Heilbrigðismál - 01.12.1949, Page 7
að binda bækur, smíða, búa til módel-flugvélar, framleiða ýmislegt
úr plastik, teikna, mála og móta í leir og gibs, allt undir handleiðslu
kunnáttumanna.
Margt af þessu unga lolki þekkir ekki sjálft sig, veit ekki á hvaða
sviði hæfileikar þess eru. En hamingjan er fólgin í því að njóta hæfi-
leika sinna, sagði Aristoteles og það er jafnsatt enn í dag og á hans
tímum. Unga fólkið þarf að fá tækifæri til að þekkja hæfleika sína
og síðan að hafa tækifæri til að njóta þeirra. I Ameríku er mikið
farið að gera að því að prófa hæfileika manna og hefur það yfirleitt
gefizt vel. Ég hef komið í slíka stofnun í New York og fylgzt með
•slíkum prófum. Þangað kom mikið af ungu fólki til að fá sig prófað
og engum gat dulizt að flestir urðu miklu fróðari um sjálfa sig við
þau próf.
Við þurfum að gera meira en að banna unga fólkinu að skemmta
sér lengur en til klukkan tvö á nóttunni. Við þurfum að' gefa því tæki-
færi til að njóta hæfileika sinna og sannfæra það um, að það getur
gert ótalmargt sem er miklu skemmtilegra en að drekka áfengi. Og
þegar unga fólkið hefur lært að dunda við hugðarefni sín, fer það að
hugsa öðru vísi um þá sem sitja yfir drykkju. Það' vorkennir þeim og
þá skapast það almenningsálit sem þarf til að hefja sig upp úr því
ófremdarástandi, sem nú er ríkjandi.
Skrásetning krabbameinssjúklinga
Krabbameinsfélag Reykjavíkur hefur skrifað öllum læknum lands-
ins og beðið þá um upplýsingar um alla krabbameinssjúklinga, sem
þeir hafa undir hendi. Iíingað til hafa engar skýrslur fengizt um fjölda
krabbameinssjúklinga hér á landi, heldur aðeins um tölu þeirra sem
deyja árlega úr sjúkdómnum. En hitt er ekki síður vert að vita, hve
margir læknast af sjúkdómnum og lifa hann af. Þórarinn læknir Sveins-
son hefur tekið að sér að halda sjúklingaskrána og er ætlunin, að
fyigjast með hverjum sjúklingi unz sýnt er hver afdrif hans verða.
Til þess að geta náð árangri í viðureigninni við þennan skæða óvin
er fyrsta skilyrðið að þekkja hann, fá ljósa hugmynd um ástandið
eins og það er hér á landi nú, svo að samanburður verði mögulegur
seinna meir. Nákvæm skrá yfir alla krabbameinssjúklinga er nauðsyn-
legur grundvöllur undir þeirri starfsemi sem félagið beitir sér fyrir.
Fullorönar frumbyrjur
Það hefur lengi verið sagt og því almennt trúað, að hættulegt geti
verið' fyrir konur að byrja seint að eiga börnin. Þegar konan nálgaðist
fertugsaldurinn átti fæðingin að verða bæði henni og barninu mun
7