Heilbrigðismál - 01.06.1985, Qupperneq 19

Heilbrigðismál - 01.06.1985, Qupperneq 19
Hvers vegna er nauðsynlegt að reisa K-bygginguna? Sérhæfða læknisþjónustu er ekki hægt að veita á mörgum stöðum í svo fámennu landi. Landspítalinn er háskóla- sjúkrahús og þarf því að vera eins vel búinn tækjum og aðstöðu eins og unnt er. Á það skortir nú, einkum vegna þess að viðunandi húsnæði fyrir svonefndar stoðdeildir er ekki til staðar. Ætlunin er að reyna að bæta úr því í K-bygginunni, sem nefnd hefur verið bæði hjarta og heili Landspítalans. - Rann- sóknastofurnar eru í þröngu og óhentugu húsnæði á mörgum stöð- um í spítalabyggingunni. Möguleiki er á hundruðum mismunandi rann- sókna og daglegur fjöldi niðurstaðna skiptir þúsundum. - Röntgendeild- in er einnig í þröngu og óhentugu húsnæði. Mikið skortir á að deildin sé búin þeim tækjum sem nauðsyn- leg eru. — Fjöldi skurðaðgerða á Landspítalanum er um fjögur þús- und á ári og hefur þeim fjölgað um 40% á einum áratug. Aðstaðan hef- ur hins vegar lítið breyst síðustu tvo áratugi. Með bættri aðstöðu fyrir undirbúning skurðaðgerða og eft- irmeðferð væri hægt að auka afköst- in. - Bæta má nýtingu á þjónustu Landspítalans með móttökudeild og dagdeild, en þeim er ætlað rými í K- byggingunnni. - Geislameðferðar- tæki er aðeins eitt og svarar alls ekki þeim kröfum sem nú eru gerðar til nákvæmni meðferðar. Nauðsynlegt er að fá nýtt meðferðartæki, svo- nefndan línuhraðal, en ekkert hús- næði er til staðar. Undirbúningur geislameðferðar og lyfjameðferð krabbameins er í ófullnægjandi hús- næði fjarri meðferðartækinu. Hvaða ávinningur er af því að ráðast í K-bygginguna núna? Eins og áður kom fram er tækjabúnaður- inn nær þriðjungur af heildarkostn- aðinum. Flest öll þessi dýru tæki verður að kaupa á næstu árum hvort sem er, og því er mikilvægt að sem best sé búið um þau, svo þau nýtist sem best. Aukin afköst á skurð- deildum skapa mikla rekstrarhag- ræðingu og því hefur verið fullyrt að þessi bygging sé hagkvæm þjóðhags- lega séð. Ekki er gert ráð fyrir fjölg- un sjúkrarúma þegar byggingin verður tekin í notkun, en legu- deildirnar munu nýtast mun betur en nú. Flestar lausnir á húsnæðismálum Landspítalans síðasta áratug hafa verið bráðabirgðalausnir. Á sama tíma hefur starfsemin aukist veru- lega en búnaðurinn og húsnæðið nýt- ist ekki sern skyldi. Án K-byggingar HEILBRIGÐISMAL/Jóhannes Long Svonefnd K-bygging á Land- spítalalóð á að risa vestan við aðalbyggingu spítalans, sunnan bráðabirgðahúsa Rannsóknastofu Háskólans. Myndin er af líkani sem Guðlaugur Jörundsson hefur gert, og er horft á bygginguna úr suðvestri. verður að leysa málin áfram til bráðabirgða, sem er mun dýrara að mati ráðamanna spítalans. En hvers vegna hefur ekki verið byrjað á þessari bygginu fyrr? Ef til vill er svarið fólgið í þeirri fullyrð- ingu að byggingin hafi átt sér of fáa málsvara á Alþingi. En nú hefur orð- ið breyting á. Við afgreiðslu fjárlaga ársins 1985 voru veittar 20 milljón- ir króna til þessarar framkvæmd- ar. Heilbrigðisráðherra, Matthías Bjarnason, tók fyrstu skóflustung- una í febrúar 1985 og áætlað er að jarðvinnu ljúki nú í júlí. Lions-menn söfnuðu nýlega fyrir geislameðferð- artæki í þessa byggingu. Svo virðist því sem loks sé komin hreyfing á málefni K-byggingarinnar. -jr. Samantckt þcssi cr m.a byggö á upplýs- ingum frá Hallgrími Snorrasyni, formanni Yfirstjórnar mannvirkjagcrðar á Landspít- alalóö, og fleirum. HEILBRIGÐISMÁL 2/1985 19

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.