Heilbrigðismál - 01.06.1985, Blaðsíða 18

Heilbrigðismál - 01.06.1985, Blaðsíða 18
K-bygging Landspítalans: Fyrsti hlutinn í notkun eftir þrjú ár? / febrúar hófst jarðvinna við svo- nefnda K-byggingu Landspítalans. Síðar á þessu ári mun uppsteyping fyrri áfanga boðin út og gert er ráð fyrir að Krabbameinslækningadeild Landspítalans flytji inn á neðstu hæðina árið 1988. En hvað er K-bygging? Árið 1979 var enskt sérfræðifyrirtæki í skipu- lagningu heilbrigðismannvirkja fengið til að kanna, í samvinnu við Húsameistara ríkisins, hvernig unnt væri að leysa húsnæðisvanda þeirra deilda Landspítalans sem verst voru settar. Lagt var til að reist yrði bygg- ingasamstæða, sem merkt var á skipulagsteikningum Landspítala- lóðar með bókstöfununt MOMK. Síðar var ákveðið að M og O bygg- ingunum yrði slegið á frest, en eftir var K-bygging á þremur hæðum. Skyldi hún hýsa krabbameinslækn- ingadeild, skurðdeild og rannsókna- deildir eða röntgendeild. Hvernig hefur undirbúningurinn gcngið? Á grundvelli þeirrar rýmis- áætlunar sem gerð var af ensku sér- fræðingunum, vann embætti Húsa- meistara ríkisins að gerð aðalteikn- inga byggingarinnar og hún fékkst efnislega samþykkt í byggingarnefnd Reykjavíkur í árslok 1981. Að því loknu voru danskir verkfræðingar fengnir, í samvinnu við innlenda verkfræðinga, til ráðuneytis um endanlegt fyrirkomulag innanhúss (lagnir o.fl.). Var lokið við að sam- ræma teikningar hússins þeim hug- myndum í ársbyrjun 1983. Und- anfarin tvö ár hefur svo verið unnið að gerð nýtingaráætlunar og bygg- ingaráætlunar, m.a. í nánu samráði við væntanlega notendur. Gert er ráð fyrir að húsið verði byggt í tveim áföngum. í þeim fyrri á að steypa upp þriðjung hússins, en aðeins verður gengið að fullu frá hús- næði Krabbameinslækningadeildar á neðstu hæðinni. í síðari áfanganum á síðan að byggja lagnagang frá ket- ilhúsi inn í aðalbygginguna, sprengja út fyrir öllu húsinu, reisa það sem ekki var gert í fyrri áfanganum og ganga endanlega frá húsinu. Hvað kostar þessi bygging? Miðað við byggingavísitölu nú (200 stig) er gert ráð fyrir að byggingakostnaður fyrri áfanga K-byggingarinnar verði um 160 milljónir króna en tæki og búnaður í þann áfanga kosti um 50 milljónir króna. Heildarkostnaður við báða áfangana er áætlaður 800 milljónir króna, þar af tæki og bún- aður 250 milljónir. Er K-byggingin stórhýsi? Því er ekki að neita að væntanleg K-bygg- ing er nokkuð stór. Brúttó rúmmálið er um 53 þúsund rúmmetrar og heildarflatarmálið nær 13 þúsund fermetrar. Þar af eru hæðirnar þrjár um 8700 fermetrar. Hins vegar er neðsta hæðin að mestu leyti nið- urgrafin og byggingin sýnist því ekki vera nema tveggja hæða. Hæðirnar eru misstórar, en sé tekið mið af efstu hæðinni, sem er mest áberandi, þá verður hún 77 metrar á lengd og 31 metri á breidd. Til samanburðar á stærðum skal nefnt að B-álma Borg- arspítalans er tæpir 7 þúsund fer- metrar (23 þúsund rúmmetrar). 18 HEILBRIGÐISMÁL 2/1985

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.