Heilbrigðismál - 01.01.1972, Blaðsíða 21
Tekið upp úr grein í ,.Life and Health"
Sána - finnsk baðstofa
I ALLT AÐ ÞVÍ 1000 ár hefur Finnland átt
sínar heilsugjöfulu baðstofur, er hafa orðið
öðrum þjóðum fordæmi á seinni tímum, fólk-
inu til heilsubótar, gleði og gagns.
Fyrir ævalöngu hafa aðrar þjóðir lært það
af Finnum, að bað innanfrá og útávið getur
hreinsað og hresst allan líkamann, en ekki
einungis húðina. Finnar hafa átt sínar bað-
stofur í um það bil 1000 ár og þær eru þeim
svo mikil nauðsyn, að þeir byggja þær iðulega
áður en þeir taka til við byggingu íbúðar-
hússins.
Hvernig líta Finnarnir á sánuna sína? Hér
kemur frásögn Elmars Erkkila af því.
Sá, sem hefur reynslu af því hvernig á að
fá sér finnskt baðstofubað, veit hversu hollt
og hressandi það er, og sannleikurinn er sá,
þó hann hljómi nánast sem þversögn, að það
er bæði róandi og örvandi.
Hann bætir því við, að sá sem taki finnskt
sánabað áður en hann fer í rúmið, sofi svo
rólega og vel, að rúmið sé eins og nýuppbúið
að morgni. Sá sem hefur átt langan og erf-
iðan dag og kemur þreyttur heim, óskar sér
sanubaðs, en líka góðrar máltíðar, síðan að
fara í rúmið, segir hann. En hvað þá, ef kon-
an hefur loforð um skemmtilegt kvöld ein-
hvers staðar úti? Þá verða viðbrögðin eftir
baðið gagnstæð. Þreytan er eins og blásin
burtu, maður er í fullkomnu jafnvægi, hress
í anda og til í að fá sér glaða kvöldstund.
FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL
Annar sánu-aðdáandi lýsir þessu töfrabaði
þannig:
Roðaglóð leikur um allan líkamann og eitt-
hvað gott og friðsælt kemur yfir mig. Ég
fer þreyttur, ýfinn og uppstökkur inn í bað-
stofuna, en kem út aftur í fullkomnu jafn-
vægi, rólegur og hress.
Jafnvel þeir, sem fara fyrsta sinn í sánubað,
segja að þeir hafi þegar fengið áslökun og
fundið fæðast með sér nýtt fjör og nýjan lífs-
þrótt eftir að hafa kynnzt hinum þurra,
finnska, rakasnauða hita. Það má ekki rugla
saman sánubaði og venjulegu tyrknesku gufu-
baði. Sánan veitir þurran hita, næstum eins
og inni í ofni. Hitans verður þannig ótrúlega
lítið vart og honum fylgja engin óþægindi
eins og gufubaðinu með mettuðum raka. Bað-
inu er komið fyrir í litlu, gluggalausu her-
bergi. Veggirnir eru ómálaðir. Uti í einu
horninu er rafmagnsofn með grind og á henni
glóandi heitir steinar. Hitinn í herberginu
getur verið frá 80 upp í 95 gráður á Celcíus.
Þeir sem vilja, geta skvett dálitlu vatni á
steinana til þess að fá svolitla uppgufun. Því
er haldið fram, að þurr hitaböð, eins og millj-
ónir hraustra og harðgerðra Finna fara í,
endurnæri líkamann og fegri húðina, verki
yngjandi og gefi nýjan þrótt. Það, sem gerir
sánubaðið svo miklu eftirsóknarverðara en
venjulegt tyrkneskt bað, er hið lága rakastig
þess, aðeins 3-5 %.
21