Heilbrigðismál - 01.01.1953, Blaðsíða 7

Heilbrigðismál - 01.01.1953, Blaðsíða 7
FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL 7 klofnað í tvennt og úr því orðið tvær manneskjur í staðinn fyrir ein. Líkingin er, eins og öllum er kunnugt, svo mikil, að menn eiga oft erf- itt urn að þekkja þá í sundur og hún getur náð svo langt, að fingraför þeirra séu eins. Með þessum rannsóknum er skýlaust sannað að erfðaeiginleikarnir ráða mjög miklu um það hvort maður verður berklaveikur eða ekki. Allir geta tekið berklasýkitinn og smitazt. En hvort menn verða berkla- veikir eða ekki er að miklu leyti komið undir eiginleikum, sem ganga greinilega í ættir og gera einn sterkan en annan veikan fyrir berkla- sýklunum. Vetrardá til lækninga Þegar vetrarkuldarnir leggjast yfir landið geta ýms dýr lagst í dá eða dvala meðan snjór og ís þekur landið og erfiðast er um matbjörg. Land- björninn leggst í híð, leðurblakan hengir sig einhvers staðar í skjóli upp á snaga, broddgölturinn grefur sig niður í jörðina, froskurinn niður í botninn í tjörninni og fjöldi skorkvikinda grefur sig undir steina og niður í jörð. Svo er farið að sofa og dýrið liggur í vetrardái allan kald- asta tíma ársins. Sum vakna öðru hvoru, einkum þegar hlýrri dagar koma, til að fara á kreik, eta þá e. t. v. eitthvað sem þau hafa safnað að sér fyrir veturinn, önnur virðast liggja í dvala svo að segja samfellt all- an veturinn. í þessu ástandi er öll lífsstarfsemi spöruð til liins ítrasta: Öndunin er næstum engin, aðeins öðru livoru með löngum millibilum að dýrið dregur andann, æðin slær miklu hægara en annars og efna- skipti líkamans lækka stórkostlega, svo að segja má að varla sjáist lífs- mark með dýrinu. Broddgöltur, sem að sumri til drukknar ef honum er haldið í 3 mínútur niðri í vatni, Jiefur verið kaffærður í 22 mínútur í vetrardái án þess að það gerði honum nokkuð. Segja má að dýrið sé til, en það er ekkert líf sem það lifir, rneðan það er í þessum vetrar- dvala. Franskur læknir, H. Laborit, liefur nýlega stungið upp á því að framkalla sams konar dá Jijá mönnum til lækninga. Dælt er inn í sjúklinginn þunnri procainupplausn, sem verkar deyfandi á taugakerf- ið. SjúkJingurinn fellur í værðarmók og líður vel, kemst í fullkomna ró og er áhyggjulaus. Með því að setja íspoka utan á hann víðs vegar er líkamshitinn Jækkaður lil muna, og hefur hann hjá sumum farið niður í 32 stig C. Deyfilyfið hægir á allri taugastarfsemi, svo að öll boð berast hægt og æsingaJaust. Nýlega birtist í Presse Médicale (17/12—52) ritgerð eftir þrjá ítalska lækna (Bobbio, Goffrini og Bezzio) um tilraunir þeirra á dýrum og

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.