Heilbrigðismál - 01.01.1955, Blaðsíða 3

Heilbrigðismál - 01.01.1955, Blaðsíða 3
FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL 3 Krabbameinsfélaginu af tekjum sínum á þessu ári og dregið það frá tekjum sínum, þannig að gjafaupphæðin verður ekki skattskyld. Ríkisstjórnin beitti sér fyrir því að flytja lagafrumvarp þetta og jafn- fraint að tryggja því fylgi meðal þingflokkanna. Er stjórn Krabbameins- félags íslands ríkisstjórninni mjög þakklát fyrir þann velvildarhug sem hún hefir sýnt félaginu með því að veita því þessi fríðindi. Stjórn Krabbameinsfélags íslands væntir þess að margir velunnarar fé- lagsins minnist þessara laga, ef þeir hagnast svo vel á yfirstandandi ári, að þeir hafi efni á að leggja fram einhvern skerf til baráttunnar gegn krabbameini. Það er svo margt sem þarf að gera, ef okkur á að miða áfram, að sýni- legt er að við getum ekki gert nema lítið brot af því sem við þyrftum að gera, ef fjárhagurinn rýmkast ekki til muna frá því sem verið hefir. Mesta furða er þó hvernig við höfum getað komizt af og lagt eitthvað af mörkum til þeirra framkvæmda sem við höfum talið allra nauðsynleg- astar. En það er hverfandi samanborið við það sem við þyrftum að gera. Við þyrftum að geta komið upp miðstöð fyrir krabbameinsgreiningu og krabbameinslækningar í Reykjavík. Miðstöð, þar sem færustu sér- fræðingar væru til taks til þess að úrskurða um öll vafasöm tilfelli og hefðu öll tæki til nýtízku rannsókna á krabbameini, livar sem það kann að skjóta upp höfðinu. Ennfremur þyrfti að vera þarna geislalækninga- stöð, þar sem fullkomnustu tæki og færustu menn væru til taks, svo að ekki þyrfti að senda neinn sjúkling úr landinu vegna þess að ekki væri unnt að veita honum nægilega góðan atbeina hér. Það verður mörgum sjúklingnum þungbært að þurfa að dvelja síðustu stundir ævi sinnar fjarri sínu fólki á erlendu sjúkrahúsi í vonlítilli baráttu við jafnægileg- an óvin og krabbameinið er. Fyrr eða síðar kemur að því, að hafnar verða fjöldarannsóknir á full- orðnu fólki, til þess að finna krabbamein í því nógu snemma. Hætt er við að slíkar rannsóknir verði ekki unnt að gera svo að vel fari, fyrr en upp er komin krabbameinsmiðstöð, sem getur lagt út í svo umfangs- mikil fyrirtæki. Við íslendingar eigum að setja stolt okkar í það, að verja engu fé til þess að drepa menn, en vera vígreifir og ötulir í baráttunni gegn öllum sjúkdómum og drepsóttum. Okkur hefir þegar orðið mikið ágengt á þessari braut. Styrjaldir og mannvíg liggja margar aldir að baki okkur, en baráttan fyrir bættum heilbrigðisliáttum hefir þegar losað okkur við marga geigvænlega, landlæga sjúkdóma, svo sem holdsveiki, sullaveiki, taugaveiki og barnaveiki. Og berklaveikina er verið að gera landræka, svo að þegar er farið að tala um að losa annað berklahæli landsins. Krabbameinið er nú sá sjúkdómur sem mestan usla gerir meðal ís-

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.