Heilbrigðismál - 01.04.1953, Blaðsíða 3
FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL
3
fyrir eyrun, sem hverfur ekki fyrr en loft kemst inn í kokhlustina.
Menn geta sjálfir hleypt lofti inn í hana með því að loka munni og nefi
og blása síðan fast, svo að þrýstingurinn aukist í munni og nefi. Geta
menn þá fundið hvernig loftið berst inn í kokhlustina og hellan hverf-
ur skyndilega frá eyranu. Óþægindin í eyranu geta samt haldizt í einn
eða fleiri klukkutíma eftir flugið, ef þrýstingsbreytingarnar hafa verið
miklar, svo að blóðsóknin hefur aukizt til muna, en eyrað jafnar sig
furðu fljótt.
Smábörn, sem farið er með flugleiðis, geta fengið mikla hellu fyrir
eyrun, og fara þá venjulega að gráta, þegar flugið er lækkað. Oft opnast
kokhlustin við orgið, en bezt er að l'orðast lokun á kokhlustinni með
því að gefa barninu annaðhvort pela eða „snuð“, ekki aðeins meðan
flugið er lækkað, heldur einnig meðan vélin er að taka sig upp.
Fyrir alla sem fljúga er gott að opna kokhlustina öðru hvoru bæði
þegar flug er hækkað og lækkað.
Af því sem hér hefur verið sagt sést að loftið streymir út úr eyranu
og inn í það eftir því hvernig loftþrýstingurinn breytist. Þetta þýðir
það, að ef bólga er í nefkokinu, þar sem kokhlustin opnast, er hætt við
að hún berist upp í hana og alla leið upp í hlust. Menn ættu því ekki
að fljúga ef þeir hafa hálsbólgu, sem er svo mikil, að þá kennir til ef
þeir renna niður. Heldur ekki ef þeir hala akut bólgu í kjálkaliolu
(sinuitis maxillaris), en bíða Iieldur þangað til að bólgan hefur hjaðnað
niður. Varasamt getur einnig verið að fljúga með byrjandi kvef, því að
því fylgir oft bólga í nefkokinu, sem hættir við að berast inn í eyra við
flugið. Við innanlandsflug er hættan minni, en í millilandaflugi Jjarf
oft að fljúga svo hátt, að þrýstingsbreytingarnar geta orðið varasamar
að þessu leyti.
Lojt í pörmum er háð sömu lögmálum og annað loft í líkamanum,
þannig að það J^enst út og því meira sem hærra er flogið. Venjulega
veldur það engum óþægindum, nema livað það losnar niður sem vind-
ur. Þó getur J:>að valdið óþægindum hjá þeim sem hafa slappan kvið,
eins og sumar konur hafa eftir barnsburð, og útþenslan á görnunum
getur jafnvel orðið hættuleg, ef menn hafa sár í görn, eða hafa nýlega
fengið meiriháttar skurðaðgerð á maga eða þörmum. Venjulega eru því
ekki teknir flugleiðis sjúklingar, sem hafa verið skornir upp fyrir botn-
langabólgu eða kviðsliti, fyrr en 10 dagar eru liðnir frá aðgerð. Ef skor-
inn hefur verið hluti úr maga sjúklings eða hann hefur fengið gat á
magann, er venjulegt að heimta að tveir mánuðir líði áður en hann er
tekinn sem farþegi í flugvél. Sjúklingar sem hafa risilfistil eru yfirleitt
ekki takandi í flugvél, því að vindur og saur úr fistlinum veldur ódaun
í kringum sjúklinginn.