Alþýðumaðurinn - 21.01.1983, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 21.01.1983, Blaðsíða 4
ALÞYÐUMAÐURINN Útgefandi: Alþýðuflokksfélag Akureyrar janúar1983 Árni Gunnarsson skrifar: Norðurland eystra: ATVINNA OG IÐNAÐUR Fáar þjóðir hafa upplifað slíka umbyltingu í atvinnumálum sem íslendingar hafa gert síð- ustu 100 ár. Fyrir einni öld bjó minna en sjötti hluti þjóðarinn- ar í þéttbýli, en nú er þessu snúið við, - um 14% þjóðarinnar telst nú búa í dreifbýli. Þessi búseturöskun endur- speglar vel þær breytingar, sem orðið hafa á atvinnuháttum þjóðarinnar. Stórstígar fram- farir í veiðitækni og nýtingu sjávarafla hafa dregið til sín vinnuafl úr sveitum landsins. Atvinnubyltingunni við sjávar- síðuna fylgdi hliðstæð umbylting í búskaparháttum landsmanna. Gífurleg framleiðniaukning varð í landbúnaði, og þar losnaði því um vinnuafl, sem sjávarútvegurinn, fiskvinnslan og vaxandi verslunar-, iðnaðar og þjónustustarfsemi gat tekið við og þurfti á að halda. Breytingar þær, sem orðið hafa á atvinnuháttum lands- manna, og sú búseturöskun, sem þeim hefur fylgt, hefur ekki orðið erfiðleika- og sársauka- laus. Þessar breytingar hafa á hinn bóginn fært íslendingum þann efnahagslega ávinning, sem er nauðsynleg forsenda sjálfstæðis þjóðarinnar. Ekki er ástæða til þess að ætla, að breytingar verði á þessari þróun, enda mun aukin tækni, auknar vísindalegar rannsóknir og aukin almenn þekking efla til muna framleiðni í landbúnaði. Þessi framleiðniaukning mun jafnframt ná til fiskiðnaðar og fleiri greina. Það má því leiða mjög sterk rök að því, að vinnuafl í hefðbundnum atvinnugreinum fari minnkandi á næstu árum. Orkuspárnefnd hefur gert mannaflaspá, þar sem fram kemur, að atvinnutækifærum í landbúnaði fækki um 2300 fram til ársins 2000, eða úr 7800, árið 1980 í 5500. Nefndin gerir ráð fyrir því, að engin aukning verði í fiskiðnaði, og má leiða gild rök að því, að þar verði fremur fækkun en hitt vegna hverskonar tölvuvæðingar og notkunar vélmenna. Það verður því hlutverk hvers konar annars iðnaðar að taka við nýju vinnuafli á næstu árum. Einnig verður mikil fjölgun í ýmsum þjónustugreinum. - Sú þróun, sem að framan er getið er dæmigerð fyrir Norðurlands- kjördæmi eystra. Byggðastefna A síðustu árum hefur tekist, með tiltölulega einföldum aðgerðum, að jafna nokkuð kjör fólks í dreifbýli og þéttbýli. Svonefnd byggðastefna hefur þó gengið sér til húðar, og er mikil nauðsyn gagngerra breyt- inga á því sviði. Einhæfni atvinnulífs víða á landsbyggð- inni veldur því, að búast má við fyrirvaralitlum áföllum hvenar sem er. Enn er mikið misræmi í menntun, heilsugæslu, sam- göngum, félagslegri þjónustu og grunngerð. Elm of hefur verið litið til uppbyggingar einhliða atvinnugreina, og byggðajafn- vægi jafnvel keypt því verði að fiskiskipastóllinn er til muna of stór, sem síðan dregur úr arði þjóðarinnar af fiskveiðum. Þetta á einkum við um togaraflotann á kostnað bátaútgerðar, sem t.d. er að drabbast niður í þessu kjördæmi. Það er mitt mat, að gera þurfi eftirtaldar breytingar: 1. Alþingi marki byggða- stefnu og veiti fé til hennar árlega. 2. Ráðherra beri pólitíska ábyrgð á framkvæmd hennar. 3. Stefnumörkun ogöllfram- kvæmd verði í fullu stamstarfi við heimamenn og samtök þeirra. 4. 