Heilbrigðismál - 01.01.1955, Síða 5

Heilbrigðismál - 01.01.1955, Síða 5
FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL 5 um og ná yfir 1335 krabbamein innsend á árunum 1926—52. í íslenzku tölunum eru engar krufningar taldar með, til þess að hafa tölurnar sem sambærilegastar. í kínversku tölunum eru krabbamein frá krufningum ekki nema tæp 8%, svo að þær breyta útkomunni ekki til verulegra muna. Engin skýring er til á því hvers vegna krabbamein eru svo algeng í nefkoki Kínverja. En hvergi í heiminum eru æxli á þeim stað neitt svip- að því eins algeng eins og í Kínverjum, ekki aðeins í þeim sem heima búa, heldur einnig í þeim sem hafa setzt að annarsstaðar í Austurlönd- um og mest þó á Formósu. Tölur eins og þær sem að framan eru greindar ber þó allt af að taka með vissri varkárni, jregar þær eru bornar saman. Maður þarf að vita hvað er á bak við þær, en jiað getur verið erfitt. Hér á landi fer hver og einn til læknis, sem veikist, en í Kína er mikið af skottulæknum og mik- ið af fólki sem hefir ekki efni á að fara til lærðra lækna. Slíkt getur breytt útkomunni verulega, en jjó verður ekki um villst að krabbamein er miklu algengara í nefkoki, leghálsi og lifur í Kína, en sennilega miklu algengara hér í maga. Allt hefir þetta sínar orsakir og þeirra er sennilega ekki að leita í arfgengum eiginleikum fólksins sem þessi lönd byggir, heldur fyrst og fremst í lifnðarháttum. Við fáum krabbamein eftir því hvernig við lifum, livað við borðum, drekkum, reykjum o. s. frv. Því miður er mjög erfitt að greina hvað jiað er, sem krabbameininu veldur í flestum tilfellum, en augu manna eru smám saman að opnast fyrir jrví að ýmislegt er unnt að læra um orsakir krabbameins með því að kynna sér háttu sjúkdómsins meðal margra þjóða, leita orsakanna með tilliti til lifnaðarhátta fólksins og með samanburði sem gerður er þegar Jreir menn koma saman sem bezt þekkja krabbameinsútbreiðslu með þjóð sinni og jafnframt eru þaulkunnugir högum fólksins, geta fengist mik- ilsverðar vísbendingar. í Jjessum efnum er ísland hlutgengt á við önn- ur lönd þótt stærri séu, svo að við eigum að geta lagt okkar skerf til slíkra rannsókna. Vítamín og smjörlíki Nýlega hefir verið fyrirskipað að hækka vítamínmagn smjörlíkis frá því sem verið hefir undanfarið. Vegna jress hve erfitt var að ná í A- og D- vítamín á stríðsárunum voru lækkaðar kröfurnar um vítamínmagn smjörlíkis, svo að ekki var skylt að setja nema eina alþjóða-einingu af D- og 4 af A-vítamíni í hvert gramm. Áður var skylt að setja 16 einingar af A og 1 af D. Nú hefir vítamínmagnið verið hækkað til mikilla rauna,

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.