Heilbrigðismál - 01.04.1953, Síða 5
FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL
5
manni. Þegar 60 miljónir hektara af landi þeirra voru orðnir yfirvaxn-
ir af kaktus og útlit fyrir að hann myndi leggja landið undir sig og út-
rýma ekki aðeins sauðfé og nautpeningi, heldur einnig mannfólkinu,
kom þessi litla mölfluga og bjargaði öllu saman.
Fyrir rúmum hundrað árum fundu ástralskir bændur upp á því að
flytja inn nýja kaktustegund, sem ekki hafði vaxið í Ástralíu áður,
fíkjukaktus, Opuntia inermis, til að planta henni í kringum lönd sín.
Þegar þessi planta, sem myndar stóra spaða, alsetta hárbeittum gödd-
um, vex upp, myndar hún belti, sem er öruggara gegn mönnum og
skepnum heldur en nokkur gaddavír.
Framan af voru menn ánægðir, því að kaktusinn óx vel og gegndi
sínu hlutverki með prýði. En ekki voru liðnir tveir áratugir er menn
sáu fram á að landinu var mikil hætta búin af þessum nýju girðingum.
Kaktusinn óx og óx út fyrir öll takmörk og varð óviðráðanlegur. Fuglar
báru fræ hans út um allt og löndin sem hann átti að vernda urðu alþak-
in af gaddavexti, sem engu tauti varð við komið. Um 1930 var svo kom-
ið, að kaktusbeltið var orðið 1400 kílómera langt á austurströnd Ástra-
líu, frá norðurhluta Queenslands og suður undir Sidney. Jarðirnar
voru allar eyðilagðar, bændurnir flosnuðu upp, jafnt stórir sem smáir
og kaktusinn varð allsráðandi og ekki útlit fyrir annað en að hann
mundi leggja allt landið undir sig. Hvað mikið sem var brennt og graf-
ið dugði það ekkert til. Árið 1923 eyddu jarðeigendur miljón pundum
til útrýmingar, en það kom ekki að neinu haldi. Stjórnin í Queensland
hét stórum verðlaunum hverjum sem gæti fundið haldgott ráð gegn
þessari plágu. Alls komu yfir 600 tillögur frá öllum heimsins löndum.
En 1924 komst stjórnskipuð nefnd að þeirri niðurstöðu að ómögulegt
væri að útrýma kaktusnum og að herferð gegn honum mundi kosta 100
milj. pund (2000 milj. kr.), án þess að nokkur vissa væri um að hún
bæri árangur.
En önnur nefnd hafði verið skipuð nokkru seinna, nefnd náttúru-
fræðinga, sem tók það hlutverk að sér að svipast um eftir einhverri lif-
andi veru, skordýri eða svepp eða bakteríu, sem gæti sýkt og eyðilagt
kaktus. Þessi nefnd gróf upp ritgerð frá Argentínu, sem birt var 1914,
um fíkjukaktus í opinberum trjágarði við La Plata, sem hafði sýktzt
illilega af mölflugu sem nefndist Cactoblastis cactorum. Lirfur af þess-
ari tegund voru fengnar frá Argentínu til Ástralíu, en svo illa tókst til
með þær að þær drápust allar og með þeim áhuginn fyrir þeim. Önnur
dýr voru reynd og milli 1920 og 1927 voru alls prófaðar 150 skordýra-
tegundir. Af þeim komust 50 í „úrslit“, meðal þeirra mölflugan Cacto-
blastis cactorum. Menn óttuðust að hún mundi ekki láta sér nægja að
eyðileggja kaktusinn, heldur jafnframt leggjast á kál, ávexti og tré, en