1 stað byggðadeildar Framkvæmdastofnunnar komi byggðadeild í ráðuneyti því, sem með byggðamál fer. 5. Byggðastefna verði fram- kvæmd eftir áætlun. Sú byggðastefna, sem fara þyrfti eftir - á Norðurlandi næstu árin, er sú, að efla almennan iðnað á Húsavík, Akureyri, Dalvík, Sauðárkróki, Blönduós - Skagaströnd og Hvammstanga. Efla þyrfti sjávaratveg á Siglufirði, Hauganesi, Hrísey, Olafsfirði, Grenivík og öðrum ótöldum þéttbýlisstöðum. Stefna þyrfti að orkufrekum iðnaði á Eyjafjarðarsvæðinu og í nágrenni Húsavíkur. Þá þyrfti að aðstoða bændur við að skipta úr hefðbundnum búgreinum í nýjar og stuðla að aukinni hagræðingu og fram- leiðni. Iðnaðurinn og aðstaða hans íslenskur iðnaður býr við mun lakari kjör en landbúnaður og sjávarútvegur. - Þetta á einkum við um lánakjör og alla sam- keppnisaðstöðu. Skólakerfið sér illa fyrir menntunarþörfum iðnaðarins. Til að bæta úr þessu mætti t.d. hefja kennslu í iðnaðarverkfræði við HI og koma á fót fram- leiðslukjörsviði í viðskiptadeild skólans. Einnig þarf að gera grundvallar breytingar á iðn- fræðslukerfinu. A þessu sviði getur Verkmenntaskólin á Akureyri gegnt veigamiklu hlut- verki. Alla tækniþjónustu þarf að stórefla og ríkið að veita veru- lega fjármagni til sölumála iðnaðarins erlendis. Það hefur verið krafa Alþýðu- flokksins að aðflutningsgjöld af öllum aðföngum til iðnaðar verði felld niður. Það misræmi, sem nú ríkir í skattlagningu á fyrirtæki í iðnaði annars vegar og landbúnaði og sjávarutvegi hins vegar verður að Jagfæra. A þessi atriði hefur sérstak- lega verið minnst vegna þess, að iðnaðaruppbygging er algjör forsenda þess, að unnt verði að efla atvinnuöryggi í Norður- landskjördæmi eystra, koma í veg fyrir atgervisflótta, fólks- fækkun og styrkja eðlilega þróun. Úrtölumennirnir Að undanförnu hefur talsvert borið á úrtölumönnum í Norðurl. eystra, þegar umræður hafa snúist um mál málanna, atvinnuuppbygginguna. Hinir íhalds- og afturhaldssömu hafa lokað augunum fyrir þeim staðreyndum, sem að framan er getið. Þeir vilja engar breyting- ar, og segja, að það sem við nú höfum, muni nægja í náinni frarntíð. Eg hef hvað eftir annað gagnrýnt doðann og athafna- leysið á þessu sviði, og í síðustu sveitarstjórnarkosningum var iðnaðar- og atvinnuuppbygg- ingin aðalmál Alþýðuflokksins, en alltof fáir vildu heyra. Blönduvirkjun Þegar virkjun Blöndu varð raunhæfur valkostur ritaði ég margar greinar og hafði um það mörg orð á þingi og fundum, að nauðsynlegt, væri að hraða framkvæmdum. Ég gekk svo langt, að krefjast þess, að eignar- námsheimildum í orkufrum- varpi yrði beitt, ef samningar næðust ekki innan tiltekins tíma. Afturhaldsöflin, t.d. í Fram- sókn vildu helst fresta fram- kvæmdum eða liætta við þær. Samningar voru keyptir dýru verði. En sem betur fer munu iðnaðarmenn og verktakar í þessu kjördæmi fá verkefni við virkjunina. Ekki veitir af! Orkufrekur iðnaður Ég hefi leyft, mér að halda því fram, að margvíslegur nýr úr- vinnsluiðnaður gæti notað talsverðan hluta þeirrar raforku, sem á boðstólum verður á næstunni. Ég hef ekki talið stóriðju neitt sáluhjálparatriði. Hins vegar er nú svo komið vegna andvaraleysis gagnvart sköpun nýrra atvinnutækifæra, að fátt mun verða til bjargar í atvinnumálum annað en orku- frekur iðnaður, sem skapar um 4 þjónustustörf fyrir hvert eitt í verksmiðju. 200 manna verk- smiðja myndi þannig veita 800 til viðbótar atvinnu, auk hvers- konar tekna af rekstrinum sjálfum. Hér gildir ekki annað en blákalt raunsæi. Húsvíkingar hafa mótað sterka samstöðu um smíði pappírsverksmiðju, en könnun þess máls var hrundið af stað af Alþýðuflokksmanni, Arnljóti Sigurjónssyni. Rétt eins og á síðustu 100 árum verða áfram breytingar á hinum hefðbundnu atvinnu- greinum, og í þessu kjördæmi verðum við að fylgjast með. Ef ekki, þá drögumst við aftur úr. Hér dugar engin rómantík. Úrvinnsluiðnaður Á sama tíma og hugað er að orkufrekum iðnaði, verður jafn- framt