Heilbrigðismál - 01.01.1955, Síða 4
4
FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL
lenzku þjóðarinnar og raunar margra fleiri. Það er óvinur, sem lætur
ekki undan litlu, enda duga engin vetlingatök við hann. Ef okkur á að
verða ágengt í baráttunni við hann verður þjóðin í heild, bæði læknar
og almenningur, að vera stöðugt á verði, tilbúin að ráðast á hann hvar
sem hann gerir vart við sig.
Krabbomein í Kínverjum
í tímariti ameríska krabbameinsfélagsins, Cancer, birtist í maí s.l. rit-
gerð eftir Shu Yeh og próf. E. V. Cowdry um krabbamein í Kínverjum,
einkum eins og þau koma fram á Taiwan (Formósu). Shu Yeh er meina-
fræðingur á Taiwan, en Cowdry er prófessor í líffærafræði í St. Louis í
Bandaríkjunum, sem hefir látið sig krabbamein miklu skipta, m. a. ný-
lega verið formaður fyrir aljjjóðanefndinni til rannsókna á krabbameini
(International Cancer Researcli Commission). Rannsóknin byggist á
skýrslu um 1869 illkynjuð æxli, sem Yeh athugaði á Taiwan, 1729
þeirra send inn af skurðlæknum, en 140 fundin við krufningar.
Algengast var að finna krabbamein í kynfærum, en Joar næst í nefkok-
inu. Svo komu brjóst, húð, magi, lifur, endaþarmur o. s. frv. Hér fer á
eftir yfirit um hve oft krabbamein fannst í hverju líffæri fyrir sig, og til
samanburðar tilsvarandi tölur frá íslandi:
KÍNA ÍSLAND
karlar konur karlar konur
Krabbamein, líffæri: % % % %
Nefkok 30.42 5.30 0.8 0
Lcgháls 55.97 29.0
Legholur 3.12 8.6
Brjóst 12.67 52.2
Eggjakerfi 3.53 7.5
Penis 3.28 0
Magi 9.20 2.28 21.9 8.1
Lifur 9.83 0.52 0.8 0.6
Húð 7.80 1.97 14.6 7.1
Þarmar 3.28 0.93 1.7 1.9
Endagörn 4.84 1.77 4.1 3.8
Nef og nefhol 4.68 1.66 0.5 0.3
Lungu 2.81 0.10 1.0 0.4
Munnur 5.14 2.07 2.2 2.3
Tunga 1.72 0.83 1.4 0.9
Barkakýli 1.72 0.42 0.3 0.3
Tölurnar frá íslandi eru eins sambærilegar eins og unnt er aðfáj
því að þær eru yfir dreifingu innsenndra krabbameina í ýmsum líffær-