Alþýðumaðurinn - 12.04.1983, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 12.04.1983, Blaðsíða 4
Arni Gunnarsson: AÐHALD, SPARSEMIOG RAÐDEILC GEGN SÓUN, UPPLAUSN OG SPILL Alþýðuflokkurinn hefur hafnað bráðabirgðalausnum í efnahags- málum. Þær leysa engan vanda til frambúðar. Þær eru aðeins ómerkilegur gálgafrestur. Vand- inn er leystur frá degi til dags, en ekki reynt að brjótast út úr víta- hringnum. Tillögur Alþýðuflokksins Fyrir kosningarnar 1978 lagði Alþýðuflokkurinn fram tillögur um algjöra uppstokkun á efna- hagsmálunum. Mjög var vandað til þessara tillagna, og þær hefðu leitt þjóðina út úr ógöngunum, ef samstarfsflokkarnir hefðu' borið gæfu til að samþykkja þær. Þeir nýttu eingöngu verð- tryggingarþátt tillagnanna, og slitu hann úr samhengi við allt, sem með þurfti að fylgja. Þegar ljóst var á árinu 1979, að Alþýðubandalag og Fram- sókn vildu engar breytingar, heldur hjakka áfram í sama farinu, sleit Alþýðuflokkurinn stjórnarsamstarfinu. Jafnaðar- menn vissu, að óbreytt stefna myndi leiða til þeirrar kreppu, sem nú er að ganga í garð. Aldrei fyrr hefur íslenskur stjórnmála- flokkur staðið svo fast á til- lögum sínum. Við stjórnarmyndunnarvið- ræðurnar 1980 lagði flokkurinn enn á ný fram gagngerar tillögur í efnahagsmálunum. Hinir flokkarnir féllust ekki á þær, og þar með var kveðinn upp sá efnahagslegi dómur, sem þjóðin verður nú að afplána. Og aftur nú! Enn á ný leggur flokkurinn fram róttækar tillögur um grund- vallarbreytingar á íslensku efna- hagslífi. Þær fela hvorki í sér „leiftursókn" ná „niðurtaln- ingu". Þær byggja á úrlausnum hæfustu manna, og verði þeim framfylgt, fela þær í sér efna- hagsbata á tiltölulega skömm- um tíma. Þessar tillögur eru eini sjáan- legi valkostur kjósendum í því •itjórnleysi og upplausn, sem nú ríkir í efnahagsmálunum. Allir iafnaðarmenn hafna kreppu og atvinnuleysi, og Alþýðuflokk- jrinn verður að fá styrk til að irinda tillögum sínum í fram- kvæmd. Gegn atvinnuleysi Gífurlegum fjármunum hefur verið varið í óarðbæra fjárfest- ingu og tilgangslitlar millifærsl- ur. Þar má nefna fjárfestingu í togurum, Kröflu, niðurgreiðsl- ur, útflutningsuppbætur og ranga byggðastefnu. Ekkert af þessu er atvinnuaukandi, aðeins sóun á skattpeningum, sem að mestu leyti koma frá almennu launafólki. Alþýðuflokkurinn hafnar þessari stefnu. Atvinnuleysi steðjar að þjóðinni og á næstu árum verður að skapa þúsundir nýrra atvinnutækifæra. Spá um mannafla í atvinnu- greinum fyrir árabilið 1980 - 2000: 1980 2000 Landbúnaður 7.800 5.500 * 2.300 Fiskiðnaður 8.500 8.500 0 Fiskveiðar 5.100 5.000 + 100 Byggingastarfsemi 11.300 13.000 + 1.700 Iðnaður 17.900 24.000 + 6.100 Þjónusta 54.100 76.800 + 22.700 (Frá Orkuspárnefnd.) Samkvæmt þessum tölum þarf að skapa yfir 30 þúsund ný atvinnutækifæri til ársins 2000. Nokkrar líkur eru taldar á því að enn meiri fækkun verði í fiskiðnaði vegna nýrrar tækni. Sama kann að gilda um sjávar- útveg. Við krefjumst! Jafnaðarmenn krefjast þess, að hinum gengdarlausu „Kröflu" fjárfestingum verði hætt þegar í stað. Við viljum ekki að rúmlega 1 milljaðrður króna farí í niður- greiðslur og útflutningsuppbæt- ur. Við viljum ekki, að margir milljarðar fari til kaupa á togurum frá útlöndum til að tryggja sér umráðarétt yfir gífur- legu hafsvæði. I þeirri baráttu kváðumst við ætla að koma í veg fyrir rányrkju og ofveiði útlend- inga á íslandsmiðum. En gleymdum við rányrkju okkar sjálfra? Okkur hefur hætt til að líta á fiskstofnana sem auð, er aldrei muni