að efla hverskonar úr- vinnsluiðnað. Þar er fiskurinn nærtækasta hráefnið í okkar kjördæmi. Hér þurfa dugandi einstaklingar og smærri félög að fá að spreyta sig, eins og víðar. Ég vil minna á ýmsar merkilegar nýjungar sem Kaupfélag Svalbarðseyrar hefur staðið fyrjr. Ég hef haft af því nokkurn ótta, að framtak einstaklinga og smærri félaga í þágu þjóðar- heildar verði drepið niður af ýmsum ástæðum. Þeir aðilar verða að njóta sömu aðstöðu og aðstoðar og aðrir, sem stærri eru í sniðum. En þetta mál tengist nauðsynlegum stjórnvalda- aðgerðum. Smábátaútgerð og fiskvinnsla. Um allt kjördæmið verður að efla smábátaútgerð, sem mjög hefur orðið undir í kapphlaup- inu um fjármagnið. Sama gildir um smærri fiskvinnslufyrirtæki, sem gegna ekki síður mikilvægu hlutverki en þau stóru. Að efla bjartsýni Nú er fétt mikilvægara en að efla bjartsýni á landi og þjóð. - Til að geta verið bjartsýn um atvinnuöryggi verðum við að taka höndum saman um iðnaðaruppbygginguna á öllum sviðum. Þar dugar hvorki aftur- hald né íhald, heldur markviss framfarasókn. í aðrar áttir eru ekki færar leiðir. En til stór- átaka þarf samstöðu. Þess vegna skulum við kveða niður raddir úrtölumannanna. Því dáð hvers eins er öllum góð, hans auðna félagsgæfa, og markmið eitt hjá manni og þjóð, hvern minnsta kraft að æfa. Þann dag, sem fólkið finnur það og framans hlýðir kenning, í sögu þess er brotið blað. - Þá byrjar Islands menning. (Einar Ben.) AKUREYRARBÆR auglýsir Félagsstarfi aldraðra á vegum Félagsmálastofnunar Akureyrar verður hagað sem hér segir síðari hluta vetrar 1982/83. Skemmtanir í Sjallanum verða með sama hætti og verið hefur sunnudagana20. febr., 13. mars, 17. apríl, 15. maí. Þeir sem óska eftir akstri heiman og heim hringi í síma 22770 kl. 13-14 samdægurs. Starfsemi leikfimihópsins, sem verið hefur í Laxagötu 5, verður auglýst síðar. AKUREYRARBÆR AUGLÝSIR Orðsending frá Hitaveitu Akureyrar Á næstu vikum er ráðgert að framkvæma mæl- ingar á vatnsskammti, hitastigi og þrýstingi hita- veituvatns hjá öllum notendum Hitaveitu Akur- eyrar. Samhliða þessum mælingum er fyrir- hugað að yfirfara hemilbúnað og endurstilla vatnsskammta þar sem þess er þörf. Þá verða stjórnlokar athugaðir og stilltir á þau gildi, sem framleiðandi mælir með og starfsmenn hitaveit- unnar hafa góða reynslu af. Við pessar mæling- ar verður notaður nýr og nákvæmur rafeinda- mælibúnaður og vegna umfangs þessa verks hefur nokkur fjöldi vélstjóranema verið fenginn til verksins, sem áætlað er að muni taka 3 vikur. S.l. haust voru framkvæmdar reynslumælingar í nokkrum fjölda húsa á Akureyri. Má af þeim álykta að nokkuð sé um yfirstillingar í húsum á Akureyri en undirstillingar í mjög litlum mæli og frávik þar lítil. Frávik þessi hafa sér flest eðlileg- ar skýringar. Þegar um frávik verður að ræða mun hemill verða stilltur á næsta hálfan mínútu- líter og þeim notendum sem þetta á við um gef- inn kostur á að kaupa þann skammt frá og með dagsetningu næsta sölutímabils. í slíkum tilfell- um mun hitaveitan ekki takagjald fyrirskammta- breytingu. Þeim notendum semgefinn verðurkosturáslíkri skammtabreytingu mun verða sent bréf um þetta efni og þeir vinsamlegast beðnir að svara hið allra fyrsta. Það er von Hitaveitu Akureyrar að bæjarbúar taki vel á móti þeim sem að þessu verki vinna og greiði þeim leið að öllum hitaveitubúnaði, því hér er unnið að sameiginlegum hagsmunum hitaveitunnar og notenda hennar. Auglýst verður nánar hvar og hvenær búast má við heimsókn mælingamanna hitaveitunnar. Hitaveita Akureyrar.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.