Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 25.11.1987, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 25.11.1987, Blaðsíða 4
4 - ALÞÝÐUMAÐURINN Leiðari Hávaxtastefnan er komin í þrot Það sem af er þessu ári hafa útlánavextir hækk- að um nær 100%. Þetta eru vextir ofan á verð- tryggingu, og lætur nú nærri, að raunvextir séu um 34%. Þetta vaxtaæði má rekja til postula hávaxtastefnunnar, sem í 9 ár hafa haidið því fram, að eftirspurn eftir fjármagni mætti hemja með háum vöxtum. Kenningar þeirra eru ekki gildari en svo, að eftispurn eftir fjármagninu hefur aldrei verið meiri en síðustu árin, og fjár- festingar hafa aldrei verið meiri, a.m.k. á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Áhrif hávaxtastefnunnar eru þegar orðin skelfileg. Það er gjörsamlega búið að lagskipta þjóðinni í ríka og fátæka. Þessi efnalega stétta- skipting hefur aldrei verið meiri síðan á tímum einokunarverslunarinnar. Nú er stefnt að því leynt og Ijóst, að gera hundruð og þúsund fjöl- skyldna gjaldþrota, og gleggsta vitnið um það eru nauðungaruppboðsauglýsingar dagblað- anna og tölur frá fógetum um gjaldþrotaskipti. Hávaxtastefnan er einnig farin að hafa veru- leg áhrif á fyrirtæki í undirstöðuatvinnu- greinunum, sem hafa komist í mikinn greiðslu- vanda. Þetta bitnar auðvitað harðast á lands- byggðinni. Hávaxtastefnan virkar sem hemill á stofnun nýrra atvinnufyrirtækja, enda með ólík- indum, að þau geti borið arð, sem stendur undir vaxtagreiðslum af verulegum lánum. Lagskipting þegnanna kemur Ijóslega fram í dæmum, sem Brynjólfur Jónsson, hagfræð- ingur, nefndi í grein fyrir skömmu. Jón Jónsson, launþegi, er að byrja búskap og kaup- ir sér ibúð, sem hann staðgreiðir fyrir tvær mill- jónir króna. Jón borgar úr eigin vasa eina mill- jón og fær eina milljón króna að láni. Lánið skal hann greiða í einu lagi eftir 9 ár. Þá verður hann að greiða rösklega 2 milljónir króna, sem er rúmlega íbúðarverðið. - Sigurður Sigurðsson á hins vegar liðlega 2 milljónir króna, sem hann kaupir ríkisskuldabréf fyrir. Eftir átta og hálft ár á hann fjórar milljónir, eða jafnvirði tveggja íbúða. Þetta eru skýr dæmi og geta menn leikið sér að öðrum og hærri tölum, og séð hver útkoman verður. Fjármagnseigendur geta t.d. ávaxtað fjármuni á verðbréfamarkaði með miklu betri árangri en felst í því að kaupa ríkisskuldabréf. Ein af ástæðunum fyrir þessu ástandi er sú, að verðbréfamarkaðurinn hefur fengið að leika lausum hala og yfirbjóða vexti banka og lána- stofnana, sem síðan hafa orðið að fylgja á eftir í kapphlaupinu um fjármagnið. Þessir háu vextir hafa haft gífurleg áhrif á verðbólguþróunina. Atvinnurekstur í verslun og þjónustu, sem hefur fjárfest óvenjumikið að undanförnu, hefur getað flutt vaxtakostnaðinn yfir í verðlagið, sem fyrir bragðið hefur hækkað mjög mikið. Kaupgetan hefur minnkað, verka- lýðshreyfingin kallar á auknar kjarabætur og hringnum er lokað. Postular hávaxtastefnunnar gefa lítið fyrir þetta. Formúlan blívur. Enginn dregur í efa nauðsyn raunvaxta, en þeir eiga að vera á bilinu 2-3%. Afsakanir há- vaxtapostulanna hafa verið þær, að vextir þurfi að vera svipaðir hér og í helstu