Alþýðumaðurinn - 12.04.1983, Blaðsíða 7

Alþýðumaðurinn - 12.04.1983, Blaðsíða 7
Hreinn Pálsson: ÞRIÐJI HEIMURINN - HJALP TIL FRAMFARA Þótt okkur íslendingum standi næst að hugsa um eigin velferð og við höfum vísast um nóg að hugsa nú, þegar verðbólgan æðir yfir og vofa atvinnuleysis sækir sífellt meira á, megum við ekki gleyma að hugsa til umheimsins, því að svo háðir erum við mörg- um nágrönnum okkar að við mundum engan veginn lifa því lífi, sem nú er, nema samskipta við þá í menningar- og verslun- arefnum gætti. Við hugsum oftast um næstu nágranna og slíkt er skiljanlegt, enda þekkjum við þá best og sækjum þá helst heim og þeir okkur. Við þurfum hins vegar útsýn til fieiri átta og lengra í burtu, því að það sem skipta mun sköp- um um framtíð mannkyns, er afl hins svonefnda þriðja heims. Sá hluti mannkyns, sem til hans telst, er mikill meirihluti þess og er svo hróplega af skiptur um mörg nútímagæði og þar skortir svo mjög á um einföld- ustu mannréttindi, þará meðal það nauðsynlegasta að hafa nægilega fæðu, sem þ*ó ætti að vera hægt vegna ríkidæmis ann- arra þjóða, að fyrr en síðar hljóta þessar þjóðir að krefjast síns skerfs. Ég held því að við gætum og ættum þótt smáir séum, Islend- ingar, að beina nokkru af kröft- um okkar, fjármunum og þekk- ingu til t.d. einhvers ríkis, eða jafnvel héraðs í þriðja heimin- um og aðstoða með ráðum og dáð fátæka þjóð til sjálfsbjargar. Einhverntímann, líklega fyrir einum 15 árum, var barist fyrir því að Alþingi að fá samþykkt að 1% Þjóðartekna skyldi varið til slíkrar aðstoðar. Langt mun í frá að slíkt hafi komist á. í senn mundum við vinna í dæmi, sem ég áður nefndi, bæði mannúðarverk og auk þéss opna augu fleiri þjóða fyrir viðlíka verkefnum með slíku fordæmi. Nú finnst e.t.v. mörgum, að slíkt sem þetta sé víðsfjarri og komi okkur ekki við, nóg sé að gefa ölmusu, þar sem stríð eða náttúruhamfarir hafi geysað og þar með höfum við friðað sam- viskuna um sinn. Þess háttar skoðunum mót- mæli ég. Vissulega látum við og höfum oftast látið talsvert af hendi rakna í slíkum tilfellum, en það er einungis naumasta hjálp og best og varanlegasta hjálpin er að hjálpa þjóðum, sem við van- þróun og fátækt búa að hjálpa sér sjálfar. Við ræðum oft um, að leita þurfi nýrra markaða fyrir ýmsar framleiðsluvörur okkar eða afurðir. Ein leiðin til að skapa slíka markaði er að hjálpa hinum fá- tækustu þjóðum til þeirrar fram- þróunar að m.a. þær verði síðan viðskiptavinir okkar og slíkt hlýtur, þegar til lengri tíma er litið, að treysta viðskiptaöryggi okkar sjálfra. Ég bið því lesendur þessa greinarkorns að íhuga með opn- um huga, hvort þetta er ekki rétt og æskilegt og hafa áhrif með sínum hætti til þess að svo megi verða. Kaldbakur: Hin framsækna byggðastefna Frainsókiiarflokkurimi heliir í gegnum tíðina talið sjálfum sér og öðrum trú um það að hann sé sérstakur múlsvari hinna dreifðu byggða landsins. Ekki hvað síst heur bændum verið talin um það trú að hann sé þeirra eini og sanni málsvari. Boðskapur liiiin- ar framsæknu bændaforustu var framleiðíð, og framleiðið meira. Þær afurðir sem ekki var mark- aður fyrir innanlands voru stór- lega niðurgreiddar ofan í útlend- inga af skattfé almennings en þeir sem græddu á allri vitleys- unni voru auðvitað ekki bænd- uniir sjálfir, heldur milliliðir af' ýmsu tagi sem flestir eiga sér bækistöð í Reykjavík. Mörgum er enn í fersku minni þegar hin framsækna bændaforusta plat- aði bænduma til að gangast undir skatt til þess að reisa höll eina yfir allt apparatið í Reykja- vfk auðvitað svo aðgangurinn að sjóðum landsins yrði sem greið- astur. Þeirri goðsögn var komið á kreik af framsóknarþingmönn- uni sem voru svo viljugir að reka erindi bændanna í höllinni fyrir sunnan, með von um atkvæði að launum, að Alþýðuflokkurinn væri versti óvinur bændastéttar- iimar, verri öllum hallærum og óþurrkum, að hans æðsta mark- mið væri eyðing sveitanna. Það kann rétt að vera að Alþýðu- flokkurinn hefur lagt á það áherslu að landbúnað á íslandi þurfi að reka á skynsamlegri hátt en nú er gert, og þar með að ein- hver samdráttur þurfi að verða í hefðbundnum búgreinum. Fyrir þessarri staðreynd eru reyndar augu margra bænda sjálfra farin að opnast og um þessar mundir eru iuikiö til umræðu í búnaðar- félögum landsins tillögur um takmarkanir á