Heilbrigðismál - 01.06.1985, Side 11

Heilbrigðismál - 01.06.1985, Side 11
hægt að beina til þeirra tilmælum um hvernig þeir eigi að haga starfi sínu og hvaða verkefni eigi að sitja fyrir. Ráðuneytið hefur ekki fengið að ráða tannlækna eða annað starfslið til að sinna fyrirbyggjandi starfi í tengslum við annað starf á heilsu- gæslustöðvum. Það hefur því farið eftir aðstæðum á hverjum stað hverj- ir hafa sinnt hvatningu ráðuneytisins og beitt sér fyrir forvarnarstarfi. Oft eru það kennarar, hjúkrunarfræð- ingar, Ijósmæður, eða læknar. í námi þessara stétta er ekki reiknað með því að þær annist þessi störf þótt grundvallaratriðin séu ein- föld og auðveld í framkvæmd. Á hinum Norðurlöndunum annast tannfræðingar að mestu leyti þessar forvarnir tannsjúkdóma. Nám þeirra tekur 2-3 ár, oftast eftir stúdents- próf, og er menntun þeirra þjóð- hagslega mjög hagkvæm. Því miður hefur menntun þeirra enn ekki hafist hérlendis, svo að varla mun vera hægt að reikna með tannfræðingum til þessara starfa hér, svo að um munar, fyrst um sinn. Þá hefur ráðuneytið beitt sér fyrir útgáfu nyndabóka með fræðslu fyrir verðandi mæður og einnig gefið út fræðslubæklingana „Biti milli mála“ og „Hreinar tennur", sem dreift var til allra nemenda í grunnskólum landsins á svonefndum tannverndar- degi 29. janúar s.l. og tannhirðudegi 16. apríl s.l. Tókst með aðstoð fjöl- miðla að vekja nokkra athygli á þessum málum. Einnig hefur verið góð samvinna við menntamálaráðu- neytið og kennara um þessi mál. Til þessarar starfsemi var veitt sér- staklega 300 þúsund krónum árið 1983, sem er lítið með tilliti til þess að hið opinbera greiddi líklega um 160 milljónir, á sama tíma, fyrir tannviðgerðir og tannréttingar og rúmar 4 milljónir í styrk fyrir ferðir barna og fylgdarmanna þeirra vegna tannréttinga. Æskilegt væri að sameina aðila sem vinna tannverndarstörf og ef til vill stofna einhvers konar tannvernd- arráð. í því ættu sæti fulltrúar frá Heilbrigðisráðuneytinu, Tannlækna- félagi íslands, tannlæknadeild Há- skóla íslands og Tryggingastofnun ríkisins. Tannverndarsjóður, sem ætlaður er til að fjármagna tannverndarstarf, ætti að vera undir stjórn slíks tannverndarráðs, sem þyrfti að ráða tannfræðing til starfa. Gæti tannfræðingurinn m.a. ferðast milli skóla landsins og kennt tannvernd og þannig stuðlað að for- vörnum. Því miður hefur fé tannverndar- sjóðs verið lítið nýtt en í honum munu vera yfir 4 milljónir króna. Tannlæknisþjónusta fyrir skóla- börn er víða óskipuleg hérlendis og tilviljanakennd. Á þeim stöðum þar sem börnin eru ekki kölluð inn til eftirlits reglulega, virðist raunin verða sú að þriðjungur þeirra fer ekki til tannlæknis fyrr en þau fá verk eða bólgu. Afleiðingin er sú að þegar þau loksins koma verða við- gerðirnar umfangsmiklar og dýrar. Einnig verða tennurnar veikari á eft- ir, ef þær tapast hreinlega ekki. Af þessu leiðir að hérlendis er fjöldi rótfylltra tanna, gullkróna og tannréttinga óvenju inikill. Þessu átta yfirvöld og aðrir sig oft ekki á og halda að komi ekki reikningar fyrir einhver börn eitt árið þá sé það sparnaður, en þessu er öðruvísi far- ið, því að loksins þegar reikningarnir berast eru þeir mjög háir. Ekki hefur heldur verið lögð nægi- leg áhersla á tennur forskólabarna. Sá skilningur virðist enn vera ríkj- andi að þar eð þær eigi eftir að víkja þurfi ekki að leggja eins mikla áherslu á þær. Þetta er auðvitað rangt. Verði að draga úr barnatönn getur afleiðingin orðið sú að kjálk- inn vaxi ekki eðlilega og því þurfa þessi börn oftar en eðlilegt er að fá tannréttingu. Enda er eftirspurnin eftir tannréttingum hérlendis óvenju mikil. Nú starfa 10 sérfræðingar að tannréttingum hér á landi en aðeins 91 í Finnlandi (sem samsvarar 4 hér) og 118 í Danmörku (sem samsvarar 5 hér). Önnur afleiðing þess að barna- tönn tapast of fljótt er að börnin venjast á að velja helst fæðu sem þau þurfa sem minnst að tyggja og kjósa að renna henni niður ótugginni með gosdrykk. Niðurstaðan er því sú að tannlæknisþjónustan skilar ekki þeim árangri sem æskilegur er. Hið opinbera hefur veitt til hennar fé án þess að gera sér ljóst gildi forvarnar- starfs og án þess að ákveða, hvað gera skuli, í hvaða forgangsröð veita skuli þjónustuna og hverjir eigi að gera það. Eitt brýnasta verkefnið í dag er að yfirvöld setji slíkar reglur. Magnús R. Gíslason er yfir- tannlæknir í Heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu. HEILBRIGÐISMÁL 2/1985 1 1

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.