viðskiptalönd- um. Þeir eru þegar orðnir mun hærri. En engin stöðvun er fyrirsjáanleg á vaxtahækkunum. Jafnvel yfirlýsingar virtustu vísindamanna á sviði hagfræði í Bandaríkjunum í kjölfar verð- bréfahrunsins um alvarlegar afleiðingar há- vaxta, hafa ekki áhrif á íslenska hagfræðinga, sem eitthvað eiga undir sér. Þeir halda óbreyttri stefnu eins og bjórhestar. - Þessa menn verður að stöðva! Árni Gunnarsson: segja hreint út að núverandi ríkisstjórn geti farið að pakka saman, en ekki að vera að finna útgönguleiðir með þessum hætti. Mér finnst þetta mál vera komið á svo alvarlegt stig að menn verði að fara að hyggja að því yfir höf- uð hvort einhver alvarlegasta og djarfasta tilraun sem gerð hefur verið um áratugaskeið til að koma skikk á efnahagsmál þjóð- arinnar eigi að fara út um þúfur vegna þess að einstakir stjórnar- þingmenn geta ekki komið sér saman um veigamikil hagsmuna- mál þjóðarinnar og þjóðfélags- þegnanna. Áhrif hárra vaxta Mig langar aðeins að fara nokkr- um orðum um það sem mér finnst raunverulega skipta máli í allri þessari umræðu sem hér hef- ur farið fram og á eftir að fara fram. Við erum að tala um stórt og viðkvæmt mál. Við erum að tala um fleiri milljarða króna og ráðstöfun þeirra. Þetta er ekkert smámál. Auðvitað getur það komið fyrir að menn greini á um frv. af þessu tagi en það hefði verið eðlilegra að leysa þau ágreiningsmál inni í þingflokkn- um. Ég vil benda á það sem hefur Vaxtastefnan komir í umræðum, sem urðu á Alþingi fyrir skömmu um húsnæðis- frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráðherra, ræddi Arni Gunnarsson, alþingismaður, m.a. um áhrif hávaxtastefnunnar á húsnæðismarkaðinn og gagnrýndi hana mjög. Hann fjallaði einnig um lánskjaravísitöluna, sem hefur 18-faldast frá því hún tók gildi, og þátt lífeyrissjóðanna í fjár- mögnun húsnæðiskerfisins. Hluti af ræðu hans fer hér á eftir: Herra forseti. Það er hægt að hafa langt mál um frv. til 1. um breyt. á lögum um Húsnæðis- stofnun ríkisins sem hér liggur fyrir en það eru þó einkum til- teknir þættir sem ég hef áhuga á að ræða hér. Þá langar mig fyrst að fara nokkrum orðum um þær deilur stjórnarsinna sem hafa komið upp í tengslum við þetta mál. Ummæli fyrir neðan allar hellur Það tungumál sem þar hefur verið talað er þess eðlis að það verður að ætla að um alvarlegan trúnaðarbrest sé að ræða innan þessara flokka. Ég verð að segja það sem skoðun mína að t.d. ummæli hv. þm. Páls Pétursson- ar, sem jafnframt er formaður og talsmaður Framsfl., um hæstv. félmrh. eru fyrir neðan allar hellur. í viðtali við fréttamann Bylgjunnar fyrir nokkru segir þessi hv. þm., og lætur frétta- mann hafa eftir sér „að texti frv. sé óvenju illa unninn, orðalag sé óskýrt og að greinargerðin sem fylgi frumvarpinu sé að hluta til rugl.“ Þessi hv. þm. segir enn- fremur sjálfur í viðtali við stöð- ina: „Félagsmálaráðherra er óskaplega ný í starfi. Þetta er hennar fyrsta þing og hún er ákaflega óþolinmóð.