Heilbrigðismál - 01.12.1949, Side 6
kemst hann ekki í vinnuna, en vanrækir þó ekki að komast á fætur
fyrir hádegi, svo að hann geti komizt í áfengisverzlunina áður en
lokað er. Þá kaupir hann fyrir það sem eftir er af kaupinu og hefur
nú nóg að drekka yfir helgina. Á mánudaginn er hann orðinn pen-
ingalaus, en oft fást þá einhverjir af félögunum til að „splæsa“ í
flösku, svo að hægt sé að halda sér við. Þriðjudagurinn fer svo fyrir
lítið, því að venjulega veitir honum ekki af að jafna sig áður en
hann fer í vinnuna. Þannig segir pilturinn að þetta endurtaki sig
viku eftir viku, að hver eyrir af kaupinu fer í áfengi, en móðir hans
sér honum fyrir fæði og húsnæði.
Þetta er sjálfsagt með verri dæmunum, en þau eru mörg slæm
til. Margt ungt fólk — og raunar margt fullorðið líka — fer með
allt það fé sem það getur við sig losað, og oft meira til, í áfengi.
Þegar svo er keðjureykt allan tímann meðan drukkið er verður út-
koman að vísu góð fyrir ríkisstjórnina, sem græðir mörg þúsund
prósent, en timburmenn, hjartsláttur, kvíði, minnimáttarkennd og
sálsýki hrjá manninn, sem ekki aðeins hefur greitt stórkostlegan
skatt til fjármálaráðuneytisins, heldur einnig annan skatt af heilsu
sinni, sem engum kemur til góða, en verður honum sjálfum að sívax-
andi tjóni.
Einn drykkjumaður, um fertugt, sagði mér, að hann hefði á einu
ári eytt 40.000 kr. í áfengi. Hann er iðnaðarmaður með stórar tekjur,
en vegna diykkjuskapar síns hefur hann ekki getað eignazt neitt. I
sumar fór þessi mað'ur að sjálfs hans sögn með 12.000 kr. á einum
mánuði í áfengi.
Með þessu móti getur ríkisstjórnin grætt yfir 40 milj. kr. á hverju
ári með áfengisverzlun, sem undanfarin ár hefur verið fjöregg hveiTar
ríkisstjórnar. Ekki má þó kenna stjórnarvöldunum um drykkjuskap-
inn, því að ekki hvetja þau menn til að drekka. En ekki sýndist
ósanngjarnt að einhverju af þessum mikla gróða yrði varið til að
hamla á móti Bakkusi.
Unga fólkið drekkur af því að það vill skemmta sér og dans og
drykkja er það eina, sem því býðst. Ungt fólk vill skemmta sér og
gerir það, hvað sem hver segir.
Allar prédikanir um ofdrykkju og skaðsemi áfengis eru þýðingar-
litlar og reynslan hefur löngu sýnt að þær eru því miður gagnslitlar.
Það er aðeins tvennt sem getur gagnað í þessum efnum: 1) almenn-
ingsálit, sem verður það sterkt, að menn og konur skammast sín
fyrir að sjást drukkin. Stúlka lítur ekki á mann sem er drukkinn og
menn sneiða hjá drykkfelldri stúlku. 2) Það þarf að hafa fjölbreyttari
skemmtanir handa unga fólkinu. í Ameríku hafa margar borgir reist
„hobby-centers“, hús þar sem unga fólkið getur komið í frístundum
sínum, stundað inni-leiki, svo sem badminton og handknattleik, lært
6