Alþýðublaðið - 11.08.1923, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.08.1923, Blaðsíða 4
4 M. b. „Svanur fer til Breiöafjaröar á mánudaginn. Flutningur tilkynnist strax. Nic. Bjarnason. UndagíMogTeginiL I'yrlríestur um deiluná í Ruhr- héruðunum ætlar danskur blaða- máður írá danska blaðinu >Poli- tiken«, O. B. J. Sökjær að nafni, að halda í kvöld í Bíruhúsinu. Fyrirlesarinn hefir dvalið í Ruhr- héruðunum frá því, er hertakan hófst í janúar, og til i. maí, og hefir því átt kost á að athuga með eigin sjón og heyrn at- burðina, Ætlar hann að lýsa þeim og veita í fám dráttum yfirlit yfir þá. Til skýíingar sýnir hann nær 100 skugga- myndir. Fyrlrlesturinn hefir verið haldinn á 20 stöðum í Danmörku fyrir húsfylli. Aðgöngumiðar eru seldlr í bókaverzlunum ísafoldar og Sigfúsar Eymundssonar. Hijóinleikar Haralds Sigurðs- sonar í gærkveldi voru sæmilega sóttir, eftir þeim ástæðum, sem nú tíkja hér, en verðskuldað hefði hann húsíylli, slíkur af- burða-snillingur sem hann er í Iist sinni. Verður misbresturinn á því að fullnægja þeirri verð- skuldan að skrifast á reikning þeirra, er ráða því í þessu landi, að állur almenningnr er útiiok- aður frá nautn æðstu gæða lítsins. Messur á morgun. í dómkirkj- nnni kl. 11 árd. séra Bjárni Þorsteinsson frá Siglufirði. í fríkirkjunni kl. 5 síðd. prófessor Haraldur Nielsson. í Laedakots- kirkju kl. g f. h. hámessa, engin síðdegisguðsþjónusta. Bæjarstjórn ísafjarðar sam- þykti nýlega að undirbúa sjúkra- hússbyggingarmál kaupstaðarins, svo að ríkissjóðsstyrkur fengist útborgaður, og kjósa nefnd til að vinná að því, að verkið gæti hafist með haustinu. Oddviti bæjarstjórnárinnar hefir nú með úrskurði felt samþykt þessa úr gildi með stuðningi tveggja bæj- arstjóruarfulltrúa. Oddvitinn hefir áður leikið þenna leik, er hann ógilti fjárhagsáætlun bæjarins í haust, er leið. FramkTæmdanefnd Stórstúk- unnar hefir gefið út ávarp til templara og bannvina, þar sem hún skorar á þá að vinná að því eftir megni, að þau ein þing- mannaefni verði í kjöri, sem lofa að beita sér íyrir því, að tekj- um áfengisverzlunarinnar sé var- ið til þess að losa landið undan áhrifum Spánverja, meðal ann- ars með því að útvega fisk- markaði; enn frerour er þar skor- að á bannvini að taka vel þeirri málaleitun Stórstúkuþingsins síð- asta áð Ieggja að minsta kosti eins dags tekjur sfnar í sjóð til að efla málstað bannvina. Þess er getið í ávarpinu, sem rétt er, að jafnaðarmenn hafa á stefnu- skrá sinni algert áfengisbann, og það er vitanlega aðalatriðið í bannmálinu. Lesendur! Haldið Alþýðublað- inu saman, svo aö þið getið fyigst með, tá er vitnað er í eitthvað, er áður hefir í blaðinu verið sogt. „Yísír“ spurði nýlega, hvers vegna Alþýðubl. kalli >kommunista< í Finnlandi sameignarmenn, en ekki jafnaðarmenn. Er rétt að svara því, þótt spurt sé af litlum skiln- ingi. Af því að Alþýðublaðið ber meiri virðingu íyrir móðurmáli vor íslendinga en blöð >þjóðernis- sinnauna< og vill því ekki að óþörfu ata það útlendum slettum til óprýði og skilningsspella, notar það orðið >sameignarmaður<, þar sem í útlendu máli er sagt >kom- munisti< til aðgreiningar frá öðr- um jafn'aðarniönnum. fað er líka engu siður fagurt nafn og rök- rétt, eins og áður hefir verið sýnt ! fram á. Næturlæknir í nótt Jón Hj. Sigurðsson Laugaveg 40. Sími 179. Kaupiö tarseðla að skemtiför Jafnaðarmannafél. í dag á © Litla Kaffi. Q Farseðlar með >Gullfossi< til útlanda sækist á mánudag. Stangasápan með blámanum fæst mjög ódýr í Kaupfélaginn. Purkaður fiskur, ódýr og góður, fæst á Bergþórugötu 43 B. 7—9 síðd. Fluttur heim til bæjarbúa, ef keypt eru 20 kg. 1 einu. Miklu úr að velja. Hafliði Baldvinsson. Gerhveiti nýkomið, á 40 aura x/a kg., í verzlun Elíasar S. Lyng- dals, Njálsgötu 23. Sími 664. Kúsínur á 70 aura x/2 kg. í verzlun Elíasar S. LyDgdals: Sími 664. Dívan og kommóða til sölu mjög ódýrt. Afgr. vísar á. Kaupakona óskast strax aust- ur í Árnessýslu. Upplýsingar á Laugaveg 47. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hallbjörn Halldórsson. Pr@atsm'ðia Hállgdms Benadikfssnnar, Httr£3taðast*SBtl 19

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.