Heilbrigðismál - 01.01.1962, Síða 2

Heilbrigðismál - 01.01.1962, Síða 2
ritari dr. Ruth M. Graham, Buffalo, N. Y., Bandaríkjum N. A. Fundir stóðu frá 8.30 til 17 alla dagana. Erindi voru flutt ýmist á ensku, frönsku, þýzku eða spönsku. Þýtt var jafnóðum á hvert þessara tungumála og útvarpað um fundarsalinn, en þingfulltrúar höfðu hlust- unartæki og gátu valið um hvert tungumál þeir vildu hlusta á. Fyrsta daginn var rætt um áhrif vaka á útlit fruma í leggangaslími lijá konum með krabbamein í legi eða krabbamein í ltrjósti. Um þessi efni voru flutt ellefu erindi. Yfir- leitt voru menn sammála um að mjög mik- ilsvert væri að fylgjast með breytingum á leggangastroki í sambandi við meðferð á krabbameini í legi og ekki síður þegar um vakameðferð á krabbameini í brjósti væri að ræða. Auk jsess gætu athuganir á leg- gangastroki gefið mikilvægar upplýsingar þegar um truflanir á vakastarfsemi eggja- kerfanna, eða þeirra innrennsliskyrtla, sem jreim stjórna, væri að ræða. Á eftir hverjum erindaflokki tóku til máls jiar til kjörnir sérfræðingar og ræddu erindin í heild og niðurstöður þeirra. Voru þær umræður að jalnaði mjög fróðlegar og lærdómsríkar. Annan daginn vou fluttir þrír erinda- flokkar, sem fjölluðu um eftirtalin efni: 1) Ýmis atriði varðandi staðbundið kraltlta- mein í leghálsi. 2) Getur staðbundið krabbamein gengið til baka? 3) Mikilvægi staðbundins krabbameins í þunguðum kon- um. Undir 1. lið dagskrárinnar ræddi B. L. Reid, Sydney, Ástralíu um hlut veira (vír- us) í upphafi og þróun óreglulegs flögu- þekjuvaxtar á leggangahluta legháls. Nið- urstaða hans var sú, að veirur kynnu að valda óreglulegum flöguþekjuvexti á þess- um stað og j^róun lians yfir í ífarandi krabbameinsvöxt. Ályktun þessi var byggð á rannsóknum á vefjum frá leghálsi í kon- um, sem höfðu haft óreglulegar frumur (olass III—V) í leggangastroki. í vefjunum höfðu fundizt inklusionir í hinum óreglu- legu þekjufrumum og DNA1 gildi allt að sjöfalt hærri en eðlilegt var. Reid liélt Jjví fram, að lrá almennu líffræðilegu sjónar- miði væri fullkomlega réttlætanlegt að líta á veirur sem frumorsök óreglulegs þekju- vaxtar í leghálsi og áframhaldandi þróunar lians yfir í illkynja æxlivöxt. C. Sirtori frá Mílanó lýsti athugunum á 5000 krabhameinum og mismunandi af- stöðu til aðliggjandi vefja. í 2/3 hluta til- fellnanna voru mörkin milli meinsins og aðliggjandi slímhúðar skörp en í \/3 gekk æxlisvefurinn án skarpra marka yfir í slím- húðina. í síðari tilfellunum tók meinið sig oftar upp ;i staðnum eftir aðgerð en í þeim fyrri. • E. Burghardt, Graz, Austurríki lagði ríka áherzluá live áríðandi væri að greina á milli staðbundins krabbameins í vefjasneiðum og annars óreglulegs þekjufrumuvaxtar. Kvað hann mikla nauðsyn til ltera að menri kæmu sér saman um skýrgreiningu á staðbundnu krabbameini, sem byggð væri á glöggum einkennum, svo að sambærilegar breytingar lægju til grundvallar fyrir greiningunni livar sem væri í heiminum. Væri Joetta sér- staklega þýðingarmikið J^egar meta skyldi hvort staðltundið krabbamein gæti læknast sjállkrafa. Hann lýsti síðan athugunum á 11 konum, sem höfðu óreglulegan þekjufrumu ofvöxt í leghálsi á meðgöngutíma eða skömmu eftir barnsburð. Fylgst var með þeim í 2 ár án meðferðar. Af Jjcssum ellefu konum höfðu 2 staðltundið krabbamein. í annarri voru breytingarnar á sama stigi eft- ir 2 ár en í liinni liafði vöxturinn gengið yfir í ífarandi krabbamein. Nið'urstaðan var sú að staðbundið krabbamein myndi haga sér eins hjá þunguðum konum og öðr- um, en um Jiað atriði hafa verið mjög skipt- ar skoðanir til þessa. W. Walz, Heidenheim, Brenz, Þýzka- l DNA táknar efni, scm mjög er mikilvægt fyrii frumukjarnana. FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL 2

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.