Heilbrigðismál - 01.01.1955, Side 1
FRÉTTABRÉF
UM HEILBRIGÐISMÁL
GlO .5
( :—^
JANÚAR-
FEBRÚAR
1955
V________J
Geislavirkt kóbaltou til krabbameinslækninga
í þessum bréfum hefir áður verið minnzt á kóbalt60, sem fyrir nokkru
er farið að nota til lækninga á krabbameini.
Þegar kóbalt er geislað í atómlilaða myndast isotop, kóbaltco, sem er
geislavirkt, þannig að það sendir frá sér gammageisla og breytist jafn-
framt smám saman í nikkel. Mjög lítið er af beta-geislum saman við
gammageislana, svo að ekki þarf að sía geislana, sem er mikill kostur. Á
rúmum 5 árum minnkar geislamagnið um helming, svo að það eyðist
miklu fyrr en radíum, en ný hleðsla í atómhlaða er ekki svo dýr, svo að
kóbalt verður ódýrara en radíum í notkun.
Með kóbalt-tækjum er hægt að beina geislunum nákvæmlega að líf-
færum sem liggja djúpt, án þess að hætta sé á að hörundið eyðileggist af
geislunum, eins og við Röntgengeisla. Kóbaltgeislar valda heldur ekki
nærri eins miklum skemmdum í brjóski og beini eins og Röntgengeislar.
Til þess að fá sambærilega geislaverkun út úr Röntgentækjum þyrfti
a. m. k. 2 miljón volta spennu, en sh'k tæki verða mjög dýr og heimta
mikið pláss.
Fyrstu kóbalt-tækin voru tekin til notkunar haustið 1951 í Saskatoon
í Canada og í London. í Canada eru aðstæður sérlega góðar til að fram-
leiða slík tæki, því að miklar kóbaltnámur eru skammt frá Ontario, enda
hefir kóbalt-tækjum farið fjölgandi síðan fyrstu tækjunum var komið
upp. Nú eru kóbalt-tæki notuð til krabbameinslækninga í Edmonton,
Winnipeg, Port Arthur, Windsor, Hamilton og Toronto. Bráðlega verð-
ur kóbalt-tækjum komið upp í Quebec og öðrum stöðum á sjávarsíðunni.
Loks hafa kóbalt-tæki verið flutt út frá Canada til Bretlands og Banda-
ríkjanna.
í októbermánuði s.I. kallaði krabbameinsfélag Canada saman ril fund-
ar alla geislalækna, sem vinna við kóbalt-tæki. Komu tuttugu þeirra sam-
an á fund og með þeim 10 eðlisfræðingar, sem eru sérfræðingar í geisla-
vísindum. Markmið fundarins var að ræða þá reynslu sem fengizt hefir
við notkun kóbalt-tækja í Canada.
Menn höfðu aldrei búizt við því, að kóbalt-tækið mundi gera krafta-
LANöSBÓhASAiH
202128
fci AMflC