Heilbrigðismál - 01.06.1985, Page 17

Heilbrigðismál - 01.06.1985, Page 17
í tímaritinu, sem Alan Blum rit- stýrir, hefur hann bent á þá kald- hæðni, að vegna sóttvarna-ástæðna fóru menn á síðustu öld að reykja sígarettur í stað þess að tyggja tó- bak. Framleiðendur töldu fólki trú um, að enginn væri maður með mönnum, sem ekki reykti sígarettur. Slíkar auglýsingar voru jafnvel í bandarískum læknablöðum allt fram til ársins 1955. Tóbaksauglýsingar birtast enn í víðlesnum tímaritum, bæði austan hafs og vestan. Stund- um kemur fyrir að á forsíðu er fjall- að um eitthvert heilbrigðisvanda- mál, en á baksíðu sama blaðs er stór tóbaksauglýsing. Mörg lönd hafa nú bannað tóbaksauglýsingar, en reynt er að komast fram hjá því banni á ýmsan hátt, m.a. í sjónvarpsútsend- ingum frá íþróttaviðburðum í öðrum löndum, þar sem við blasa stór auglýsingaspjöld umhverfis Ieik- vanginn. „Svonefndar léttar sígarettur eru ein af auglýsingabrellum tóbaks- framleiðenda“, sagði Alan. „Ávinn- ingurinn af því að reykja tjörulitlar sígarettur í stað tjöruríkra er lítill eða enginn. Pað er sama hvort mað- ur dettur af svölum á tíundu hæð eða fimmtándu hæð.“ Alan Blum var einn af stofnend- um samtakanna DOC (Doctors Ought to Care), sem beita sér fyrir fræðslu til ungs fólks uni bætta heilsu. Eitt af viðfangsefnum DOC er að benda á það hve tóbaksauglýs- ingar eru fáránlegar. „Fað er undar- legt að sígarettur eru sagðar vera kaldar og hressandi, þegar það er haft í huga, að glóðin er um 800° heit“, segir Alan. Slagorðið á auglýs- ingum vinsællar sígarettutegundar er: „Eg reyki vegna bragðsins." Samtökin gáfu út veggspjald þar sem snúið er út úr þessu og sagt: „Ég reyki vegna lyktarinnar." Og auðvit- að var myndin af manni, hetju- ímynd, með sígarettu í nefinu! Þessu veggspjaldi var dreift á læknastofur og víðar, og vakti það mikla athygli og umtal. Áströlsku samtökin BUGA-UP (Billbord-Utilizing Graffitists Agai- nst Unhealthy Promotions) hafa beitt sér gegn tóbaksauglýsingum þar í landi. Þau hafa m.a. komist upp með að mála ýmiss konar ábendingar á veggskreytingar tó- baksseljenda. Alan Blum taldi þessi samtök, sem margir læknar eru í, hafa náð miklum árangri gegn tó- baksauglýsingum. Leggja verður áherslu á það að reykingavarnir eru barátta fyrir betri heilsu og færri dauðsföllum af völd- um krabbameina og hjartasjúk- dóma. Alan sagði að fólk yrði að gera sér grein fyrir því að manninum er ekki eðlilegt að reykja. "Islensku viðvörunarmerkingarn- ar eru merkasta framtak á sviði tó- baksvarna í heiminum á þessu ári“, sagði Alan Blum. „Eftir að hafa kynnt mér þann árangur sem náðst hefur í baráttunni gegn reykingum ungs fólks á íslandi, ástandið hér og aðstæður tel ég að þið ættuð að geta gert Reykjavík að fyrstu reyklausu borginni í heiminum, og það fyrr en seinna. En til þess verðið þið að halda baráttunni áfram af fullum krafti.“ -jr. Meðan leyft var að auglýsa tóbak var höfðað til lækna, sem og ann- arra. Forsiða fyrsta tölublaðs fyrsta árgangs af Læknablaðinu, í janúar 1915, ber merki um þekk- ingarleysið á þeim tíma. LOKIBLIfllfi GEFIÐ ÚT AF LÆKNAFJELAGI REYKJAVIKUR RITSTJÓRN: G. HANNESSON, MATTH. EINARSSON, M. JÚL. MAGNÚS i. árg. Janúarblaðið 1915 EFNI: Læknablaðið. — lslenzkt læknafélag eftir G. Hannesson. — Nokkur orð um mænu- sótt eftir Jón Hj. Sigurðsson. — Opið bréf til héraðslækna cftir G. Björnsson land- lækni. — Læknablaðsmál eftir G. Hannesson. — Heilsufar. Hclztu fréttir úr héruðum eftir G. B. — Ritdómar eftir G. H. og G. Claessen. — Utanfcrðir héraðslækna eftir G. B. — Laus læknahéruð eftir G. B. — Læknapróf í Febrúar 1915. Enginn læknir býr svo heima fyrir, eða fer i ferðalag, að hann ekki hafi eitthvað af neðantöldum tó- bakstegundum úr t Tóbaksverzlnn E. F. Leví, sem hlotið hafa allra lof. CIGARETTUR. VINDLAR. REYKTÓBAK. MUNNTÓBAK. NEFTÓBAK. Pantanir utan af landi afgreiddar með fyrstu ferð. HEILBRIGÐISMÁL 2/1985 17

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.