fjölda þeirra sem starfsrértindi fái í landbúnaði. í drögum að þessum tillögum er meðal annars gert ráð fyrir því að þessum réttindum verði út- hlutað af þriggja manna nefnd þar sem landbúnaðarráðherra skipi eínn mann og hinir tveir verði skipðaðir af Búnaðarfélagi íslands og Stéttasambandi bænda. Þó þes sé ekki getið þá er auðvitað ætlunin að nefnd þessi sitji í Reykjavík, hvað annað?, og eins og málum er nú háttað er augljóst að Framsókn- armenn koma til með að hafa þar lykilaðstöðu. Nái þessar til- lögur fram að ganga mun því sennilega enn eitt erindi bætast við fyrir Stefán Valgeirsson og félaga hans, í höllina við Haga- torg, að útvega dyggum flokks- mönnum atvinnuréttindi í land- búnaði. Eftir sem áður verða vandamál offramleiðslu og of- beitar óleyst. AKUREYRARBÆR ||| Xgr Vélaverkfræðingur/ Tæknifræðingur. Hitaveita Akureyrar óskar að ráða vélaverkf ræð-ing (tæknifræðing) ístarf tæknifulltrúa Hitaveit-unnar. Haldgóð þekking á dælum og dælubúnaði er æskileg svo og starfsreynsla. Umsóknarfrestur er til 22. apríl n.k. Umsóknir sendist til Hitaveitustjóra, Hafnar-stræti 88B, 600 Akureyrí. Allarnánari upplýsingareru veittarísíma 22105. Sameiginlegir framboðsfundir í Norðurlands- kjördæmi eystra Sameiginlegir fundir allra framboðslista í kjör- dæminu verða haldnir sem hér segir: ÞÓRSHÖFN: í félagsheimilinu sunnud. 10. apríl kl. 15.00. RAUFARHÖFN: í félagsheimilinu sunnud. 10. apríl kl. 20.30. HÚSAVÍK: í félagsheimilinu mánud. 11. apríl kl. 20.30. ÓLAFSFIRÐI: í félagsheimilinu þriðjud. 12. apríl kl. 20.30. DALVÍK: í félagsheimilinu miðvikud. 13. apríl kl. 20.30. Frambjóðendur. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri óskar að ráða FÉLAGSRÁÐGJAFA, til starfa við sjúkrahúsið. Umsóknum ásamt nauðsynlegum fyigiskjölum skal komið til Valgerðar Bjarnadóttur félagsráðgjafa, sem einnig veitir nánari upplýsingar í síma 96-22100. SÁLFRÆÐING, til starfa við T-deild sjúkrahússins, sem er meðferðar- deild fyrir geðsjúka. Umsóknum ásamt fylgiskjölum skal komið til Bryn- jólfs Ingvarssonar yfirlæknis T-deildar, sem einnig veitir nánari upplýsingar, sími 96-22403. Umskóknarfrestur um ofangreindar stöður er til 1. maí 1983. Fjórðungssjúkrahúsiö á Akurevri. Auglýsing um utankjörfundar- atkvæðagreiðslu Utankjörfundargreiðsla vegna Alþingis- kosninga 23. apríl 1983 hófst 26. mars 1983. Kosið er á skrifstofu embættisins, Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, allavirkadagaávenjuleg- um skrifstofutíma frá kl. 09.30 til 12.00 og kl. 13.00 til kl. 15.30 svo ogfrákl. 17.00 tilkl. 19.00. Laugardaga, sunnudaga og aðra frí- og helgi- dagafrá kl. 14.00 til kl. 17.00. Frá og með 5. apríl er einnig kosið frá kl. 20.00 til kl. 22.00. Á skrifstofu embættisins á Dalvík er kosið á virk- um dögum frá kl. 16.00 til kl. 18.00 ogaðradaga eftir samkomulagi við fulltrúann á staðnum. Kosið er hjá hreppstjórum eftir samkomulagi. Akureyri, 28. mars 1983. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík. Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. AKIIDF'VDADRÆ'D 'RKJI'l ^e^ Tilkynning til húsasmíðameistara, múrarameistara og pípulagningameistara Vegna úrskurðar Félagsmálaráðuneytisins dags. 26. júní 1981, telur bygginganefnd að þeir húsa-smíðameistarar og múrarameistarar sem hafa meistarabréf útgefiö fyrir 1. janúar 1980 eigi rétt á löggildingu séu þeir starfandi í iðninni. Þeir húsasmíðameistarar og múrarameistarar sem hafa sveinsbréf útgefið fyrir 1, janúar 1978 en meistarabréf útgefið eftir 1. janúar 1980 eiga rétt á löggildingu ef þeir sýna fram á með starfsvottorðum að þeir hafi átt rétt til meistarabréfs fyrir 1. janúar 1980 og eru starfandi í iðninni. Sömu reglur gilda um pípulagningameistara að öðru leyti en því að dagsetningarnar eru 1. janúar 1980 og 1. janúar 1982. Bygginganefnd lítur svo á að þeir meistarar einir sem hafa iðn sína sem aðalstarf eigi rétt á löggild-ingu samanber gr. 2. 4. 7. í byggingareglugerð. Bygginganefnd getur þó veitt iðnmeistara tíma-bundna heimild til að skrifa upp á teikningar vegna einstakra verka þó að ekki sé uppfyllt skifyrði um að hafa iðn sína sem aðalstarf. Frestur til að sækja um löggildingu samkvæmt ofanrituðu er til 1. maí 1983. Bygginganefnd Akureyrarbæjar. ALÞYÐUMAÐURINN - 7

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.