Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 02.02.1978, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 02.02.1978, Blaðsíða 8
Hádegís- fundur Hádegisfundur jafnaðar- manna verður á Hótel KEA næstkomandi laugardag, 4. febrúar, klukkan 12,00. Umræðuefni: Skipulagsmál. Gestur fundarins: Svanur Eiríksson, arkitekt. Jafnaðarmenn, mætið vel og stundvíslega. Prófkjör um skipan 4 efstu sæta á lista Alþýðuflokksins til bæjarstjómarkosninga á Akureyri 1978 fer fram laug ardaginn 11. feb. og sunnu- daginn 12. feb. nk. Kjörfund ur verður frá kl. 14—19 báða dagana. Kjörstaður verður Gránu- félagsgata 4 (J.M.J.-húsið). Atkvæðisrétt hafa allir bú- settir Akureyringar 18 ára 28/5 ’78 og eldri, sem ekki eru flokksbundnir í öðrum stjómmálaflokkum. U t a n k j ö r s t a ðar atkvæða- greiðsla hefst mánudaginn 6. feb. og lýkur föstudaginn 10. feb. Fer hún fram að Strand- götu 9, skrifstofu Alþ.fl. kl. 17—19 dag hvem. Frambjóðendur til próf- kjörsins em: Freyr Ófeigsson, Birkil. 5 í 1. sæti. Bárður Halldórsson, Löngum. 32 í 1. og 2. sæti Þorvaldur Jónsson, Greni- völlum 18 í 2. sæti. Magnús Aðalbjömsson, Akurg. 7 d í 2. og 3. sæti. Sævar Frímannsson, Greni völlum 22 í 3. sæti. Ingvar G. Ingvarsson, Dals gerði 2 a í 4. sæti. Pétur Torfason, Sólvöllum 19 í 4. sæti. Kjósandi merkir með krossi við nafn þess fram- bjóðanda, sem hann velur í hvert sæti. Eigi má á sama kjörseðli kjósa sama iriann nema í eitt sæti, þótt hann bjóði sig fram til fleiri sæta. Eigi má kjósa aðra en þá, sem em í framboði. Kjósa ber í öll 4 sætin. Akureyri, 23/1 1978. Stjórn fulltrúaráðs Alþýðu- flokksfélaganna á Akureyri. Opið hús Það er OPIÐ HÚS hjá Al- þýðuflokksfólki alla mánu- daga klukkan 6—7 síðdegis að Strandgötu 9. Fjölbreytt umræðuefni. Alþýðuflokks- fólk, mætið og takið með ykkur gesti. LAGMETISIÐJA K. JÓNSSON & CO. RÍÐUR Á VAÐH) MEÐ HAGKVÆMA NÝJUNG í BYGGINGUM: Miklar byggingaframkvæmdir hafa átt sér stað að undanfömu á athafnasvæði fyrirtækisins K. Jónsson & Co. á Akureyri, en þar er lokið smíði 2184 rúm- metra kælihúss, sem er við- bygging við önnur athafnahús fyrirtækisins, sem eru í dag far- in að nálgast, að gólffleti til, hálfan hektara. Fyrirtækið hóf starfsemi sína í helmingi lítils húss, sem nefnd ist „síldareinkasöluhúsið", og stendur frammi við bryggju, en í því húsi em enn þann dag í dag reykofnar fyrirtækisins. Til hliðar við þetta litla hús stendur svo nýbygging sú, sem frétta- menn skoðuðu í síðustu viku, og er nýjung í gerð frystihúsa hér á landi. Hin nýja bygging er eini frystiklefinn á landinu, sem er byggður úr einingum, en það er aðferð sem ryður sér nú til rúms um allan heim, og hefur þann kost helztan, að þannig er auð- velt að auka stærð frystiklefa eftir þörfum og ennfremur er fljótlegt og auðvelt að setja þá upp og þeir em þar að auki um 30% ódýrari en ef byggt væri á venjulegan máta. Ólafur Jensen, forstjóri fyrir- tækisins Evrópuviðskipta h.f. sem flytur inn einingamar frá sænska fyrirtækinu Nordisol, sagði að auk þess sem þetta byggingarefni væri ódýrara í innkaupi, þá sparaðist fjár- magnskostnaður vegna hins skamma byggingartíma, við- haldskostnaður þar sem viðhald þessa byggingarefnis væri í lág- marki, jafnvel ekkert, og enn- fremur nýttist pláss betur þar sem klæðningamar em þynnri en venjulegir veggir í frystiklef- um. Sem dæmi um nýtanlegan rúmsparnað vegna mismunar í veggjaþykkt nefndi Ólafur sem dæmi hinn nýja klefa, sem væri 215 rúmmetrum stærri að inn- anmáli en ef venjulegur frysti- klefi hefði verið byggður með sama utanmáli. Byggingarhátturinn við hinn nýja frystiklefa var sá, að Sig- tryggur Stefánsson verkfræðing ur hannaði stálgrindarhús og er það smíðað að öllu leyti á Ak- ureyri. Grindin er síðan klædd að innan og utan með sérstök- um einangmnarplötum frá Nordisol, og kom maður frá verksmiðjunni, Inge Johannson, hingað og stjómaði uppsetningu þeirra. Frystiklefinn er 12x20 metrar að flatarmáli og lofthæð sex metrar undir bita. Kælitæki em af gerðinni Stahl, sænsk, og em flutt inn af Evrópuviðskiptum hf. einnig. Heildarkostnaður hússins með kælibúnaði- öllum er um 70 milljónir króna. Frigopanel heita klæðningamar í frystiklefana. Þær