Heilbrigðismál - 01.12.1949, Síða 8

Heilbrigðismál - 01.12.1949, Síða 8
hættulegri heldur en hjá þeim sem byrja snemma. Við háskólann í Kansas hefur þetta verið rannsakað og niðurstaðan er sú, að þessi staðhæfing hefur við lítið að styðjast. Að vísu þarf nokkuð oftar að nota töng hjá konum, sem eru 35 ára og eldri heldur en hjá þeim sem eru á þrítugsaldri, en barnadauðinn er nokkuru hærri en hjá þeim yngri (8,5% á móti 3% hjá 16—29 ára konum). SKAMMDEGIÐ er að leggjast yfir landið og myrkrið á illa við margan mann. Skortur á sólarljósi er vandamál hvers vetrar sem yfir landið færist. Af þeim skorti vill hljótast kalkleysi í beinum og vefj- um, sem dregur úr mótstöðu íyrir sýklum, svo að mönnum hættir frekar við kvefi og kveflungnabólgu og verða viðnámsminni gegn berklum, en börnum hættir við að fá beinkröm. Lýsið bætir úr þess- um skorti og ætti hvert mannsbarn á landinu að taka lýsi vetrar- mánuð'ina. Ufsalýsið er bezt, nægir að taka 1 barnaskeið af því, en ef það er ekki fáanlegt þá 1—2 matskeiðar af þorskalýsi. Ef þér gefið barninu yðar ekki lýsi daglega, er það vanræksla, sem getur bakað því heilsutjón. Vanfærum konum er einnig mjög nauðsynlegt að taka lýsi daglega og síðustu 2 mánuðina ættu þær auk þess að taka dag- lega 1 gramm af kalki. Læknar eru oft spurðir að því, hvort ekki sé gott að taka lúðú- lýsi, því að það sé svo sterkt að ekki þurfi nema nokkra dropa af því. I lúðulýsinu er injög mikið A-vítamín, en tiltölulega lítið D-vítamín. I skammdeginu þurfum við aðallega D-vítamín, til að bæta úr sólar- leysinu, og ekkert lýsi, sem við höfum aðgang að, er eins auðugt að því og ufsalýsið. Skrifstofn Krabbameinsfélags Iteykjavíkur er á Laugavegi 20, Reykjavík, sími G39S. Ef þér gerið erfðaskrá, þá minnist Krabbameinsfélagsins. Notið minningarspjöld Krabbameins- félagsins. Fást í skrifstofu félagsins og í verzl. Remedia, Auslurstræti 6, Reykjavík. FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL er gefið út af Krabbameinsfélagi lteykjavíkur. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Niels Dungal, prófessor. Kemur út 10—12 sinnum á ári. Árs- gjald kr. 25.00, sem greiðist fyrirfram. Meðlimir Krabbameinsfélags Reykjavíkur, sem greiða 30 kr. árlega eða meira fá Fréttabréfið ókeypis. Ævifélagar fá Fréttabréfið gegn 20 kr. árs- gjaldi. Fantanir sendist til Krabbameinsfélags Reykjavíkur, pósthólf 472, lteykjavik, ásamt ársgjaldinu. Gerizt meðlimir í Krabbameinsfélaginu og áskrifendur að Fréttabréfinu fyrir kr. 30.00 á ári. — Prentað í Víkingsprenti. 8

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.