“ Mér finnst persónulega hér svo harkalega talað niður til hæstv. ráðherra að formaður þingflokks Framsfl. geti ekki verið þekktur fyrir svona munnsöfnuð. Ég leyfi mér að efa það að hann hefði talað í þessa veru ef hæstv. ráðherra hefði verið karlmaður. Það hefur einnig komið fram hjá stjórnarsinnum að þetta frv. stríði gegn samningum við aðila vinnumarkaðarins sem ég dreg hins vegar stórlega í efa. Þeir hafa ekki fært rök fyrir þeirri staðhæfingu sinni og þótt þeir hafi fengið til stuðnings við. sig forseta Alþýðusambands íslands þá hygg ég að hann mæli ekki fyr- ir hönd verkalýðshreyfingarinn- ar. Hverjir mismuna hverjum? Hv. stjórnarþingmenn sem hér hafa talað, einkum þó og sér í lagi hv. framsóknarmenn - og ég harma að þeir skuli taka þessa afstöðu því ég taldi þá sitja í fé- lagshyggjuflokki, a.m.k. hafa þeir gefið sig út fyrir það að vera flokkur félagshyggju og sam- vinnu og að við ættum margt sameiginlegt í baráttunni fyrir þeim málaflokki sem hér um ræð- ir - þeir hafa látið orð um það falla að jafnvel lífeyrissjóðirnir gætu gripið til þess ráðs að draga í land með skuldabréfakaup „ef þeim finnst skjólstæðingum sín- um mismunað", eins og einn hv. þm. Framsfl. komst að orði. „Ef þeim finnst skjólstæðingum sín- um mismunað.“ Svo mörg voru þau orð. Er verið að mismuna skjólstæðingum lífeyrissjóðanna ef reynt er að koma í veg fyrir að hátekjufólk og stóreignafólk fái lán úr Byggingarsjóði ríkisins? Þetta er spurning sem ég varpa fram. Ég hygg að ef fram heldur sem horfir í þeim umræðum og deil- um sem hér hafa hafist þá eigi menn að vera heiðarlegir gagn- vart sjálfum sér og öðrum og verið að gerast hér á landi á allra síðustu árum. Hvernig stendur á því að þessi málaflokkur er orð- inn svona ofurviðkvæmur og erf- iður viðfangs? Ástæðan er auð- vitað fyrst og fremst sú að há- vaxtastefna sú, sem hér hefur verið fylgt, hefur haft þau áhrif að fólk leitar eftir niðurgreiddu fjármagni, eftir niðurgreiddum vöxtum. Ég hygg að eftirspurnin eftir húsnæðisstjórnarlánum sé nokkuð í réttu hlutfalli við það hvað vextir hafa verið að hækka á undanförnum árum. Það er svo komið að það dettur engum heil- vita manni í hug að fara til síns eigin lífeyrissjóðs til að biðja um lífeyrissjóðslán sem nú ber 9% vexti ofan á verðtryggingu. Eftirlit seðlabanka brugðist Ég lít svo á að fólk hafi á síðustu árum leitað óeðlilega mikið til Byggingarsjóðs ríkisins eftir lán- um vegna þess hve fjármagnið á hinum almenna markaði hérlend- is er orðið dýrt. Þetta er stóri vandinn og við þessum vanda verðum við að bregðast. Ég verð að segja það eins og er að mér þótti verulega notalegt að hlusta á hæstv. utanrrh. tala í útvarps- umræðunum í gær og lýsa þeirri skoðun, sem ég lýsti í þingræðu fyrir nokkru, að, eins og hann orðaði það með leyfi forseta, „fjármagnið hafi leikið lausum hala og til þess megi rekja þensl- una sem nú ógnar efnahagslífinu öllu.“ Hann segir ennfremur að einnig megi lesa úr þjóðhagsáætl- un að eftirlit það sem Seðlabanka var falið samkvæmt lögum hafi brugðist. Raunvextir væru hér mun hærri en í nágrannalöndun- um eftir vaxtafrelsið en skilyrði þess hefði verið eðlilegur vaxta- munur og svipaðir raunvextir hér og í helstu viðskiptalöndum okkar. Vaxtamunurinn hefði hins vegar aukist og gerðist varla meiri en hér á landi.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.