era einstak- lega fljótlegar í uppsetningu. Odýrasti byggingar máti fystiklefa í fyrra var tekið í notkun veg- legt geymsluhús á lóð' fyrirtæk- isins á Oddeyrartanga. Það bætti úr brýnni þörf, en áður hafði orðið að geyma saltaða síld og annað hráefni við erfið skilyrði úti á Hjalteyri og víðar. Hið nýja geymsluhús, sem einn. ig var teiknað af Sigtryggi Stef- ánssyni og unnið með öllu af ís- lenzkum iðnaðarmönnum, er 112 metra langt og liðlega 12 metra breitt. Þar em rúmgóðar geymslur fyrir hráefni og full- unnar vömr og ýmsan annan Á myndinni era, talið frá vinstri: ingur, Kristján Jónsson, forstjóri, viðskipta hf., Eve Ringström frá frá sama fyrirtæki. Sigtryggur Stefánsson, verkfræð- Ólafur Jensson, frkvstj. Evrópu- Nordisol AB og Inge Joliannson lager, sem fyrirtækið þarfnast. Þar er einnig dóasgerð, verk- stæði og gufukyndistöð, og í 110 fermetra homi hússins er gert ráð fyrir að Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins fái aðstöðu fyrir útibú á Akureyri. Þetta hús er einnig stálgrindahús en klæðn- ingamar frá Granges Alumin- ium í Svíþjóð. Áður en geymsluaðstaðan kom til lá öll síldarvinnsla jafn- an niðri yfir sumartímann, en nú er hægt að vinna að niður- lagningu síldar allt árið, og til em nú á lager hjá K. Jónsson 15.000 tunnur af síld frá Fiski- mjölsverksmiðju Homafjarðar. Framleiðsla og sala fyrirtæk- isins gekk vel á síðasta ári. Þá var framleitt fyrir 800 milljón- ir króna, sem er 89% aukning frá fyrra ári. Níu tíundu fram- leiðslunnar vom fluttir út, þar af fóm 70% til Sovétríkjanna, en framleiðslan á þann markað eru eingöngu gaffalbitar úr kryddsíld. Fastráðið starfsfólk fyrirtæk- isins er 120 talsins, en þegar flest er að störfum yfir sumar- tímann er það um 200 talsins. Launagreiðslur á síðasta ári námu 170 milljónum króna, sem er 120% aukning frá árinu 1976. Framkvæmdastjórar fyrirtæk- isins em bræðumir Kristján og Mikael Jónssynir. Fimmtudagur 2. febrúar — amcn Ljóst er af tölum áfengis- varnarráðs um sprúttsölu ríkisins að sífelldar verð- hækkanir áfengis hafa eng- in áhrif á neyzlu áfengra drykkja að magni til. Menn hljóta að spara við sig eitt- hvað annað. Hins vegar er það haft eftir yfirvöldum tollgæzlu- mála að smygl á víni og tó- baki hafi dregist saman (og sannast hér orð mennta- málaráðherra að samdrátt- ur sé göfug hugsjón) og kann það vitaskuld að hafa valdið þeirri litlu hækkun, sem varð á neyzlu milli ára, en neyzlan á mann (keypt úr ríkinu) síðustu sex árin var þessi miðuð við 100% áfengi (þótt svo sterk blanda sé reyndar ekki til í raunveruleikanum): Árið 1972 2,81 I — 1973 2,88 - — 1974 3,04- — 1975 2,88- — 1976 2,88- — 1977 3,08- Engin skýring hefur verið gefin á tilkynntum sam- drætti í smygli, en ekki er ólíklegt að béuð verðbólg- an eigi þar nokkra sök. Inn flytjendur eiga allir í megn- ustu erfiðleikum með að fjármagna stór innkaup og veltan þarf að vera mjög ör til að fjárfestingin skili arði í takt við verðþennsluna. Það yrði helzt smyglurum til bóta að ríkið hækkaði enn örar útsöluverð áfengis svo birgðir smyglara gætu skrifast upp að sama skapi. Margir brjóta heilann um hugsanlegar nafngiftir rfk- isstofnana þegar bákn- skurðarnefndir ríkisins hafa skeytt saman og skorið burt. Sagt var á sínum tíma þegar samruni Útvegsbank ans og Búnaðarbankans komst á dagskrá, að úr yrði ÚTBÚNAÐARBANKINN. Nú er á dagskrá að ríkið selji sitt í Slippstöðinni á Akur- eyri, og eftir að almenning- ur hefur fengið að sjá hvernig umhorfs er í Lands- bankanum er ekki ólíklegt að hann fái að fljóta með. Gæti samsteypan heitið: SLIPPUR OG SNAUÐUR. En sendið okkur fleiri nöfn. • Alls kyns félög, kvenrétt- indafélög, kvenfélagasam- bönd og jafnréttisráð senda nú öllum stjórnmálaflokk- um áskorun um að setja kvenfólk í örugg sæti á framboðslistum flokkanna í vor. Flokkarnir hafa nú (að Alþýðubandalaginu undanskildu) brugðist vel við og haft prófkjör þar sem bæði kynin eiga jafn- an rétt til framboðs og at- kvæða og skyldi þá ætla að konur sæktu fram. En reyndin virðist ætla að verða sú, að konur fáist vart til að fara í framboð, og alls ekki til efstu sæta.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.