Heilbrigðismál - 01.01.1972, Blaðsíða 23
skrifar um það í bók sinni: „Finnska sánu-
baðið".
I fyrsta lagi á sánubað og fullur magi ekki
saman. Þess vegna á aldrei að fá sér sánubað
strax eftir máltíð. Það á að bíða með það
a. m. k. 1—2 klst., og helzt lengur, eftir stóra
máltíð. Maginn þarfnast mikillar blóðsóknar
eftir máltíðir, en hitinn frá sánubaðinu veitir
blóðinu út í yfirborð líkamans. Þannig víkur
blóðrásin frá því sem bezt hentar undir þess-
um kringumstæðum og afleiðingin verður
þyngslatilfinning. Af sömu ástæðum ætti að
forðast mikla vökvadrykkju á undan sánu-
baði.
Fólk með of lágan blóðþrýsting og mjög
öran hjartslátt, ætti helzt ekki að fara í sánu-
bað án þess að ráðfæra sig við lækni áður.
Frekari lækkun blóðþrýstingsins getur átt sér
stað meðan á baðinu stendur, vegna þess hvað
blóðstreymið til húðarinnar eykst og það
getur orsakað yfirlið.
Sé hjartað veilt, á einnig að gæta fyllstu
varúðar. Sánubaðið er aukaálag á hjartað,
sem verður að auka dælustarfsemina til þess
að örva blóðsóknina til húðarinnar. Þetta get-
ur orðið of erfitt fyrir lélegt hjarta og við
því eiga þeir, sem þannig er ástatt um, einnig
að ráðfæra sig við lækni.
Vikerjuuri læknir leggur áherzlu á að vera
ekki of þreyttur þegar tekið er sánubað.
Hann segir, að eftir mikla og langvinna
áreynslu eigi að hvíla sig á undan baðinu, og
því meiri sem áreynslan hefur verið áður en
sánubaðið var tekið, þeim mun skemmri tíma
á að vera í baðinu.
Þurr hiti sánubaðsins dregur úr spennu
þreyttra vöðva, en það getur einnig valdið
ertingu og of miklum þurrki í slímhimnum
og húð. Þá er ráðlegt að nota venjuleg húð-
smyrsl eða ullarfeiti (lanólín) og skvetta
vatni á heita steinana.
Flestir, sem iðka finnskt sánubað, eru í því
FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL
15—30 mín., en því er haldið fram, að 10
mín. séu alveg nægilegur tími. Það verður
að gæta þess, að sánubaðið sé vel lofthreinsað.
Venjulega er loftrás undir ofninum, eða
hitatækinu, sem notað er. í gegnum þessa
loftrás kemur ferskt loft og gegnum aðra loft-
rás í horninu, lengst frá uppi undir þakinu,
dregst óhreina loftið út.
Hvað á nú að taka sér fyrir hendur þegar
komið er inn í sánubaðið? Ekkert annað en
að setjast eða leggjast niður og láta eyðimerk-
urhitann fara að vinna sitt verk. Vikerjuuri
læknir gefur þó nokkur önnur ráð. Menn
eiga helzt að vera í sem allra minnstu, helzt
engu. Þeim, sem finnst það nauðsynlegt, geta
kastað yfir sig handklæði, en það má aldrei
vera í baðfötum, þau falla alltof þétt að lík-
amanum. Hringi og aðra skartgripi, úr og
gleraugu á að taka af sér.
Skvettið ekki vökva á steinana í byrjun
baðsins og farið altaf gætilega að því, svo
að ekki myndist tyrkneskt gufubað, því það
á að forðast.
Dveljið í kortér í baðstofunni. Takið svo
kalda steypu og hvílist svolitla stund á eftir.
Þetta á að vera ófrávíkjanleg regla og er mjög
þýðingarmikil, áður en e. t. v. er farið inn í
baðstofuna á ný í 10-15 mín.
Ætlið yður ekki minna en hálftíma til
loftkælingar og steypubaðs.
Það á ekki að þurrka sér með handklæði.
Látið loftð þurrka húðina meðan hægfara
kæling stendur yfir, og reynið að vera alveg
máttlaus á meðan á því stendur.
Finnarnir taka sánubaðið sitt mjög hátíð-
lega og þeir ætlast til að gestirnir geri það
einnig. Þeir hafa þá föstu venju, að berja allan
líkamann með hrísvendi, til þess að örva blóð-
rásina og auka svitann.
Bj. Bj. þýddi.
23