegar hann fær kaup sitt greitt á föstudögum, 500—600
kr., fer hann upp í Áfengisverzlun ríkisins og kaupir sér vín, venju-
lega 3 flöskur af brennivíni: eina fyrir föstudagskvöldið' og hinar fyrir
helgina. Svo er byrjað að drekka með félögunum og ekki staðnæmst
við eina flösku heldur drukkið upp úr öllum þremur og oft keypt ein
í viðbót fyrir 100 kr. á svörtum markaði. A laugardagsmorguninn