Heilbrigðismál - 01.01.1953, Blaðsíða 4
4
FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL
kaupstaðabúar, sem geta ekki eins treyst á C-magn mjólkurinnar, hafa
gott af að borða appelsínur til þess að bæta úr þessari þörf og er gott til
þess að vita að þær skuli nú oftast nær vera fáanlegar. Þær ættu bara að
vera bátagjaldeyrislausar og meira að segja tollfrjálsar, því að það er
mikill misskilningur að líta á holla ávexti sem luxusvöru. Meiri ávaxta-
neyzla myndi bæta heilsu fólksins og heilsubót ætti helzt ekki að þurfa
að borgast með bátagjaldeyri né háum tollum. Ávaxtasafi, sem fluttur
er inn niðursoðinn, er einnig allt of dýr til þess að almenningur geti
keypt hann. En kaupmenn fara illa með fé landsmanna með því að
flytja inn ávaxtasafann í dósum eins og hann kemur fyrir, í stað þess að
flytja inn ávaxtasafa, sem gufað hefur upp, þangað til mest allt vatnið
er farið úr honum. Þetta er gert í loftleysi (vacuum), svo að C-vítamín
ávaxtarins haldist óskemmt. Þannig má flytja inn í lítilli dós uppþurrk-
aðan safa sem nægir í marga lítra af ávaxtasafa, í stað þess að vera að
flytja inn vatn í tonnatali, eins og nú er gert.
Krabbamein í tveim amerískum borgum
Hvergi í heiminum er lögð jafnmikil vinna og fé í krabbameinsrann-
sóknir eins og í Bandaríkjunum. Meðal annars, sem verið er að gera á
því sviði er að safna saman nákvæmum skýrslum úr 10 stórborgum um
krabbamein, eins og þau hafa hagað sér síðastliðin 10 ár. Nýlega eru
komnar út skýrslur frá Chicago og Dallas.
í Chicago voru tveir þriðju hlutar sjúklinganna yfir 55 ára og
krabbamein var 100 sinnum algengara meðal þeirra sem voru ylir 65
ára en í börnum yngri en 15 ára. Á aldrinum frá 20—60 ára eru íleiri
konur sem fá krabbamein, en karlmenn sem eru yngri og eldri veikjast
oftar en konur á þeim aldri. Krabbamein í brjósti og legi eiga drýgstan
þátt í að auka hlut konunnar meðan hún er yngri og miðaldra.
Engin aukning á krabbameini hafði átt sér stað í Chicago á tímabil-
inu 1937 til 1947, samkvæmt þessum skýrslum og er það óvænt niður-
staða, því að í öllum þeim borgum sem áður höfðu verið rannsakaðar
með sama móti, Atlanta, Denver, New Orleans, Pittsburg og San Fran-
cisco, fannst aukning á tíðni sjúkdómsins.
í Dallas í Texas hafði krabbamein aukizt um 18% á tímabilinu frá
1938 til 1948. Samt hafði mannslátum af völdum krabbameins ekki
fjölgað nema um 2%. Dánartala karlmanna hækkaði um 8% en kvenna
lækkaði um 3%.
í Dallas voru 65% sjúlkinganna með staðbundna meinseind er æxlið
fannst fyrst. Þetta er óvenjulega góð útkoma, því að víðast hvar er tæp-