þverra eða ganga til þurrð- ar. Þetta hefur því miður komið okkur í koll. Við munum hvernig fór fyrir síldinni. En lítið höfum við lært, því nú er loðnustofninn í hættu og jafnvel þorskstofninn. Og nú er ekki við útlendinga að sakast. í október 1981 sögðu fiski- fræðingar, að hrygningarstofn veiða minnkandi fiskstofna, - þar sem aflahlutur dregst saman og laun sjómanna og landverka- fólks lækka að sama skapi. Við krefjumst þess, að fjár- munum verði varið í hverskonar úrvinnsluiðnað, sem margfaldar verðmæti hráefna okkar. Við viljum að peningarnir fari til orkuframkvæmda og orkufreks iðnaðar. Við viljum að pening- unum verði veitt til fiskræktar, bæði á ferskvatns- og sjávar- fiskum, til nýrra búgreina og hagræðingar í landbúnaði til að draga úr framleiðslukostnaðin- um. Hverskonar rafeindaiðnaði og smáiðnaði verði gert kleift að dafna. Við viljum efla alla vísindalega starfsemi í þágu atvinnuveganna, en ekki að meginhlutverk Háskólans verði að útskrifa embættismenn. Við viljum einnig efla framtak og þekkingu hvers einstaklings í þágu þjóðarheildar. Við viljum ekki, að íslending- ar séu á stigi þróunnarlanda, og framleiði nær eingöngu hráefni, sem útlendingar margfalda í verði. Gegn sóun fiskstofna Hafið í kringum ísland er eitt mesta matarforðabúr veraldar. Sá auður verður ekki nefndur í tölum. r Með mikilli baráttu hefur íslendingum tekist að loðnunnar væri kominn niður í 350 þúsund lestir. Það voru hættumörk. Ég krafðist þess þá, að veiðunum yrði hætt þegar í stað. Ég ítrekaði þessa kröfu nokkru síðar. Sjávarútvegsráð- herra gerði ekkert, og nokkrir hagsmunaaðilar í sjávarútvegi sendu mér tóninn fyrir „flónsku". Loðnustofninn er nú í mikilli hættu og hverfi hann getur það haft mjög alvarleg áhrif á þorskstofninn, ef þau áhrif eru þá ekki þegar komin fram. Stjórnmálamenn hafa ekki leyfi til að taka áhættu, eins og sjávarútvegsráðherra gerði. Eða til hvers eru fiskifræðingar og Hafrannsóknastofnun, ef ekkert mark er tekið á rannsóknum þeirra og niðurstöðum? Við höfum lagt fram tillögur um bætta stjórn fiskveiða, þar sem tekið yrði fullt tillit til ástands fiskstofna hverju, sinni. Þá hef ég og Magnús H. Magnússon fengið samþykkt frumvarp um eldi sjávarfiska, sem Hafrannsóknastofnun hef- ur verið falið að vinna að. Þar er á ferðinni mikilvægt framtíðar- mál', sem Norðmenn og Kanada- menn hafa lagt mikla rækt við. Þeim hefur tekist að rækta upp þorsk- og kolastofna. Takist þessar tilraunir vel verðum við ekki eins háðir ástandi sjávar og hrygningum verðmætra fisk- stofna í hafinu, sem kunna að mistakast. Við teljum, að enginn hefi leyfi til að leika sér með fjöregg þjóðarinnar. Afstaða gegn spillingunni Alþýðuflokkurinn hefur krafist róttækra aðgerða gegn hvers- konar spillingaröflum. Það er óþolandi að nokkur hópur manna, í skjóli stjórnmála- flokka og götóttra laga, hafi aðstöðu til að skófla að sér fjármagni á kostnað hins al- mena launþega. Söluskattssvikin eru óþolandi. Til að stöðva þau verður að koma á virðisaukaskatti. Það verður að efla skattrannsóknir og hegna skattsvikurum eins og hverjum öðrum þjófum. Þeir, sem stela undan skatti, stela ekki eingöngu frá ríkissjóði, heldur og frá öðrum einstakling- um, sem verða að greiða hærri skatta vegna skattsvikanna. íslenskir aðalverktakar eru dæmi um fyrirtæki, sem fengið hefur að blómstra í skjóli sam- tryggingakerfis Sjálfstæðis- flokks og Framsóknar. Fyrir- tækið hefur safnað gífurlegum auði og eignum fyrir arð af störfum, sem þeir hafa unnið