Heilbrigðismál - 01.01.1962, Blaðsíða 3

Heilbrigðismál - 01.01.1962, Blaðsíða 3
landi, skýrði i'rá árangri a£ leit að krabba- meini á byrjunarstigi í leghálsi kvenna á takmörkuðu svæði í Þýzkalandi. Þessi leit hefur verið starfrækt síðari 1/8 1951 og skýrði Walz frá árangri starfseminnar fram til 1960. Hel/.tu niðurstöður hans voru að tilfellum af ífarandi krabbameini í leghálsi í konum á áðurgreindu svæði hefði fækkað á þrem síðustu árum ofangreinds tímabils úr 0,06% í 0,03%. ■ D. A. Boyes lrá Vancouver, Brittish Columbia, Canada, skýrði frá því að frá ár- inu 1949 og fram til loka ársins 1959 hefði leggangsstrok verið skoðað frá 107.354 kon- um í frumurannsóknastofu British Colum- bia [British Columlria Cytology Labaro- tory). Á þessu tímabili Iiefðu fundizt 656 staðbundin krabbamein og verið tekin til meðferðar. Álit fyrirlesara og samstarfs- manna hans var, að um 60% af staðbundnu krabbameini gengu yfir í ífarandi krabba- mein, og liðu 13—17 ár frá því staðbundið krabbamein byrjaði þar til ífarandi krabba- mein væri tekið að vaxa. Á umgetnu tíma- bili fækkaði tillellum af ífarandi krabba- meini í leghálsi kvenna í British Columbia úr 28,3 pr. 100 þús. niður í 19,7 pr. 100 þús. og var það þakkað ofannefndri leitarstarf- semi og frumurannsóknum. Taldi Boyes og samstarlsmenn lians að unnt væri að fyrir- byggja krabbamein í leghálsi kvenna með vel skipulagðri leitarstarfsemi og frumu- rannsóknum. Næsti fyrirlesari átti að vera V. Bazala frá Zagreb, Júgóslavíu, en liann liafði ekki fengið leyli stjórnarvalda til að mæta á þinginu og féll því erindi hans niður. Sama máli gegndi um tvo Rússa, sem tilkynnt höfðu þátttöku og sent útdrætti úr væntan- legum fyrirlestrum. Um efnið: „Getur staðbundið krabba- mein gengið til baka?“ voru flutt sex erindi. Um þettá atriði voru menn ekki á eitt sátt- ir, en flestir töldu að áður en þessari spurn- ingu yrði svarað örugglega, þyrfti að skýr- FRÉTTABRÉF UM HÉILBRIGÐISMÁL Skýrsla um íarsóttir á íslandi í sept. og okt. 1961 Reykjavík Allt landið Sept. Okt. Sept. Okt. Kverkabólga 417 415 985 1082 Kvefsótt 481 545 1889 1908 Heilablástur 2 9 Gigtsótt 1 4 Iðrakvef 257 448 - 559 908 Inflúenza 16 7 292 228 Heilasótt 2 1 2 Hvotsótt 5 5 6 9 Hettusótt 25 22 60 86 Kveflungnabólga 46 42 121 122 Taksótt 3 8 18 Rauðir hundar 2 9 3 4 Skarlatssótt 1 3 1 Munnangur 8 17 39 41 lllaupabóla 10 11 24 24 Kossageit 3 3 Ristill 3 10 3 Miðeyrabólga 4 2 Erysipeloid 4 8 Angina Vincenti 5 5 Sanrtals 1278 1520 4019 4450 Heimild: Skrifstofa landlæknis. greina betur hugtakið staðbundið krabba- mein og finna örugg og Ijós kennileyti, senr allir gætu miðað við þegar um greiningu þessa fyrirbæris væri að ræða. Unr krabbamein í leglrálsi Jrungaðra kvenna voru flutt sex erindi. Aðalniður- staða þeirra var sú, að staðbundið krabba- mein í vanfærum konunr hagaði sér eins o° í öðrunr og að einkenni sem fyirdust við frumurannsókn á leggangastroki, og bentu til krabbameinsvaxtar, bæri að túlka eins lrjá konunr, senr gengu með barni og hjá hinum. Síðasta dag þingsins voru flutt 23 erindi um grundvallarrannsóknir á krabbanreini í leghálsi. Kom þar nrargt athygisvert franr, sem ekki verður nánar rakið að sinni. 3

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.