Heilbrigðismál - 01.06.1985, Blaðsíða 15

Heilbrigðismál - 01.06.1985, Blaðsíða 15
Síðustu ár hefur ristilkrabbamein verið að aukast í báðum kynjum. Undanfarin fimm ár voru greind 3548 krabbamein alls, eða 710 að meðaltali á ári (356 hjá körlum og 354 meðal kvenna). Að jafnaði greindust 85 brjóstakrabbamein á ári, 72 lungnakrabbamein, 69 blöðru- hálskirtilskrabbamein, 61 maga- krabbamein og 52 ristilkrabbamein á ári. Krabbamein eru aðallega flokkuð eftir líffærum og eru flokkarnir rúm- lega fjörutíu. Fimmtán algengustu krabbameinin í hvoru kyni fyrir sig eru talin upp í meðfylgjandi töflum. AF 100.000 TÍÐNI KRABBAMEINA HJA KONUM BRJÖST LUNGU RISTILL EGGJA- KERFI MAGI -59 -64 -69 -74 -79 -84 AR Tæpur helmingur þeirra karla sem fengu krabbamein á árunum 1980— 84 var undir 70 ára aldri, og helming- ur kvennanna undir 67 ára aldri. Láta mun nærri að þriðji hver ís- lendingur fái einhvern tímann krabbamein. Margir þeirra læknast. Önnur hver kona og þriðji hver karl eru á lífi fimm árum eftir greiningu sjúkdómsins. Jónas Ragnarsson er ritstjóri Heilbrigdismála. Dr. Guðmundur Snorri Ingimars- son læknir er forstjóri Krabba- meinsfélags íslands. Hann er sér- fræðingur í krabbameinslækn- ingum. Upplýsingamar í þessari grein, og meðfylgjandi töflum og línurit- um, eru úr gögnum Krabbameins- skrár Krabbameinsfélagsins. Tíðni- tölumar byggjast á aldursstöðluðu nýgengi ALGENGUSTU KRABBAMEININ HJÁ ÍSLENSKUM KONUM 1980-1984 Árlegur fjöldi nýrra tilfella, miðað við 100.000 konur. 1. Brjóstakrabbamein ............63,8 2. Lungnakrabbamein..............23,5 3. Ristilkrabbamein .............16,4 4. Eggjastokkakrabbamein ........15,1 5. Magakrabbamein ...............14,4 6. Legbolskrabbamein ............14,2 7. Leghálskrabbamein ............12,5 8. Skjaldkirtilskrabbamein....... 9,5 9. Heilaæxli..................... 9,1 10. Briskirtilskrabbamein ........ 7,8 11. Nýrnakrabbamein............... 7,7 12. Blöðrukrabbamein.............. 7,3 13. Sortuaexli í húð ............. 7,0 14. Hvítblæði .................... 5,2 15. Endaþarmskrabbamein .......... 4,8 HEILBRJGÐISMÁL 2/1985 15

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.