Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 09.12.1987, Page 6

Alþýðumaðurinn - 09.12.1987, Page 6
6 - ALÞÝÐUMAÐURINN Tómt fúsk.. jafnaðarstefnan um það sem ég vil gera. Pað er margt umdeilanlegt af því sem er verið að gera í fjár- málunum. Það er hins vegar stór- virki ef það tekst. Ef þróunin hefði haldið áfram eins og stefndi í, að hallarekstur ríkisins hefði farið í 7,5 milljarða á næsta ári og síðan vafið up á sig með raunvöxtum í skuldir upp á 10-20 milljarða á öfáum árum, þá hefði verið óþarfi að gera sér einhverjar vonir um jafnaðar- stefnu í okkar skilningi. Þá hefðu einfaldlega engir peningar verið til. Það hefði þýtt að það hefði orðið að skera heilbrigðiskerfið niður við trog, skera niður útgjöld í stórum stíl hvort heldur var til fjárfestinga eða reksturs skólakerfis, heilbrigðisþjónustu, umönnununar aldraðra, sjúkra, barna o.s.frv. í þessum skilningi er það sem við erum að gera hér að byggja grunn fyrir framtíðina. Við viss- um hvernig ástandið var. Við hefðum getað sagt í vor eftir kosningar: Nei þetta er ekki rétta augnablikið. Við skulum láta þá moka sinn eigin flór. Við skulum s;tanda álengdar. Við skulum láta ástandið versna. Þannig vinna bara ekki kratar og hafa aldrei gert það.“ Ráðherrar ota sínum tota - Veit fólk hvað er verið að gera? Gera menn sér grein fyrir því? „Vafalaust höfum við ekki upplýst þjóðina nóg. Það er auð- velt að koma höggi á fjármála- ráðherra og æpa matarskattur í hverri fréttaútsendingu, dag eftir dag og mánuð eftir mánuð og efna síðan til mótmæla. Ef menn ætla að fordæma allt sem við erum að gera við endurskoðun skatta- kerfisins með þessu billega slag- orði og smyrja óhreinindum á allt prógrammið, þá má vel vera að gerist eins og oft áður í stjórn- málasögunni að óhróðursmenn eyðileggi góð mál. Það er þá við sjálfa okkur að sakast, ef við höfum ekki orku aflögu eða sannfæringakraft að koma þessu til skila. Við gengum til verka vitandi vits að þetta yrði umdeilanlegt, sérstaklega fyrstu misserin. Það var vitað fyrirfram að árangurinn kæmi ekki strax í Ijós og að menn yrðu því að vera undir það búnir að taka á sig stundaróvinsældir í trausti þess að menn yrðu dæmdir af verkum sem menn hafa trú á.“ - Er ekki vont fyrir Alþýðu- flokkinn að vinna einan að málefnum til lengri tíma og verða að sætta sig viö hluti. Starfa liinir stjórnarflokkarnir til lengri tíma? „Það er þetta með „hina“. Hvar eru þeir góðu menn sem vilja leggja okkur lið? Við vissum að við sætum ekki hér á friðar- stóli. Ég neita því hins vegar ekki þessa dagana, að ég hef orðið fyr- ir vonbrigðum. Ég bjóst ekki við því að samstarfsmenn og stjórn- málaflokkar, sem allir verða að ástunda hina frægu málamiðlun lýðræðisins, stæðu ekki við sínar ákvarðanir..“ - Eins og hverjar? „Eins og fjárlögin. Það tókst með endalausu púli að ná sam- stöðu um fjármál og fjármála- stefnu. Að þeirri stefnumótun stóð ríkisstjórnin og aðildar- flokkar ríkisstjórnarinnar í heild. Þær ákvarðanir tókum við í sept- ember, október. Nú stöndum við frammi fyrir því að ákvarðanir sem þá voru teknar - og sem m. a. þýddu að útgjaldabeiðnum var hafnað - virðast nú að engu hafðar. Þessu er öllu mokað upp á borðið aftur eins og ekkert hafi skeð.“ - Frá ráðherrum ? „Já. Það eru 2 vikur til jóla, þegar þinghaldi lýkur, og þssi mál voru að baki, afgreidd. Nú liggur fyrir að endurskoðuð tekjuáætlun getur þýtt 600 milljóna kr. tekjuauka. Það er til aukaráðstafana. En þarna sitja sömu menn við ríkis- stjórnarborð og ota hver sínum tota. Og leggja fyrir útgjalda- beiðni fyrir fjárveitinganefnd og ríkisstjórn upp á 2 milljarða og tala jafnframt um það að draga úr tekjuöflun upp á milljarð (uppsafnaðan söluskatt í sjávar- útvegi og launaskatt á fiskiðnað, sem hvorugt á samkvæmt því að koma í ríkiskassann). Sömu menn, sem tóku ákvörð- un um jöfnuð í ríkisfjármálum, eru í alvöru - ekki út frá heildar- sjónarmiðum, heldur vegna þess að hver um sig er að láta undan kröfum sem heyra undir þeirra ráðuneyti - að tala um gat upp á 3 milljarða. Þetta eru engin vinnubrögð. Þetta er tómt fúsk. Ég vinn aðeins á einni for- sendu. Að menn segi það sem þeir meina og meini það sem þeir segja. Það er talað um ósamkomulag, um ágreining í ríkisstjórninni. Um hvað er ágreiningurinn? Hafa einhverjir lýst sig andvíga þeirri stefnu að tryggja jöfnuð í ríkisfjármálum? Éru menn þá ekki tilbúnir að standa við þær ákvarðanir sem við tókum um leiðirnar að þessu markmiði um jöfnuð? Af hverju gætir svo mikillar til- hneigingar til að viðra sig í fjöl- miðlum og slá sig til riddara og segja ég er ekki með þessu og ekki hinu? Þetta er bara fjár- málaráðherra. Svona vinnubrögð kann ég ekki við.“ Eigna- og fjármagnstekjur - Ásmundur Stefánsson segir að hvergi sé einföld regla í skatta- málum. „Við höfum eyðileggt skatta- kerfið í nafni hugmynda eins og Ásmundur er að boða eða verja. Það var Lúðvík Jósepsson sem sló sig til riddara 1978, þegar hann sagði að leiðin til að leysa vísitöluvandann og landbúnaðar- vandann væri að þurrka út sölu- skatt af matvælum. Söluskattur hafði verið á mat alla tíð frá því að söluskattur var tekinn upp. Það átti að éta upp landbúnaðarvandann. Hann er óetinn enn. Og skattakerfið er ónýtt. Það þýðir ekkert fyrir Kjöitoók Landsbankans-Góð bók f\rir bjarta framtíð

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.