Heilbrigðismál - 01.06.1985, Síða 8

Heilbrigðismál - 01.06.1985, Síða 8
HEILBRIGÐISMAL / Jónas Ragnarsson KARLAR KONUR 41X □ HAFA ALDRQ REYKT ■ HÆTIR AD REYKJA 39% □ REYKJA SIIMHJU ■ REYKJA DAGLEGA Um 40% fullorðinna reykja daglega - samkvæmt nýjum könnunum Hagvangs Grein eftir Jónas Ragnarsson og dr. Þorstein Blöndal Niðurstödur tveggja kannana, sem Hagvangur hefur nýlega gert, sýna að um 40% fullorðinna íslend- inga reykja nú daglega og að lítill munur er á reykingum karla og kvenna. Stórt úrtak. Báðar þessar kannan- ir voru hluti af svonefndum spurn- ingavagni Hagvangs, fyrri könnunin var gerð í lok febrúar en sú síðari um miðjan maí 1985. í hvort sinn feng- ust svör frá á áttunda hundrað körlum og konum, 20-69 ára. Það var Tóbaksvarnanefnd sem fékk Hag- vang til að kanna reykingavenjur Is- lendinga á þennan hátt, en samkvæmt tóbaksvarnalögum á nefndin m.a. að fylgjast með útbreiðslu þessa siðar. Fjórir af tíu. Um 40% fullorðinna landsmanna sögðust reykja daglega, en auk þess reyktu 5% stundum. Um 32% voru hættir að reykja en 23% hafa aldrei reykt. Þessar tölur benda til þess að um 70 þúsund ís- lendingar reyki daglega, en 30 þús- und séu hættir að reykja. Hlutfalls- lega fleiri karlar en konur reykja daglega (41% á móti 39%). Þegar litið er á reykingar eftir aldri og kynjum kemur í Ijós að reykingar eru almennari hjá körlum en kon- um, í flestum aldurshópum. Hins vegar eru konur hneigðari til sígar- ettureykinga en karlar. Um 99% reykjandi kvenna nota sígarettur, en 70% karla. Þessi þróun er uggvæn- leg því sjúkdómshættan af völdum sígarettureykinga er meiri en af öðru tóbaki. Stutt er síðan reykingar urðu almennar meðal kvenna, og því má vænta þess að reykingasjúkdómar, einkum lungnasjúkdómar, verði al- gengari en áður meðal kvennanna á næstu árum. Margt forvitnilegt. Greinilegur munur er á reykingum eftir starfs- greinum. Þannig reykja t.d. 21% þeirra sem vinna við landbúnað, 34% opinberra starfsmanna en 57% þeirra sem starfa við sjávarútveg. Þeir sem hafa verið fá ár í skóla reykja að jafnaði meira en þeir sem hafa langa skólagöngu að baki. At- hyglisvert er að í könnuninni eru sígarettureykingar vinsælastar hjá yngstu körlunum, en hjá þeim eldri hafa vindlar og reyktóbak unnið mikið á. Heil 95% þeirra sem eru 20-24 ára reykja sígarettur, en 52% þeirra sem eru á sjötugsaldri. Samdráttur á sautján árum. Frá því 1967 hefur Hjartavernd kannað heilsufar þúsunda Islendinga og m.a. spurt um reykingavenjur. Hafa nú komið út fjórar skýrslur um reykingar fólks á höfuðborgarsvæð- inu. Árin 1967—68 reyktu daglega um 63% íslenskra karla á aldrinum frá fertugu til sextugs, en árin 1974— 76 var hlutfall reykingamanna í þeim aldurshópi komið niður í 57%. í fyrstu kvennarannsókn Hjartavernd- ar, árin 1968-69, reyndust 45% kvenna í áðurnefndum aldursflokki reykja daglega, en tæpum áratug síðar, 1976-78, var hlutfallið 42%. Niðurstöður síðari rannsókna Hjartaverndar hafa ekki verið birt- ar. Þegar þessar tölur eru bornar saman við nýjustu kannanir Hag- vangs kemur í Ijós að verulega hefur dregið úr reykingum karla frá 1968 til 1985, eða úr63% í41%. Reyking- ar kvenna hafa hins vegar ekki minnkað eins mikið á þessu sautján ára tímabili, eða úr 45% í 39%. Arangur í Evrópu. I flestum löndum Evrópu dregur úr reyking- um. Víðast hvar reykja nú innan við 40% fullorðinna. Undantekningar eru í Ungverjalandi og á Spáni, en þar er mjög stutt síðan barátta gegn reykingum hófst. Á Spáni reykja t.d. 58% fullorðinna karla en ástandið er enn verra meðal ungl- inga, í 12—15 ára hópnum reykja 75%. Svíar geta nú státað af því að innan við þrjátíu af hundraði fullorð- inna reyki daglega. Síðan 1970 hefur dregið verulega úr reykingum þar í landi. Þá reyktu 53% karla og 34% kvenna daglega. Þykir þetta mikill árangur að mati sænsku tóbaks- varnastofnunarinnar NTS. Jónas Ragnarsson er ritstjóri Heil- brigðismála. Dr. Þorsteinn Blöndal er yfirlæknir lungna- og berklavarnadeildar Heilsuvemdarstöðvarinnar í Reykja- vík. 8 HEILBRIGÐISMAL 2/1985

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.