á vegum íslenska ríkisins, íslensku þjóðarinnar. Enginn veit hve mikill afraksturinn hefur verið, né um launakjör allra forstjór- anna. Svo er um mörg önnur fyrirtæki. Hvað um olíufélögin, sem reka þrefalt dreifingakerfi og jafnmörg skrifstofubákn. Ég hef flutt tillögu um fækkun þeirra og um rannsókn á störfum íslenskra aðalverktaka. Samtryggingakerfið stöðvar framgang þessara mála. Framkvæmdastofnun verður að leggja niður í núverandi mynd. Þar hafa pólitískir komis- sarar farið með æðstu völd og deilt út skattpeningum þjóðar- innar eftir eigin geðþótta. Þar er ekki spurt um arðbæra fjárfest- ingu. Þar eru reistar hallir, sóun og sukk er gengdarlaust. Togarakaup síðustu ára flokk- ast undir spillingu. Flest skip- anna hafa farið til fyrirtækja, sem flokksbræður sjávarútvegs- ráðherra reka. En það er smá- atriði ef borið er saman við þá glórulausu fjárfestingu, sem þarna hefur átt sér stað. Stjörnmálamenn eiga ekki að koma nálægt fjárveitingum, hvorki í bönkum eða öðrum lánastofnunum. Úr því verður alltof oft flokka- og kjördæma- pot þjóðarheildinni til stórtjóns. Eða hvað þekkjum við ekki mörg dæmi um vonlausa fj'ár- festingu, sem stjórnmálamenn hafa beitt sér fyrir í þeim tilgangi að reisa sér pólitíska minnisvarða. Aðhald, sparsemi og ráðdeild Verðbólga síðustu ára hefur brenglað allt verðmætamat okkar. Alltof margir hugsa á þessa leið. „Flýtur á meðan ekki sekkur". Ráðdeild, sparsemi og nýtni hefur ekki átt upp á pallborðið. Fjármununum er eytt jafnóðum, séu þeir til. Á sama tíma og þjóðartekjur minnka stórlega, eykst innflutn- ingur á bílum, myndsegulbands- tækjum og hverskonar lúxus- vörum. Þetta gerist á sama tíma og íslendingar geta í fyrsta skipti um áratuga skeið geymt peninga sína í bönkum og haft af þeim nokkurn arð. Núverandi stjörnvöld hafa ýtt undir eyðsluna með því að taka erlend lán, sem eru ekkert annað en eyðslulán. En þau hafa ekkert gert til að létta dráps- klyfjunum af húsbyggjendum í hópi launafólks, sem verða að sætta sig við miklu lægri kaup- gjaldsvísitölu en lánskjaravísi- talan er. Kjararánið er aðal- ástæðan. Áður en innlán voru verð- tryggð „stal" verðbólgukyn- slóðin fjármunum þeirra, sem trúðu á sparnað. Nú hefur þessi sama kynslóð lagt gífurlegar byrðar á börn sín ogbarnabörn, sem er ætlað að greiða eyðslu- skuldirnar. Ég er sannfærður um, að ýmsar fornar dyggðir í formi ráðdeildar og sparnaðar geti orðið gott vopn í baráttunni gegn verðbólgunni. Við verðum einnig að leggja á okkur skulda- skilaskatt til að lækka erlendu skuldirnar og tryggja efnahags- legt sjálfstæði þjóðarinnar. Það er ekki endalaust hægt að ljúga að fólkinu í landinu og halda uppi velferðarþjóðfélagi með erlendu lánsfé. Við verðum einfaldlega að draga úr eyðsl- unni. Það eru margir, sem það geta, en allstór hópur er ekki aflögufær. Hverjir vilja og þora? Það er staðreynd að innan Alþingis er nokkur hópur yngri þingmanna, sem gerir sér fulla grein fyrir því, að nú verður að leggja íann. Þessir menn eru í öllum flokkum. Þeir hafa átt undir högg að sækja þar sem fyrir er öflugur hópur þing- manna af gamla skólanum, sem leggur allt upp úr óbreyttu ástandi til að geta haldið áfram fyrirgreiðslupólitíkinni og til að tryggja sér atkvæði með fjár- austri í hvað eina, sem háttvirt- um kjósendum dettur í hug að gera, án tillits til hagkvæmni eða arðsemi. Stundum virðist skynsemin ekki eiga greiðaleið í sali löggjafarsamkundunar. 4 - ALÞYÐUMAÐURINN

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.